Svo er það bara boltinn í kvöld og má segja að þetta verði afmælisbolti því Sigurjón "Digri" Magnússon á afmæli í dag. Svo á Sara Elísabet Svansdóttir líka afmæli og Vigdís Finnbogadóttir. Ég óska þeim öllum til hamingju.
miðvikudagur, mars 31, 2004
5 tíma ferðalagi upp á Skaga lokið. Ansi skemmtileg ferð bara. Fengum að skoða Harald Böðvarsson og sjá framleiðslulínuna hjá þeim. Þeir eru mikið til með tæki frá Marel og svo Skaganum, en fyrir þá sem vita það ekki að þá voru Marel og Skaginn í samstarfi hér áður fyrr, og samkvæmt Skaganum eiga þeir að stóru (held ég) leyti hönnuna á bakvið framleiðslulínur Marels. Það var ansi gaman að sjá þetta "in action" en lyktin þarna í HB húsinu, sama hvar þú varst, hefði mátt missa sín. Svona fiskidaunn allstaðar í húsinu. Frá Marel fórum við í fyrirtækið Skaginn og Þorgeir og Ellert, sem eru á sama stað. Þorgeir og Ellert er vélasmiðja og hafa m.a. verið að búa til skip. Þeir voru að mixa eitt stykki 250 tonna togara núna fyrir einhverja færeyinga og fengum við að skoða hvern krók og kima. Það var bara ansi nett, mjög hrátt allt saman eins og er en verður eflaust flott. Skaginn var svo seinasta fyrirtækið og þar fengum við að sjá svona framleiðslulínur sem þeir hanna. Maður hélt alltaf að Marel væri eina fyrirtækið í þessum bransa en eftir þessa heimsókn þá veit maður sko betur. Þeir eru mjög framarlega í allri hönnun á framleiðslulínum fyrir matvæli. Svo eins og ég sagði að ofan þá eru Marel víst með gömlu framleiðslulínurnar þeirra, sem þeir hönnuðu í samstarfi en svo var því slitið og Skaginn fór að starfa sjálfstætt og er að gera góða hluti. Hins vegar er húsnæði þeirra ekkert til að hrópa húrra yfir, svona miðað við Marel en eflaust innan fárra ára eiga þeir eftir að vera komnir með eitthvað voða "high tech" húsnæði undir þessa vinnslu eins og Marel er með í dag.
Svo er það bara boltinn í kvöld og má segja að þetta verði afmælisbolti því Sigurjón "Digri" Magnússon á afmæli í dag. Svo á Sara Elísabet Svansdóttir líka afmæli og Vigdís Finnbogadóttir. Ég óska þeim öllum til hamingju.
Svo er það bara boltinn í kvöld og má segja að þetta verði afmælisbolti því Sigurjón "Digri" Magnússon á afmæli í dag. Svo á Sara Elísabet Svansdóttir líka afmæli og Vigdís Finnbogadóttir. Ég óska þeim öllum til hamingju.
þriðjudagur, mars 30, 2004
Aðeins öðruvísi skóladagur verður á morgun. Í kúrsinum Framleiðsla og Tæknibúnaður förum við í "field trip" til Akraness og skoðum þar tvö fyrirtæki, Skagann og Harald Böðvarsson og höfum augun opin fyrir því sem við höfum lært nú í vetur. Ég stefni á að planta mér aftast og vera einn af kúl fólkinu, nú er bara spurning hver kemur með game boy eða andrés blöð því ég á hvorugt.
Er farinn að hlakka til að prufa nýju skóna mína í fótboltanum annaðkvöld, ég tel að þeir munu bæta hæfileika mína um 10-15% og að langskotin verði betri og hnitmiðaðri.
Hver segir svo að strákar séu grunnhyggnir þegar kemur að því að pæla í stelpum. Var áðan í tölvuverinu á annarri hæð í VRII þar sem einhver stelpa var að tala við vinkonur sínar og var að lýsa einhverjum gaur sem hún er að deita eða eitthvað. Vinkonur hennar vildu fá einhverja lýsingu á honum og hún sagði eftirfarandi (skrifað upp eftir minni): "...hann er fótboltagaur og með flottan rass... þarf eitthvað meira?" Þetta fengu allir að vita sem voru þarna inni á þessu augnabliki.
Sá á annarri bloggsíðu þar sem bloggeigandinn talaði um Jésú. Þá kommentaði einhver og sagði, prufaðu að segja jé og je og svo segja jesú. Mér finnst jésú hljóma asnalega, svona eins og einhver "over-excited" gaur sem myndi öskra á kappleik "yeah sue" miðað við íslenskan framburð vitaskuld, passar bara ekki. Mig langaði bara að deila þessu því mér fannst þetta fyndið.
Er farinn að hlakka til að prufa nýju skóna mína í fótboltanum annaðkvöld, ég tel að þeir munu bæta hæfileika mína um 10-15% og að langskotin verði betri og hnitmiðaðri.
Hver segir svo að strákar séu grunnhyggnir þegar kemur að því að pæla í stelpum. Var áðan í tölvuverinu á annarri hæð í VRII þar sem einhver stelpa var að tala við vinkonur sínar og var að lýsa einhverjum gaur sem hún er að deita eða eitthvað. Vinkonur hennar vildu fá einhverja lýsingu á honum og hún sagði eftirfarandi (skrifað upp eftir minni): "...hann er fótboltagaur og með flottan rass... þarf eitthvað meira?" Þetta fengu allir að vita sem voru þarna inni á þessu augnabliki.
Sá á annarri bloggsíðu þar sem bloggeigandinn talaði um Jésú. Þá kommentaði einhver og sagði, prufaðu að segja jé og je og svo segja jesú. Mér finnst jésú hljóma asnalega, svona eins og einhver "over-excited" gaur sem myndi öskra á kappleik "yeah sue" miðað við íslenskan framburð vitaskuld, passar bara ekki. Mig langaði bara að deila þessu því mér fannst þetta fyndið.
mánudagur, mars 29, 2004
Byrjaði að æfa eftir lyftingaplani í dag. Það er tvískipt og þetta á eftir að gera æfingarnar mínar miklu markvissari. Þetta tók ágætlega á, spái pínu harðsperrum á morgun.
Harðsperrur, hversu fáránlegt orð er þetta eiginlega. Hverjum datt t.d. í hug að kalla það þegar vöðvarnir eru aumir vegna æfinga, harðsperrur."já ég held að við munum bara kalla þetta harðsperrur". Meikar ekki alveg sens að mínu mati.
Aðalfundurinn hjá Vélinni er á föstudaginn og heldur áfram á laugardagskveldið þegar fólk býður sig fram í hin ýmsu embætti og fylleríið hefst. Það liggur við að þetta kvöld eitt og sér borgi upp fyrir félagsgjöldin miðað við það magn áfengis t.d. sem er veitt og svo eru líka pizzur. Spurningin er hvort maður eigi að taka sig til og bjóða sig í eitthvað, t.d. atvinnumálafulltrúa. Sem að sögn er embætti sem reynir ekki mikið á þann sem gegnir því en gæti litið vel út á CV. Í fyrra fór Káki í staðinn fyrir Fjalarr á aðalfundinn og reyndum við án afláts að biðja hann um að þykjast vera Fjalarr þegar við ætluðum að tilnefna hann í þetta embætti. Káki var trúr og tryggur FPMoon og gaf sig ekki, en það hefði bara verið of fyndið hefði hann gert þetta, verið kosinn og fjalarr setið uppi með eitthvað embætti sem hann vildi ekki. Þetta hefði getað verið góður djókur í viku eða svo fyrir okkur.
Sá ansi merkilegan heimildaþátt um bókina Da Vinci Code og innihald hennar. Einhvern bandarísk kona skoðaði nánar sem þar stóð og talaði við ýmsa fræðimenn um það hvort Jesú og María Magdalena hefðu verið gift og eignast barn og hvort afkomendur þeirra hefðu verið Mervíkingarnir og fleiri kenningar. Þetta er greinilega bók sem maður verður að lesa.
Harðsperrur, hversu fáránlegt orð er þetta eiginlega. Hverjum datt t.d. í hug að kalla það þegar vöðvarnir eru aumir vegna æfinga, harðsperrur."já ég held að við munum bara kalla þetta harðsperrur". Meikar ekki alveg sens að mínu mati.
