A site about nothing...

föstudagur, mars 12, 2004

Kötturinn í sekknum
Eftir skóla í gær kíkti ég í Kringluna því ég var að litast um eftir heyrnartólum. Ég fór meðal annars í Hagkaup og meðan ég var þar inni rakst ég á súpertilboð hjá þeim. Þar var Beckham bókin á einungis 999krónur en hafði áður kostað 3500 krónur. Eftir að hafa nýlega lesið ævisögu Roy Keane vildi ég kíkja í þessa og skellti mér því á hana. Svo um kvöldið þegar ég var að fara að sofa kíki ég í bókina. Það fyrsta sem ég skoða er síðan þar sem stendur hvað bókin heitir á frummálinu. Það hringir einhverjum bjöllum því ekki stóð My Side eins og ævisaga Beckhams heitir. Uppgötvaði ég þá þegar að ég hafði keypt köttinn í sekknum. Þetta var bókin sem útgefandi ævisögunnar hafði sett auglýsingu í dagblöðin um jólin til að vara við að þetta væri ekki sama bókin og að David Beckham hefði ekkert komið nálægt þessu.
Allaveganna þá er þessi bók svoldið svona laus í reipunum, það er mikið verið að fá komment frá t.d. fólki sem þekkti Beckham í æsku eða eitthvað álíka og ýmis atvik tiltekin. T.d. á fyrstu 40 síðunum eða svo er tvisvar sama quote-ið sem Beckham lét hafa eftir sér þar sem hann er að tala um ánægjuna að spila fótbolta vs ánægjuna að stunda kynlíf. Frábær rithöfundur þarna á ferð.
Svo eru svona klausur í bókinni þar sem eitthvað í meginmálinu er dregið út og haft svona í bold leturgerð. Þetta verður fljótlesin bók greinilega og virkar kanski meira sem uppflettirit. Núna þarf ég bara að vonast til þess að ég finni Ævisögu Beckham á Bókasafni Hafnarfjarðar.