Sheize hvað það var gott veður í dag, ekki venjulegt sko. Svo þegar það er svona gott veður á maður vitaskuld að nýta það sem við og gerðum. Skelltum okkur í golf, fyrsta golf ársins, á æfingavöllinn í Korpúlfsstöðum og það gott fólk var hreint út sagt magnað. Völlurinn var ekki upp á marga fiska svosem, mjög hæðóttur sumstaðar og green-in hafa verið betri, en það er ennþá vetur samkvæmt dagatalinu þannig að þetta á bara eftir að skána. Merkilegast var þó að við vorum að spila gott golf. Ég tók tvo bestu hringina mína sem ég hef spilað þarna, annar á 45 og var það fyrri hringurinn og sá seinni á 48. Besta sem ég hafði tekið áður var 52 eða 54. Svo var Kiddi tvo yfir pari vallarins á seinni hringnum. Það er náttúrulega frábært að byrja svona vel.
Lengi lifi svona dagar og megi þeir vera fleiri.
Annars er maður á leið úr bænum. Er að fara í sumarbústað á flúðum þar sem stefnan er tekin á að lesa aðeins í tveimur fögum sem ég hef algjörlega hundsað að lesa í. Svo er pottur þannig að það verður eitthvað kíkt í hann, það getið þið bókað.
Kveð að sinni.
Lengi lifi svona dagar og megi þeir vera fleiri.
Annars er maður á leið úr bænum. Er að fara í sumarbústað á flúðum þar sem stefnan er tekin á að lesa aðeins í tveimur fögum sem ég hef algjörlega hundsað að lesa í. Svo er pottur þannig að það verður eitthvað kíkt í hann, það getið þið bókað.
Kveð að sinni.