A site about nothing...

þriðjudagur, júní 03, 2008

Það er augljóst að sykurlausa kókið er hættulegur fjandi. Eftir mikið sukk í því um helgina þá drakk ég ekkert í gær og líkaminn fékk þessi líka fráhvarfseinkenni. Verst var samt hausverkurinn sem kom og hefur líka verið í dag. Ég hefði svosem getað lagað einkennin með því að fá mér meira af gosi en hef sleppt því og er að vonast til að verða normal á morgun. Ég þekki fleiri sem hafa tekið cold turkey á diet/zero kók og hafa fengið bara einhvern mega hausverk í 2-3 daga á eftir. Það er greinilegt að það er einhver fjandi í þessu.

Núna er minna en mánuður þangað til ég fer á Hróarskeldu í annað skipti á ævinni. Tilhlökkunin er gríðarleg er óhætt að segja en samt þarf ég að gera tonn af hlutum áður en ég fer. Helst ber þar að nefna að ég ætla að reyna að leggjast í rannsóknarvinnu og kíkja fyrirfram á þessi bönd sem verða að spila og þá frekar að geta valið og hafnað út frá því sem ég hef heyrt. Því væri gaman að heyra frá einhverjum sem hafa hlustað á böndin, hverju maður eigi að tjekka á og hverju maður eigi að sleppa.