Aðalfundurinn hjá Vélinni er á föstudaginn og heldur áfram á laugardagskveldið þegar fólk býður sig fram í hin ýmsu embætti og fylleríið hefst. Það liggur við að þetta kvöld eitt og sér borgi upp fyrir félagsgjöldin miðað við það magn áfengis t.d. sem er veitt og svo eru líka pizzur. Spurningin er hvort maður eigi að taka sig til og bjóða sig í eitthvað, t.d. atvinnumálafulltrúa. Sem að sögn er embætti sem reynir ekki mikið á þann sem gegnir því en gæti litið vel út á CV. Í fyrra fór Káki í staðinn fyrir Fjalarr á aðalfundinn og reyndum við án afláts að biðja hann um að þykjast vera Fjalarr þegar við ætluðum að tilnefna hann í þetta embætti. Káki var trúr og tryggur FPMoon og gaf sig ekki, en það hefði bara verið of fyndið hefði hann gert þetta, verið kosinn og fjalarr setið uppi með eitthvað embætti sem hann vildi ekki. Þetta hefði getað verið góður djókur í viku eða svo fyrir okkur.
Sá ansi merkilegan heimildaþátt um bókina Da Vinci Code og innihald hennar. Einhvern bandarísk kona skoðaði nánar sem þar stóð og talaði við ýmsa fræðimenn um það hvort Jesú og María Magdalena hefðu verið gift og eignast barn og hvort afkomendur þeirra hefðu verið Mervíkingarnir og fleiri kenningar. Þetta er greinilega bók sem maður verður að lesa.
sunnudagur, mars 28, 2004
Það lítur út fyrir að maður nái að gera allt á réttum tíma, þökk sé smá samviskusemi og skipulagningu. En núna þarf maður samt að fara að rífa sig upp af rassgatinu og læra almennilega svo maður standi sig nú vel á þessum prófum í vor, ekki nema mánuður þangað til þau byrja.
Hörkuleikur í dag milli Arsenal og Man Utd. Mikið um færi og Wes Brown var að bjarga, annars oft óstöðugri vörn oft, með góðum tæklingum og þessháttar. Markið hjá Henry var drulluflott, en Höddi Magg fór "overboard" þegar hann sagði að þetta væri óstöðvandi. Svo fannst mér markið hjá Saha koma eftir mjög flotta sókn. Nistelrooy vissi náttúrulega allan tímann hvað hann var að gera þegar hann þóttist ætla að setja hann og svo leyfði hann Saha að skora, þannig að ég tel þetta vera stoðsendingu frá Nistelrooy. Svo er aðalleikurinn fyrir Utd um næstu helgi fyrir bikarinn og það er eini titillinn sem Utd á möguleika á.
Hörkuleikur í dag milli Arsenal og Man Utd. Mikið um færi og Wes Brown var að bjarga, annars oft óstöðugri vörn oft, með góðum tæklingum og þessháttar. Markið hjá Henry var drulluflott, en Höddi Magg fór "overboard" þegar hann sagði að þetta væri óstöðvandi. Svo fannst mér markið hjá Saha koma eftir mjög flotta sókn. Nistelrooy vissi náttúrulega allan tímann hvað hann var að gera þegar hann þóttist ætla að setja hann og svo leyfði hann Saha að skora, þannig að ég tel þetta vera stoðsendingu frá Nistelrooy. Svo er aðalleikurinn fyrir Utd um næstu helgi fyrir bikarinn og það er eini titillinn sem Utd á möguleika á.
laugardagur, mars 27, 2004
Meira en nóg að gera í skólanum um þessar mundir. T.d. var ég í gær til hálf níu eða níu að klára seinasta verkefnið í tölulegri greiningu, þannig að ég komst ekki í vísó sem ég var búinn að skrá mig í. Fór svo heim og kláraði að gera nýju flottu heimasíðuna mína. Var síðan mættur í skólann upp úr hádegi í dag þar sem minn hópur í framleiðsluferlum byrjuðum á útboði og tilboði sem á að skila á næsta föstudag. Við þurfum líka að búa til fyrirlestur fyrir föstudaginn þannig að maður verður upptekinn við það. Svo á að glósa einhverja helvítis kafla í Varma og Varmaflutningsfræði fyrir mánudaginn og það verður að reddast bara á seinustu stundu eða eitthvað. Svo er stefnan tekin að kíkja aðeins út í kvöld, svona aðeins að lyfta lundinni. Svo á morgun mætir maður bara hress á VR og heldur áfram með útboðið, fer kanski og horfir á leikinn.
Jæja það fór þó aldrei svo að maður fleygði ekki upp ágætri heimasíðu. Hér með tilkynnist semsagt að ég er búinn að búa til heimasíðu á http://www.hi.is/~ottarv sem á að verða svona aðalheimasíðan mín fyrir utan bloggið. Ætlunin er að síðan muni vaxa og dafna og fleiri liðir munu koma inn á hana eftir því sem tíminn líður.
Vonandi er fólk bara sátt við útlitið, en svo mikið er víst að það er mikið betra en gamla útlitið, eða hvað finnst þér?
Vonandi er fólk bara sátt við útlitið, en svo mikið er víst að það er mikið betra en gamla útlitið, eða hvað finnst þér?
föstudagur, mars 26, 2004
Hvað er eiginlega málið með veðrið? Var drullu tilbúinn að fara í vísó í kvöld og kíkja jafnvel í bæinn í fyrsta skipti í mánuð eða svo. En þetta leiðinlega veður plús það að ég þarf að klára skýrslu í tölulegri greiningu hindra mig í því að fara. Ætli þetta sé það sem koma skal um páskana?
Stefnir í góða helgi. Þónokkuð af verkefnum sem bíða þess að verða kláruð fyrir enda þessa mánaðar. T.d. þarf ég að gera útboð og tilboð, sem er massíft verkefni, ég þarf að glósa tvo kafla úr Varma og Varmaflutningsfræði og setja það allt upp, ég þarf að búa til fyrirlestur fyrir næsta föstudag um suður, ég þarf að gera verkefni í Framleiðslu og tæknibúnaði, það fyrsta í vetur og það vill svo skemmtilega til að það kemur á þessum tíma þegar hvað mest er að gera. Þannig að þetta verður massíf helgi.
Stefnir í góða helgi. Þónokkuð af verkefnum sem bíða þess að verða kláruð fyrir enda þessa mánaðar. T.d. þarf ég að gera útboð og tilboð, sem er massíft verkefni, ég þarf að glósa tvo kafla úr Varma og Varmaflutningsfræði og setja það allt upp, ég þarf að búa til fyrirlestur fyrir næsta föstudag um suður, ég þarf að gera verkefni í Framleiðslu og tæknibúnaði, það fyrsta í vetur og það vill svo skemmtilega til að það kemur á þessum tíma þegar hvað mest er að gera. Þannig að þetta verður massíf helgi.
fimmtudagur, mars 25, 2004
Las í fréttablaðinu í morgun að það væri að byrja einhver fatamarkaður í Perlunni í dag með íþróttaföt og svona og ákvað því að skella mér, aldrei að vita hvað maður fyndi. Svo legg ég af stað og er að keyra á veginum sem fer framhjá BSÍ og liggur samhliða Miklubraut(held ég) og það er gaur fyrir framan mig á gömlum Volvo, forngrip sko. Allaveganna ég sit þarna í bílnum, Pinball Wizard með The Who nýbyrjað og ég í góðum fíling. Í einhverji steik ákvað ég að taka fram úr gaurnum, fannst hann fara of hægt (lagið hafði þessi áhrif á mig, pottþétt) og um leið og ég var samhliða honum fattaði ég hvað þetta var fáránlegt af mér. Svo var ég ekki frá því að gaurinn gaf í því hann var fúll og reyndi að elta mig eitthvað.
Allaveganna ég kem þarna á markaðinn svona hálftíma eftir að hann opnaði og það var troðið. Endaði reyndar á því að fá mér innanhússkó sem ég var mjög sáttur við og þeir gætu orðið bara sumarskór líka. Þannig að núna á ég fótboltaskó fyrir öll tækifæri.
Allaveganna ég kem þarna á markaðinn svona hálftíma eftir að hann opnaði og það var troðið. Endaði reyndar á því að fá mér innanhússkó sem ég var mjög sáttur við og þeir gætu orðið bara sumarskór líka. Þannig að núna á ég fótboltaskó fyrir öll tækifæri.
miðvikudagur, mars 24, 2004
Dagurinn byrjaði snemma, eins og venjan er á miðvikudögum. En í stað þess að mæta í tíma mætti ég í Smáralind rétt yfir 8, Smáralind opnar 8, og bjóst við einhverri röð. Hún var sem betur fer mjög lítil, eitthvað um 20 manns þegar ég mætti og var ég feginn að hafa ekki mætt hálf átta eða eitthvað þvíumlíkt. Einhverjir gaurar þarna tóku þetta alvarlega og heyrðist mér á þeim að þeir höfðu mætt tvö um nóttina, með svefnpoka, ghettoblaster og alles. Svo bættist eitthvað við af fólki og þegar búðin opnaði þá hafa verið svona um 40 í röðinni. Svo gekk þetta allt mjög vel fyrir sig og 5 mínútum eftir að verslunin opnaði var ég orðinn eigandi að miðum að Pixies. Svo var fólk eitthvað að spjalla í röðinni og einhverjir höfðu heyrt að Metallica kæmi í sumar, U2 líka(sem ég hafði reyndar heyrt áður) og einhver fleiri bönd voru nefnd.
