A site about nothing...

mánudagur, júní 16, 2008

Upphitunin heldur áfram fyrir Hróarskeldu. Í rannsókn minni á böndunum sem spila í ár hef ég rekist á nokkrar perlur sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Ein af þeim er bandið The Dø. Þetta er tvíeyki sem kemur frá Finnlandi, gellan, og gaurinn er frá Frakklandi. Nafnið er komið úr upphafsstöfum þeirra, D fyrir Dan Levy (ekki mjög franskt nafn ef maður hugsar út í það) og gellan heitir Olivia B. Merilahti. The Dø spila tónlist sem hefur svo mörg element að maður uppgötvar eitthvað nýtt við hverja hlustun. Lögin sjálf eru síðan mjög melódísk og minna mig á heilmikið af góðu stöffi, t.d. Architecture in Helsinki (Playground Hustle) og Cardigans (On My Shoulders) ásamt öðrum listamönnum. Það verður forvitnilegt að sjá hvort tvíeykið nái að framkalla hljóm laganna í live performance en ég ætla ekki að missa af því, nema Radiohead sé að spila.


Myspace