Í gær sá ég í fyrsta skiptið þáttinn Las Vegas. Þátturinn var fín skemmtun og mér fannst hann vera svona blanda af CSI og Baywatch. Ósjaldan sá maður íturvaxnar konur stíga upp úr sundlaugum í slow motion og var þá athyglinni beint að þrýstnum barmi kvennanna. CSI factorinn er allt þetta eftirlit með nýjustu tækni og þannig dæmi. Maður getur nú alveg gónt á þetta, en ég mun svosem ekkert leggja mig eftir því.
Las í fréttablaðinu áðan eitthvað um það hvernig löggan hefur verið að rekja símtöl frá sakborningum og þeim látna. Málið verður alltaf stærra og stærra og hver veit nema það geti orðið til þess að hægt verði að ná einhverjum höfuðpaur þarna úti. En þegar ég var að lesa þetta fór ég að pæla þvílík heppni það hefði verið að óveðrið kom á þeim tíma sem það kom sem olli því að kafari var sendur til að kíkja á höfnina og hann fann látna gaurinn. Hefði óveðrið ekki komið, hefði gaurinn ekki verið sendur þarna og óvíst hvort líkið hefði nokkurn tíma fundist. Hefði það fundist hefði það líklega verið mjög laskað og allir gaurarnir sem komu að málinu hefðu sloppið. Svo er líka önnur pæling, afhverju að losa sig við líkið á höfn í Neskaupsstað? Afhverju að fleygja því ekki bara einhversstaðar á leiðinni? Miklu minni líkur að það finnist einhvern tíma ef það er utan byggðar.
Helsti höfuðverkur þessa dagana er að velja hvaða valfög maður ætlar að taka. Spurningin er hvort maður t.d. taki fögin sem eru merkt í námskránni sem fög sem maður verði að taka ætli maður sér í masterinn hér heima eða hvort maður sleppi þeim og sjái svo til hvaða fög master úti í löndum vilji að maður taki og taki þau. Það er reyndar svolítið mál að finna það út, því þá verður maður að vera sure á því hvaða skóla maður ætli í og hver sérhæfingin verði. Eitthvað sem ég er algjörlega óviss á. Svo getur maður líka tekið bara þau fög sem manni langar til og þegar maður fer í master þá tekur maður fögin sem upp á vantar, hvort sem það er hér heima eða úti. Einnig er spurning hvort ég taki einhvern hagfræðikúrs, eins og t.d. rekstrarhagfræði eða taki einhvern flipp kúrs sem kemur námi mínu ekkert við, eða bara verkfræðikúrsa. Semsagt temmilegur höfuðverkur sem mun standa yfir þangað til á föstudag.
Í gær sá ég í fyrsta skiptið þáttinn Las Vegas. Þátturinn var fín skemmtun og mér fannst hann vera svona blanda af CSI og Baywatch. Ósjaldan sá maður íturvaxnar konur stíga upp úr sundlaugum í slow motion og var þá athyglinni beint að þrýstnum barmi kvennanna. CSI factorinn er allt þetta eftirlit með nýjustu tækni og þannig dæmi. Maður getur nú alveg gónt á þetta, en ég mun svosem ekkert leggja mig eftir því.
Las í fréttablaðinu áðan eitthvað um það hvernig löggan hefur verið að rekja símtöl frá sakborningum og þeim látna. Málið verður alltaf stærra og stærra og hver veit nema það geti orðið til þess að hægt verði að ná einhverjum höfuðpaur þarna úti. En þegar ég var að lesa þetta fór ég að pæla þvílík heppni það hefði verið að óveðrið kom á þeim tíma sem það kom sem olli því að kafari var sendur til að kíkja á höfnina og hann fann látna gaurinn. Hefði óveðrið ekki komið, hefði gaurinn ekki verið sendur þarna og óvíst hvort líkið hefði nokkurn tíma fundist. Hefði það fundist hefði það líklega verið mjög laskað og allir gaurarnir sem komu að málinu hefðu sloppið. Svo er líka önnur pæling, afhverju að losa sig við líkið á höfn í Neskaupsstað? Afhverju að fleygja því ekki bara einhversstaðar á leiðinni? Miklu minni líkur að það finnist einhvern tíma ef það er utan byggðar.
Helsti höfuðverkur þessa dagana er að velja hvaða valfög maður ætlar að taka. Spurningin er hvort maður t.d. taki fögin sem eru merkt í námskránni sem fög sem maður verði að taka ætli maður sér í masterinn hér heima eða hvort maður sleppi þeim og sjái svo til hvaða fög master úti í löndum vilji að maður taki og taki þau. Það er reyndar svolítið mál að finna það út, því þá verður maður að vera sure á því hvaða skóla maður ætli í og hver sérhæfingin verði. Eitthvað sem ég er algjörlega óviss á. Svo getur maður líka tekið bara þau fög sem manni langar til og þegar maður fer í master þá tekur maður fögin sem upp á vantar, hvort sem það er hér heima eða úti. Einnig er spurning hvort ég taki einhvern hagfræðikúrs, eins og t.d. rekstrarhagfræði eða taki einhvern flipp kúrs sem kemur námi mínu ekkert við, eða bara verkfræðikúrsa. Semsagt temmilegur höfuðverkur sem mun standa yfir þangað til á föstudag.
mánudagur, mars 22, 2004
Eins og ég greindi frá í gær þá ætlaði ég á School of Rock sem ég og gerði. Þarna er á ferðinni ágætis mynd, virkilega góð tónlist og söguþráðurinn er ekkert of flókinn. Í það minnsta skemmti ég mér ágætlega og fannst mér myndin sneiða fram hjá nokkrum þekktum klisjum þó svo stígið hafi verið ofan í aðrar. Ég gef henni pí af 5 mögulegum, svona til að viðhalda nördaskapnum í þessu.
Drattaðist með bílinn í smurningu í dag, var aðeins kominn yfir tímann sem ég átti að koma aftur en það var no biggie. Þetta kostaði aðeins 6200kr sem er nú lítið fyrir fátækan námsmann sem þarf líka að borga skólagjöldin í vikunni ef ég fer ekki með fleipur. Svo er maður að pæla í því að skella sér í golfklúbb og þar er 20-25000 kall, en maður getur eflaust skellt því á vísa rað.
Ætli maður geti skellt skólagjöldunum á vísa rað eða vísa létt?
Drattaðist með bílinn í smurningu í dag, var aðeins kominn yfir tímann sem ég átti að koma aftur en það var no biggie. Þetta kostaði aðeins 6200kr sem er nú lítið fyrir fátækan námsmann sem þarf líka að borga skólagjöldin í vikunni ef ég fer ekki með fleipur. Svo er maður að pæla í því að skella sér í golfklúbb og þar er 20-25000 kall, en maður getur eflaust skellt því á vísa rað.
Ætli maður geti skellt skólagjöldunum á vísa rað eða vísa létt?
sunnudagur, mars 21, 2004
Tónleikarárið mikla mun þetta ár eflaust vera skráð í sögubækurnar. Það er varla sú vika að maður heyri ekki um einhverja heimsfræga hljómsveit sem ætla að koma á klakann. Deep Purple og jafnvel Uriah Heep munu spila í sumar saman, svo hef ég heyrt að jafnstraumur/riðstraumur muni koma í ágúst og einnig hef ég heyrt að U2 komi þá. Nú bíð ég bara eftir því að heyra að Radiohead komi.
Annars verður það eflaust þannig að slatti af fólki muni kaupa miða á Kraftwerk til að geta tryggt sér miða á Pixies. Það er 9000 króna pakki en eflaust munu einhverjir reyna að selja kraftwerk miðann sinn, því kraftwerk er ekki tebolli allra.
Enn ein helgin sem nýttist ekki nógu vel er að líða. Það er ekki það að ég reyndi ekki að gera heimadæmin sem á að skila á mánudag, ég var bara eitthvað heimskur um helgina og gat ekki gert þau. Þannig að það verður enn einu sinni mánudagabjörgun tekin á þetta, þ.e. að redda sér á seinustu stundu. Það er augljóst að maður verður að fara að taka á.
Merkilegt hvað maður gerir minna þegar maður hefur meiri tíma, ég er greinilega svona gaur sem þarf að hafa pressu á mér til að vera "on top of things"
Annars er ég að fara á School of Rock núna bráðum og kanski maður skelli gagnrýni á hana í vikunni.
Annars verður það eflaust þannig að slatti af fólki muni kaupa miða á Kraftwerk til að geta tryggt sér miða á Pixies. Það er 9000 króna pakki en eflaust munu einhverjir reyna að selja kraftwerk miðann sinn, því kraftwerk er ekki tebolli allra.
Enn ein helgin sem nýttist ekki nógu vel er að líða. Það er ekki það að ég reyndi ekki að gera heimadæmin sem á að skila á mánudag, ég var bara eitthvað heimskur um helgina og gat ekki gert þau. Þannig að það verður enn einu sinni mánudagabjörgun tekin á þetta, þ.e. að redda sér á seinustu stundu. Það er augljóst að maður verður að fara að taka á.
Merkilegt hvað maður gerir minna þegar maður hefur meiri tíma, ég er greinilega svona gaur sem þarf að hafa pressu á mér til að vera "on top of things"
Annars er ég að fara á School of Rock núna bráðum og kanski maður skelli gagnrýni á hana í vikunni.
fimmtudagur, mars 18, 2004
Sumarbústaðarferðin var bara mjög góð. Bústaðurinn var þvílíkt flottur, glænýr og hafði öll svona helstu þægindi sem maður þarf að hafa. Svo sem heitan pott, sem var vitaskuld nýttur, örbylgjuofn fyrir letingja í eldamensku, venjulegan ofn fyrir þá sem nenna að elda, ristavel, kaffivél, hraðsuðukatli og feitum leðursófa til að chilla í. Við vorum rosalega heppnir með veður því það var sól og blíða bæði þriðjudaginn og miðvikudaginn en veðrið ekkert spes í dag. Eins og sönnum túristum litum við vitaskuld á Gullfoss.
Eitt sem er rosalega gott við að vera fjarri "siðmenningunni" er það að ljósamengunin er svo lítil að maður sér allt miklu betur á himninum, svosem norðurljósin og það sem meira skiptir, stjörnurnar. Þar sem við lágum í pottinum sáum við ógrynni af stjörnum og gervitunglum sem þutu um hvolfið. Einn spurning vaknaði í hugum okkar og það er umferðartími gervitungls, ef einhver veit það má hann kommenta á þetta.
Þegar þetta er skrifað er MR að tapa í Gettu Betur. Það hlaut að koma að þessu en samt skrýtið að reynsluboltarnir skuli tapa þessu. Ég hélt að MR tæki þetta í ár og svo á næsta ári þegar nýtt lið kæmi þá myndu þeir tapa. En þetta er nú það besta sem gat komið fyrir keppnina því núna fær fólk aftur áhuga á að horfa á þetta og einokun MR-inga er væntanlega lokið, í bili.
Hvað er eiginlega málið með að rukka gjöldin fyrir HÍ í lok mars?? Þetta nær náttúrulega engri átt, því eflaust eiga fæstir pening á þessum tíma til að borga jafnmikinn pening og um ræðir, eða um 33000 kall. Ég verð að segja að mér finnst þetta allt mjög skrýtið að breyta allt í einu þessu kerfi, það hefur hingað til verið þannig að maður borgar í júlí held ég. Enda eru flestir þá nýbúnir að fá fyrstu útborgunina sína og því líklegri til að eiga fyrir þessu. Það er vonandi að þessu verður breytt.
Eitt sem er rosalega gott við að vera fjarri "siðmenningunni" er það að ljósamengunin er svo lítil að maður sér allt miklu betur á himninum, svosem norðurljósin og það sem meira skiptir, stjörnurnar. Þar sem við lágum í pottinum sáum við ógrynni af stjörnum og gervitunglum sem þutu um hvolfið. Einn spurning vaknaði í hugum okkar og það er umferðartími gervitungls, ef einhver veit það má hann kommenta á þetta.
Þegar þetta er skrifað er MR að tapa í Gettu Betur. Það hlaut að koma að þessu en samt skrýtið að reynsluboltarnir skuli tapa þessu. Ég hélt að MR tæki þetta í ár og svo á næsta ári þegar nýtt lið kæmi þá myndu þeir tapa. En þetta er nú það besta sem gat komið fyrir keppnina því núna fær fólk aftur áhuga á að horfa á þetta og einokun MR-inga er væntanlega lokið, í bili.
Hvað er eiginlega málið með að rukka gjöldin fyrir HÍ í lok mars?? Þetta nær náttúrulega engri átt, því eflaust eiga fæstir pening á þessum tíma til að borga jafnmikinn pening og um ræðir, eða um 33000 kall. Ég verð að segja að mér finnst þetta allt mjög skrýtið að breyta allt í einu þessu kerfi, það hefur hingað til verið þannig að maður borgar í júlí held ég. Enda eru flestir þá nýbúnir að fá fyrstu útborgunina sína og því líklegri til að eiga fyrir þessu. Það er vonandi að þessu verður breytt.
mánudagur, mars 15, 2004
Sheize hvað það var gott veður í dag, ekki venjulegt sko. Svo þegar það er svona gott veður á maður vitaskuld að nýta það sem við og gerðum. Skelltum okkur í golf, fyrsta golf ársins, á æfingavöllinn í Korpúlfsstöðum og það gott fólk var hreint út sagt magnað. Völlurinn var ekki upp á marga fiska svosem, mjög hæðóttur sumstaðar og green-in hafa verið betri, en það er ennþá vetur samkvæmt dagatalinu þannig að þetta á bara eftir að skána. Merkilegast var þó að við vorum að spila gott golf. Ég tók tvo bestu hringina mína sem ég hef spilað þarna, annar á 45 og var það fyrri hringurinn og sá seinni á 48. Besta sem ég hafði tekið áður var 52 eða 54. Svo var Kiddi tvo yfir pari vallarins á seinni hringnum. Það er náttúrulega frábært að byrja svona vel.
Lengi lifi svona dagar og megi þeir vera fleiri.
Annars er maður á leið úr bænum. Er að fara í sumarbústað á flúðum þar sem stefnan er tekin á að lesa aðeins í tveimur fögum sem ég hef algjörlega hundsað að lesa í. Svo er pottur þannig að það verður eitthvað kíkt í hann, það getið þið bókað.
Kveð að sinni.
Lengi lifi svona dagar og megi þeir vera fleiri.
Annars er maður á leið úr bænum. Er að fara í sumarbústað á flúðum þar sem stefnan er tekin á að lesa aðeins í tveimur fögum sem ég hef algjörlega hundsað að lesa í. Svo er pottur þannig að það verður eitthvað kíkt í hann, það getið þið bókað.
Kveð að sinni.
sunnudagur, mars 14, 2004
Æ mig auman, enn einn tapleikurinn og núna á móti Shitty sem voru bara hreint út sagt ágætir í dag, í það minnsta sem ég sá af leiknum. Manchester er bara ekki spila eins og það gerir, enda nokkrir menn meiddir og aðrir í banni. Það sem kom kanski hvað mest á óvart í dag var að Ronaldo og Silvestre voru með. Búist var við að Silvestre yrði frá í 2-3 vikur en nei kallinn er úr stáli og spilaði leikinn. Hann gaf reyndar eitt mark sem var nú ekki nógu gott. Ronaldo átti víst magnaðn fyrri hálfleik þar sem tréverk Shitty fékk að kenna á því en inn vildi boltinn ekki. Titillinn er kominn á Highbury held ég að ég geti sagt með vissu og þar á hann heima. Arsenal er að spila langbesta boltann í dag á Englandi og það væri eiginlega skandall ef þeir yrðu ekki Enskir Meistarar.
Ég stóð í þeirri trú að Man Utd væri ekki með nógu sterkan mannskap fyrir stuttu eða þangað til ég fór á einhverja síðu þar sem maður gat búið til sterkasta lið Man Utd og það var ansi sterkt að mínu mati. Það sem vantaði hvað helst í það var vinstri bakvörður og tel ég að það hljóti að vera eitthvað sem Ferguson pæli í í sumar. Fortune aka Turtle head er búinn að vera spila ágætlega en er ekki nógu góður og ef John O´Shea ætlar ekki að taka sig saman í andlitinu þá er þetta lykilmál fyrir næsta ár. Einnig tel ég að gott yrði að fá einn reyndan mann í vörnina, Southgate eða einhvern slíkann því ef Silvestre eða Ferdinand meiðast þá er gott að geta kallað á einhverja kempu í þetta.
Svo er spurning hvort það þurfi ekki að bæta við einum sóknarmanni og losa sig við Forlan. Eiður gæti komið sterkur inn þarna þar sem Chelsea á ábyggilega eftir að kaupa svona 3 framherja í sumar og þá fær hann ekkert að spila. Hann er mjög skapandi leikmaður og gæti hentað mjög vel tel ég í þetta lið Manchester.
Annars tel ég að þetta lið sé í góðum farveg. Það sem mér fyndist að Ferguson ætti að gera núna er að leyfa mönnum eins og Djemba Djemba, Kléberson, Bellion og jafnvel einhverjum fleirum að spila svolítið og fá reynslu, því kapphlaupið um titilinn er búið og mér finnst það ekki skipta máli hvort við verðum í öðru eða þriðja sæti.
Svo á næsta ári þá verður liðið hungrað í titla eftir skortinn á þessu ári og ég tel að nýtt lið Manchester muni rísa úr öskustónni.
Ég stóð í þeirri trú að Man Utd væri ekki með nógu sterkan mannskap fyrir stuttu eða þangað til ég fór á einhverja síðu þar sem maður gat búið til sterkasta lið Man Utd og það var ansi sterkt að mínu mati. Það sem vantaði hvað helst í það var vinstri bakvörður og tel ég að það hljóti að vera eitthvað sem Ferguson pæli í í sumar. Fortune aka Turtle head er búinn að vera spila ágætlega en er ekki nógu góður og ef John O´Shea ætlar ekki að taka sig saman í andlitinu þá er þetta lykilmál fyrir næsta ár. Einnig tel ég að gott yrði að fá einn reyndan mann í vörnina, Southgate eða einhvern slíkann því ef Silvestre eða Ferdinand meiðast þá er gott að geta kallað á einhverja kempu í þetta.
Svo er spurning hvort það þurfi ekki að bæta við einum sóknarmanni og losa sig við Forlan. Eiður gæti komið sterkur inn þarna þar sem Chelsea á ábyggilega eftir að kaupa svona 3 framherja í sumar og þá fær hann ekkert að spila. Hann er mjög skapandi leikmaður og gæti hentað mjög vel tel ég í þetta lið Manchester.
Annars tel ég að þetta lið sé í góðum farveg. Það sem mér fyndist að Ferguson ætti að gera núna er að leyfa mönnum eins og Djemba Djemba, Kléberson, Bellion og jafnvel einhverjum fleirum að spila svolítið og fá reynslu, því kapphlaupið um titilinn er búið og mér finnst það ekki skipta máli hvort við verðum í öðru eða þriðja sæti.
Svo á næsta ári þá verður liðið hungrað í titla eftir skortinn á þessu ári og ég tel að nýtt lið Manchester muni rísa úr öskustónni.
Ég verð að segja að það að leita að vinnu er álíka skemmtilegt og að taka til í herberginu sínu. Það er ágætt ef maður getur fleygt inn CV eða einhverju slíku en ef maður er að sækja um á netinu og þarf að skrifa aftur og aftur sömu upplýsingarnar þá verður maður svolítið pirraður á þessu öllu saman. Sem betur fer er ég fljótur að vélrita, myndi ekki nenna þessu ef svo væri ekki.
Ég vann í dag í HP Bankastræti og var þetta fyrsta helgin sem ég vinn í eina 3 mánuði eða svo. Stelpan sem ég vann með hef ég áður unnið með svo að ég var sáttur við það, nema hvað að í vikunni þá hafði hún hætt með kærastanum sínum til 7 ára og var svolítið down eða í hennar eigin orðum "mig langar helst að skríða ofan í gröf". Það var frekar rólegt í allan dag en tvö atriði stóðu upp úr. Annarsvegar kom einhver gaur sem hegðaði sér mjög furðulega, íslenskur sko. Stelpan sem ég vann með sýndi honum stafrænar vélar og hún stóð föst á því að hann væri með kók fyrir ofan vörina. Enda leit hann út fyrir að vera útúrkókaður.
Svo var ein kona sem kom, svona í kringum 50 eflaust og orðin soldið þybbinn og var bara með cameltoe dauðans, ekki fögur sjón það.
Annars var nú bara chill hérna í kvöld. Árni Bjé frændi minn kíkti í heimsókn, við fengum okkur pözzu og horfðum á tvær afbragsgóðar myndir. Önnur var matchstick men með Cage og mæli ég eindregið með henni, mjög flott plott í henni. Svo horfði ég á "Hairy" Potter and the Chamber of Secrets og var bara mjög ánægður með hana líka. Það sem mætti helst telja henni til foráttu er að hún er svolítið löng enda búin til úr bók sem er hvað, 300 bls eða svo. Hvað ætli myndirnar verði langar þegar bækurnar eru komnar yfir 600 bls?
Opera rúlar.
Ég vann í dag í HP Bankastræti og var þetta fyrsta helgin sem ég vinn í eina 3 mánuði eða svo. Stelpan sem ég vann með hef ég áður unnið með svo að ég var sáttur við það, nema hvað að í vikunni þá hafði hún hætt með kærastanum sínum til 7 ára og var svolítið down eða í hennar eigin orðum "mig langar helst að skríða ofan í gröf". Það var frekar rólegt í allan dag en tvö atriði stóðu upp úr. Annarsvegar kom einhver gaur sem hegðaði sér mjög furðulega, íslenskur sko. Stelpan sem ég vann með sýndi honum stafrænar vélar og hún stóð föst á því að hann væri með kók fyrir ofan vörina. Enda leit hann út fyrir að vera útúrkókaður.
Svo var ein kona sem kom, svona í kringum 50 eflaust og orðin soldið þybbinn og var bara með cameltoe dauðans, ekki fögur sjón það.
Annars var nú bara chill hérna í kvöld. Árni Bjé frændi minn kíkti í heimsókn, við fengum okkur pözzu og horfðum á tvær afbragsgóðar myndir. Önnur var matchstick men með Cage og mæli ég eindregið með henni, mjög flott plott í henni. Svo horfði ég á "Hairy" Potter and the Chamber of Secrets og var bara mjög ánægður með hana líka. Það sem mætti helst telja henni til foráttu er að hún er svolítið löng enda búin til úr bók sem er hvað, 300 bls eða svo. Hvað ætli myndirnar verði langar þegar bækurnar eru komnar yfir 600 bls?
Opera rúlar.
föstudagur, mars 12, 2004
Kötturinn í sekknum
Eftir skóla í gær kíkti ég í Kringluna því ég var að litast um eftir heyrnartólum. Ég fór meðal annars í Hagkaup og meðan ég var þar inni rakst ég á súpertilboð hjá þeim. Þar var Beckham bókin á einungis 999krónur en hafði áður kostað 3500 krónur. Eftir að hafa nýlega lesið ævisögu Roy Keane vildi ég kíkja í þessa og skellti mér því á hana. Svo um kvöldið þegar ég var að fara að sofa kíki ég í bókina. Það fyrsta sem ég skoða er síðan þar sem stendur hvað bókin heitir á frummálinu. Það hringir einhverjum bjöllum því ekki stóð My Side eins og ævisaga Beckhams heitir. Uppgötvaði ég þá þegar að ég hafði keypt köttinn í sekknum. Þetta var bókin sem útgefandi ævisögunnar hafði sett auglýsingu í dagblöðin um jólin til að vara við að þetta væri ekki sama bókin og að David Beckham hefði ekkert komið nálægt þessu.
Allaveganna þá er þessi bók svoldið svona laus í reipunum, það er mikið verið að fá komment frá t.d. fólki sem þekkti Beckham í æsku eða eitthvað álíka og ýmis atvik tiltekin. T.d. á fyrstu 40 síðunum eða svo er tvisvar sama quote-ið sem Beckham lét hafa eftir sér þar sem hann er að tala um ánægjuna að spila fótbolta vs ánægjuna að stunda kynlíf. Frábær rithöfundur þarna á ferð.
Svo eru svona klausur í bókinni þar sem eitthvað í meginmálinu er dregið út og haft svona í bold leturgerð. Þetta verður fljótlesin bók greinilega og virkar kanski meira sem uppflettirit. Núna þarf ég bara að vonast til þess að ég finni Ævisögu Beckham á Bókasafni Hafnarfjarðar.
Eftir skóla í gær kíkti ég í Kringluna því ég var að litast um eftir heyrnartólum. Ég fór meðal annars í Hagkaup og meðan ég var þar inni rakst ég á súpertilboð hjá þeim. Þar var Beckham bókin á einungis 999krónur en hafði áður kostað 3500 krónur. Eftir að hafa nýlega lesið ævisögu Roy Keane vildi ég kíkja í þessa og skellti mér því á hana. Svo um kvöldið þegar ég var að fara að sofa kíki ég í bókina. Það fyrsta sem ég skoða er síðan þar sem stendur hvað bókin heitir á frummálinu. Það hringir einhverjum bjöllum því ekki stóð My Side eins og ævisaga Beckhams heitir. Uppgötvaði ég þá þegar að ég hafði keypt köttinn í sekknum. Þetta var bókin sem útgefandi ævisögunnar hafði sett auglýsingu í dagblöðin um jólin til að vara við að þetta væri ekki sama bókin og að David Beckham hefði ekkert komið nálægt þessu.
Allaveganna þá er þessi bók svoldið svona laus í reipunum, það er mikið verið að fá komment frá t.d. fólki sem þekkti Beckham í æsku eða eitthvað álíka og ýmis atvik tiltekin. T.d. á fyrstu 40 síðunum eða svo er tvisvar sama quote-ið sem Beckham lét hafa eftir sér þar sem hann er að tala um ánægjuna að spila fótbolta vs ánægjuna að stunda kynlíf. Frábær rithöfundur þarna á ferð.
Svo eru svona klausur í bókinni þar sem eitthvað í meginmálinu er dregið út og haft svona í bold leturgerð. Þetta verður fljótlesin bók greinilega og virkar kanski meira sem uppflettirit. Núna þarf ég bara að vonast til þess að ég finni Ævisögu Beckham á Bókasafni Hafnarfjarðar.
fimmtudagur, mars 11, 2004
Búin að vera pínu blogghvíld bara, það er nú bara vegna þess að á þriðjudaginn langaði mig engann veginn að fara í tölvuna og lesa um Man Utd leikinn og því ákvað ég að sleppa því. Miðvikudaga fer ég heldur vanalega ekkert í tölvuna því ég er í fótbolta svo seint á kvöldinn.
Það eru bara stórtíðindi úr boltanum. Ítalska Knattspyrnulandsliðið kemur hérna í ágúst sem maður verður nú bara að fara að sjá, Sven Göran er verndari einhverjar íslenskrar knattspyrnuakademíu og Enski boltinn verður á Skjá Einum næstu leiktíð, sem er mikill fengur fyrir þá. Þá er bara spurning hver muni fara yfir á Skjá Einn að lýsa þessu. Ætli Arnar Björnsson geri það sama og hann gerði þegar Stöð Tvö fékk enska boltann? Eða ætli einhverjir nýjir spekingar muni sjá um þetta? Svo er alltaf spurning hversu vel Skjár Einn getur sinnt þessu því Sýn hefur staðið sig hreint frábærlega í þessum málum. Sýna alveg ógrynni af leikjum. Spurning hvort Skjárinn stofni nýja stöð, sem mun væntanlega kosta eitthvað, ekki ætla þeir að sýna þetta ókeypis.
Fótboltinn var í gær eins og vanalega. Mitt lið byrjaði feykivel og vorum við komnir einum ellefu mörkum yfir þegar mest var á fyrstu 25 mínútum leiksins. Hitt liðið var byrjað að minnka muninn þegar Dabbi varð fyrir því óláni að renna á boltanum einhvern veginn og sneri upp á löppina, man ekki hvora, sem olli því að hann sleit liðband. Þetta mun ekki vera mikilvægt liðband að sögn Dabba, en hann verður að spila með stuðning við löppina í heilt ár, segir kappinn. Þessi leikur verður því felldur úr heildarkeppninni en staðan þar er ennþá 5-2 fyrir mitt lið.
Í dag fengum við, eða ég fékk hugmyndina og sannfærði strákana að taka þátt, að tippa á enska um helgina. Einhver súperpottur, 130 millur í boði. Ekki slæmt að skipta því á milli sín.
Það eru bara stórtíðindi úr boltanum. Ítalska Knattspyrnulandsliðið kemur hérna í ágúst sem maður verður nú bara að fara að sjá, Sven Göran er verndari einhverjar íslenskrar knattspyrnuakademíu og Enski boltinn verður á Skjá Einum næstu leiktíð, sem er mikill fengur fyrir þá. Þá er bara spurning hver muni fara yfir á Skjá Einn að lýsa þessu. Ætli Arnar Björnsson geri það sama og hann gerði þegar Stöð Tvö fékk enska boltann? Eða ætli einhverjir nýjir spekingar muni sjá um þetta? Svo er alltaf spurning hversu vel Skjár Einn getur sinnt þessu því Sýn hefur staðið sig hreint frábærlega í þessum málum. Sýna alveg ógrynni af leikjum. Spurning hvort Skjárinn stofni nýja stöð, sem mun væntanlega kosta eitthvað, ekki ætla þeir að sýna þetta ókeypis.
Fótboltinn var í gær eins og vanalega. Mitt lið byrjaði feykivel og vorum við komnir einum ellefu mörkum yfir þegar mest var á fyrstu 25 mínútum leiksins. Hitt liðið var byrjað að minnka muninn þegar Dabbi varð fyrir því óláni að renna á boltanum einhvern veginn og sneri upp á löppina, man ekki hvora, sem olli því að hann sleit liðband. Þetta mun ekki vera mikilvægt liðband að sögn Dabba, en hann verður að spila með stuðning við löppina í heilt ár, segir kappinn. Þessi leikur verður því felldur úr heildarkeppninni en staðan þar er ennþá 5-2 fyrir mitt lið.
Í dag fengum við, eða ég fékk hugmyndina og sannfærði strákana að taka þátt, að tippa á enska um helgina. Einhver súperpottur, 130 millur í boði. Ekki slæmt að skipta því á milli sín.
mánudagur, mars 08, 2004
Ég hef verið að pæla aðeins í þessu þar sem ég fer stundum í Háskólaleikfimisalinn og svona að í rauninni ætti að setja lög sem bannaði íþróttahúsum og öðrum stöðum með almenningssturtum að hafa hvíta sápu. Það ætti að vera svona staðall að það mætti bara nota græna eins og er oft á sundstöðum, þeir hafa þetta rétt, eða rauða sápu á svona stöðum.
Fólk hættir bara í stríðum straumum í Survivor Allstars. Núna hætti Sue því í seinustu keppni á Richard Hatch að hafa nuddað sér upp við hana, nakinn vitaskuld, og hún bara meikaði það ekki og klofnaði. Svo þegar þau fóru í keppni upp á verðlaun, þá snappaði hún á Jeff, stjórnandann og sagðist vera hætt. Þetta er þá annar keppandinn sem hættir í þessari keppni án þess að vera rekinn í burtu.
Svo er ég að því kominn að klofna, internet browserinn minn er í einhverju mega fucki og ég þoli ekki að ég finn ekki út hvað það er. Ég vil bara að þetta gangi smooth.
Fólk hættir bara í stríðum straumum í Survivor Allstars. Núna hætti Sue því í seinustu keppni á Richard Hatch að hafa nuddað sér upp við hana, nakinn vitaskuld, og hún bara meikaði það ekki og klofnaði. Svo þegar þau fóru í keppni upp á verðlaun, þá snappaði hún á Jeff, stjórnandann og sagðist vera hætt. Þetta er þá annar keppandinn sem hættir í þessari keppni án þess að vera rekinn í burtu.
Svo er ég að því kominn að klofna, internet browserinn minn er í einhverju mega fucki og ég þoli ekki að ég finn ekki út hvað það er. Ég vil bara að þetta gangi smooth.
Sá Jalla Jalla áðan. Hafði lengi langað til að sjá hana en aldrei leigt. Myndin stóðst undir væntingum mínum algjörlega. Mjög skemmtileg og kómísk saga um sænskan innflytjanda sem á sænska kærustu en amma hans og pabbi vilja gifta hann stelpu frá heimalandinu sem á líka heima í svíþjóð. Hann neyðist til að feika það að þau ætli að giftast því annars þarf stelpan að fara aftur til síns heima og þetta býður upp á kómískar aðstæður. Ansi góð mynd og ekki skemmir fyrir að stelpan frá heimalandinu er mjög sæt, enda ekki leiðinlegt að horfa upp á fallega kvenmenn, eins og keiru knightley í Pirates of the C.
Svo er besti vinurinn, sem á við risvandamál að stríða, ansi fyndinn karakter.
Stjörnugjöf kanski við hæfi, höfum hana nördalega:
Ég gef henni greiningu III
Þar sem greining I er lélegast og greining IV best.
Svo er besti vinurinn, sem á við risvandamál að stríða, ansi fyndinn karakter.
Stjörnugjöf kanski við hæfi, höfum hana nördalega:
Ég gef henni greiningu III
Þar sem greining I er lélegast og greining IV best.
sunnudagur, mars 07, 2004
Dagurinn í dag þegar veðrið er eins og það er, rigning og rok, er svona dagur þar sem maður á að vera heima hjá sér. Liggjandi uppi í sófa og horfa á eitthvað í sjónvarpinu, kanski dotta aðeins og bara almenn leti.
En þannig var það ekki hjá mér. Eins og í gær var ég mættur um átta leytið upp í Borgarholtsskóla þar sem ég lærði að rennismíða og fræsa. Við bjuggum til fjóra hluti og fengum svona grunninn í þessum fræðum öllum yfir helgina. Manni leið eins og temmilegum verkamanni, með skítugar hendur og í iðnaðargallanum, sem í þessu tilviki var blár sloppur. En þó svo þetta hafi verið gaman, þá er ég feginn að þetta sé ekki eitthvað sem ég muni vinna við til æviloka.
Sá fyrsta þáttinn af nýju Bachelor seríunni þar sem Bob úr Bachelorette er Bachelor-inn. Þetta var víst vitað og því er þetta aðeins öðruvísi en hinir þættirnir þar sem piparsveinninn hefur ekki verið þekktur. Enda sýnir það sig að allar konur í Bandar?kjunum sem vanalega fá áráttu fyrir einhverju sóttu um að komast. Þær eru margar hverjar nú þegar ástfangnar af kallinum og þegar ein var rekin núna þá bara komst hún ekki yfir það að hún hefði ekki verið valin til að halda áfram, því ef hún elskaði Bob, afhverju elskaði hann hana ekki??
Svo sá maður svona hvað muni gerast í framhaldinu og það lítur út fyrir einhverja dramatík, enda elska þær hann allar. Spurning hvort maður fylgist með.
En þannig var það ekki hjá mér. Eins og í gær var ég mættur um átta leytið upp í Borgarholtsskóla þar sem ég lærði að rennismíða og fræsa. Við bjuggum til fjóra hluti og fengum svona grunninn í þessum fræðum öllum yfir helgina. Manni leið eins og temmilegum verkamanni, með skítugar hendur og í iðnaðargallanum, sem í þessu tilviki var blár sloppur. En þó svo þetta hafi verið gaman, þá er ég feginn að þetta sé ekki eitthvað sem ég muni vinna við til æviloka.
Sá fyrsta þáttinn af nýju Bachelor seríunni þar sem Bob úr Bachelorette er Bachelor-inn. Þetta var víst vitað og því er þetta aðeins öðruvísi en hinir þættirnir þar sem piparsveinninn hefur ekki verið þekktur. Enda sýnir það sig að allar konur í Bandar?kjunum sem vanalega fá áráttu fyrir einhverju sóttu um að komast. Þær eru margar hverjar nú þegar ástfangnar af kallinum og þegar ein var rekin núna þá bara komst hún ekki yfir það að hún hefði ekki verið valin til að halda áfram, því ef hún elskaði Bob, afhverju elskaði hann hana ekki??
Svo sá maður svona hvað muni gerast í framhaldinu og það lítur út fyrir einhverja dramatík, enda elska þær hann allar. Spurning hvort maður fylgist með.
laugardagur, mars 06, 2004
Magnaður föstudagur
Þetta er búið að vera helvíti finn föstudagur. Byrjaði allt í hádeginu þegar ég fór á kynningu á mastersnámi sem var einkar áhugaverð og ekki sakaði að pizzur voru í boði. T.d. fengu ég, Fjalli og Hrafn heila pizzu fyrir okkur. Svo var bjór fyrir þá sem fíla bjór og faxi kondi fyrir þá sem fíla ekki bjór eða vildu ekki bjór þá stundina. Maður pælir kanski meira í því hvort maður eigi jafnvel að taka masterinn heima, þó svo í huganum stefnir maður út.
Svo fór ég í vísó sem var reyndar soldið langdreginn. Fyrst var hálftíma kynning á fyrirtækinu, svo var okkur skipt í þrjá hópa og átti hver hópur að fara og fræðast meira um einhver verkefni sem VST verkfræðistofa var að vinna við. Hver hópur átti að vera svona 20 mínútur á hverjum stað. Það stóðst ekki því eftir klukkutíma vorum við búin á tveimur stöðum. Fyrsti staðurinn var mjög áhugaverður. Fjallaði um snjóflóðavarnir sem stofan hefur komið nálægt að hanna og svona og það var mjög áhugavert. Svo var næsti staður um loka. Gaurinn fór á súperspeed yfir efnið, sýndi okkur teikningu eftir teikningu og var samt næstum hálftíma að þessu. Það var ekki nógu áhugavert. Seinasti staðurinn fjallaði um Kárahnjúka og virkjunina þar. Það var svolítið áhugavert og hvað áhugaverðast var að sjá námsefni morgunsins í Varma og Varmaflutningsfræði vera notað í praxís.
Svo eftir alla fyrirlestrana voru veitingar og voru þær frá TGI Fridays og bara mjög góðar. Djúpsteiktur mozzarella er alltaf góður og svo var þarna allskonar gúmmelaði.
Úr vísindaferðinni fór ég á söngskemmtun í Háskólabíó útaf 30 ára afmæli Söngskóla Reykjavíkur. Þar var synfonían undirspilari, heljarinnar kór og svo nokkrar kempur í söngnum, sem hafa eitthvað komið nálægt honum. Þarna var m.a. Kristinn Sigmunds og Eyvor Pálsdóttir. Ég sat á besta stað í húsinu, alveg fyrir miðju, efst í fremsta hluta sætanna, þ.e. þau sem eru við sviðið og fyrir neðan innganginn. Þarna fékk maður klassísku tónlistina sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina beint í æð og var magnað að heyra verk eins og O Fortuna sem MR-ingar kannast við úr Tolleringunni, með þessum stóra kór og synfó. Nessun Dorma var líka algjör snilld og fleiri verk. Þetta voru svona helstu hetjuaríur óperunnar sem voru þarna flutt.
Eftir þetta fór ég ásamt föruneyti mínu, sem samanstóð af Guðrúnu föðursystur, ömmu, Þorgils bróður og nágrannakonu Guðrúnar, Ellen á Tapas bara þar sem við fengum okkur aðeins í gogginn. Þar var margt mjög gott og allt svona í minni kantinum, enda þannig séð ekki dýrt. Ég fékk mér nautakjöt á teini, og það var ljúffengt. Það er sniðugt ef maður er ekki of svangur að kíkja þangað, ansi huggulegt og spennandi matur á boðstólnum.
Svo er það rennismíðanámskeið yfir helgina. Mæting klukkan 8 upp í borgó, stefnir í fjör!
Þetta er búið að vera helvíti finn föstudagur. Byrjaði allt í hádeginu þegar ég fór á kynningu á mastersnámi sem var einkar áhugaverð og ekki sakaði að pizzur voru í boði. T.d. fengu ég, Fjalli og Hrafn heila pizzu fyrir okkur. Svo var bjór fyrir þá sem fíla bjór og faxi kondi fyrir þá sem fíla ekki bjór eða vildu ekki bjór þá stundina. Maður pælir kanski meira í því hvort maður eigi jafnvel að taka masterinn heima, þó svo í huganum stefnir maður út.
Svo fór ég í vísó sem var reyndar soldið langdreginn. Fyrst var hálftíma kynning á fyrirtækinu, svo var okkur skipt í þrjá hópa og átti hver hópur að fara og fræðast meira um einhver verkefni sem VST verkfræðistofa var að vinna við. Hver hópur átti að vera svona 20 mínútur á hverjum stað. Það stóðst ekki því eftir klukkutíma vorum við búin á tveimur stöðum. Fyrsti staðurinn var mjög áhugaverður. Fjallaði um snjóflóðavarnir sem stofan hefur komið nálægt að hanna og svona og það var mjög áhugavert. Svo var næsti staður um loka. Gaurinn fór á súperspeed yfir efnið, sýndi okkur teikningu eftir teikningu og var samt næstum hálftíma að þessu. Það var ekki nógu áhugavert. Seinasti staðurinn fjallaði um Kárahnjúka og virkjunina þar. Það var svolítið áhugavert og hvað áhugaverðast var að sjá námsefni morgunsins í Varma og Varmaflutningsfræði vera notað í praxís.
Svo eftir alla fyrirlestrana voru veitingar og voru þær frá TGI Fridays og bara mjög góðar. Djúpsteiktur mozzarella er alltaf góður og svo var þarna allskonar gúmmelaði.
Úr vísindaferðinni fór ég á söngskemmtun í Háskólabíó útaf 30 ára afmæli Söngskóla Reykjavíkur. Þar var synfonían undirspilari, heljarinnar kór og svo nokkrar kempur í söngnum, sem hafa eitthvað komið nálægt honum. Þarna var m.a. Kristinn Sigmunds og Eyvor Pálsdóttir. Ég sat á besta stað í húsinu, alveg fyrir miðju, efst í fremsta hluta sætanna, þ.e. þau sem eru við sviðið og fyrir neðan innganginn. Þarna fékk maður klassísku tónlistina sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina beint í æð og var magnað að heyra verk eins og O Fortuna sem MR-ingar kannast við úr Tolleringunni, með þessum stóra kór og synfó. Nessun Dorma var líka algjör snilld og fleiri verk. Þetta voru svona helstu hetjuaríur óperunnar sem voru þarna flutt.
Eftir þetta fór ég ásamt föruneyti mínu, sem samanstóð af Guðrúnu föðursystur, ömmu, Þorgils bróður og nágrannakonu Guðrúnar, Ellen á Tapas bara þar sem við fengum okkur aðeins í gogginn. Þar var margt mjög gott og allt svona í minni kantinum, enda þannig séð ekki dýrt. Ég fékk mér nautakjöt á teini, og það var ljúffengt. Það er sniðugt ef maður er ekki of svangur að kíkja þangað, ansi huggulegt og spennandi matur á boðstólnum.
Svo er það rennismíðanámskeið yfir helgina. Mæting klukkan 8 upp í borgó, stefnir í fjör!
föstudagur, mars 05, 2004
Herra Grant Johnson sendi mér eftirfarandi bréf. Þetta er ekki fjöldapóstur því hann var sérstaklega stílaður á hí póstinn minn en vissulega er þetta ruslpóstur.
Fri, 05 Mar 2004 05:45:53 -0500
Academic Qualifications available from prestigious NON–ACCREDITTED universities.
Do you have the knowledge and the experience but lack the qualifications?
Are you getting turned down time and time again for the job of your dreams because
you just don't have the right letters after your name?
Get the prestige that you deserve today.
Move ahead in your career today.
Bachelors, Masters and PhD's available in your field.
No examinations. No classes. No textbooks.
Call to register and receive your qualifications within days.
24 hours a day 7 days a week.
1-603-457-0202 - USA
No more ads: http://flash.DigXDigX.com?unsub=10010000868305510
sequel
scuffle vivacious hydrant protease slither barclay octopus holocene meniscus folksy
audiotape sober clogging hallmark bill chromatin armco constantine macdougall deft
parboil
airfield down mountaineer brookhaven nuzzle paranoiac bergstrom bentley commercial
earwig brow cyanamid bagel profit electrocardiograph am averse calla u's dadaism
Fri, 05 Mar 2004 05:45:53 -0500
Academic Qualifications available from prestigious NON–ACCREDITTED universities.
Do you have the knowledge and the experience but lack the qualifications?
Are you getting turned down time and time again for the job of your dreams because
you just don't have the right letters after your name?
Get the prestige that you deserve today.
Move ahead in your career today.
Bachelors, Masters and PhD's available in your field.
No examinations. No classes. No textbooks.
Call to register and receive your qualifications within days.
24 hours a day 7 days a week.
1-603-457-0202 - USA
No more ads: http://flash.DigXDigX.com?unsub=10010000868305510
sequel
scuffle vivacious hydrant protease slither barclay octopus holocene meniscus folksy
audiotape sober clogging hallmark bill chromatin armco constantine macdougall deft
parboil
airfield down mountaineer brookhaven nuzzle paranoiac bergstrom bentley commercial
earwig brow cyanamid bagel profit electrocardiograph am averse calla u's dadaism
Þessi mynd hér sýnir svo ekki verður um villst að það er vatn á Mars.
Djöfull þoli ég ekki svona pop-up glugga. Núna eru svona þessi stærri fyrirtæki farin að nota þau mikið til að auglýsa og þetta helvíti er óþolandi. Þetta hefur oftar en einu sinni látið tölvuna mína fara í kerfi. Mér finnst að það ætti að skjóta þann sem fann upp pop-up gluggann.
Dagsins í dag verður minnst fyrir hversu ótrúlega litlu ég kom í verk, mætti í skólann upp úr níu eða svo, fór í tölvurnar og var þar nokkurn veginn þangað til ég fór í tíma klukkan 16. Fór reyndar aðeins í banka og svona en eyddi meirihlutanum í tölvuverinu, að sækja um vinnu og hjálpa strákunum að sækja um vinnu. Svo lærði ég reyndar örlítið í kvöld en dagurinn fór samt eiginlega til spillis.
Dagsins í dag verður minnst fyrir hversu ótrúlega litlu ég kom í verk, mætti í skólann upp úr níu eða svo, fór í tölvurnar og var þar nokkurn veginn þangað til ég fór í tíma klukkan 16. Fór reyndar aðeins í banka og svona en eyddi meirihlutanum í tölvuverinu, að sækja um vinnu og hjálpa strákunum að sækja um vinnu. Svo lærði ég reyndar örlítið í kvöld en dagurinn fór samt eiginlega til spillis.
miðvikudagur, mars 03, 2004
Maður er bara kominn heim í andlegan undirbúning fyrir fótboltann í kvöld. Káki er úti á Ítalíu þannig að við verðum með lánsmann, sem er Addi úr verkfræðinni. Spurning er hvernig þessi skipti munu hafa áhrif á flæðið og leik liðsins?
Ég gjörsamlega meikaði ekki að vera lengur í skólanum í dag. Var duglegur í morgun, vaknaði hálf átta sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð og mætti í seinni tímann í Varma og Varmaflutningsfræði sem er ennþá lengra síðan það gerðist. Í skólanum var soldið rætt um að fá að flytja tvö próf sem mér líst mjög vel á. Mér líst betur á að flytja annað prófið af þessum tveimur því það þýðir að ég mundi verða búinn í skólanum 10.maí í staðinn fyrir 15.maí. Og ég hreinlega tel að ég þurfi ekki 5 daga til að læra fyrir seinasta prófið. En það þurfa allir að samþykkja þessa breytingu og því er spurning hvernig þetta fer.
Ég gjörsamlega meikaði ekki að vera lengur í skólanum í dag. Var duglegur í morgun, vaknaði hálf átta sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð og mætti í seinni tímann í Varma og Varmaflutningsfræði sem er ennþá lengra síðan það gerðist. Í skólanum var soldið rætt um að fá að flytja tvö próf sem mér líst mjög vel á. Mér líst betur á að flytja annað prófið af þessum tveimur því það þýðir að ég mundi verða búinn í skólanum 10.maí í staðinn fyrir 15.maí. Og ég hreinlega tel að ég þurfi ekki 5 daga til að læra fyrir seinasta prófið. En það þurfa allir að samþykkja þessa breytingu og því er spurning hvernig þetta fer.
mánudagur, mars 01, 2004
"It´s a clean sweep" sagði Spielberg þegar LOTR tók elleftu verðlaun kvöldsins af ellefu mögulegum. Maður vakti allan tímann og sá þetta og þetta voru eflaust fyrirsjáanlegustu óskarsverðlaun sem maður hefur séð. En maður er samt ánægður fyrir hönd LOTR fólksins enda vel að verðlaununum komið.
Nú þar sem maður vakti svona lengi þá var maður ekkert að mæta klukkan 8 í skólann, mætti meira svona kringum hálf tvö, náði að gera eitt skiladæmi í greiningu II og leit á eitthvað fleira og fór svo í gymið og heim. Þannig að þetta var svona í rólegri kantinum í dag.
En djöfull var veðrið annars gott í dag, svona grátt yfir, þægilegur hiti og úði. Besta veðrið
Nú þar sem maður vakti svona lengi þá var maður ekkert að mæta klukkan 8 í skólann, mætti meira svona kringum hálf tvö, náði að gera eitt skiladæmi í greiningu II og leit á eitthvað fleira og fór svo í gymið og heim. Þannig að þetta var svona í rólegri kantinum í dag.
En djöfull var veðrið annars gott í dag, svona grátt yfir, þægilegur hiti og úði. Besta veðrið
Nú þegar þetta er skrifað er LOTR búin að taka 7 verðlaun af 7 gott ef ekki. Spurning hvort hún taki öll svona minni verðlaun og missi af bestu mynd og leikstjórn? Peter Jackson á svo sannarlega skilið að vinna sem besti leikstjóri.
Billy Crystal kom með góðan punkt áðan, eftir að LOTR var búin að vinna fimmtu eða sjöttu verðlaunin að nú væri búið að þakka öllum á Nýja Sjálandi og þar sem við erum hérna í beinni og LOTR var að taka 7undu verðlaunin þá kom Crystalinn með brandarann: "Fólk er byrjað að flytja til Nýja Sjálands til að fá þakkir". Crystallinn klikkar sko ekki.
Billy Crystal kom með góðan punkt áðan, eftir að LOTR var búin að vinna fimmtu eða sjöttu verðlaunin að nú væri búið að þakka öllum á Nýja Sjálandi og þar sem við erum hérna í beinni og LOTR var að taka 7undu verðlaunin þá kom Crystalinn með brandarann: "Fólk er byrjað að flytja til Nýja Sjálands til að fá þakkir". Crystallinn klikkar sko ekki.