A site about nothing...

mánudagur, mars 22, 2004

Eins og ég greindi frá í gær þá ætlaði ég á School of Rock sem ég og gerði. Þarna er á ferðinni ágætis mynd, virkilega góð tónlist og söguþráðurinn er ekkert of flókinn. Í það minnsta skemmti ég mér ágætlega og fannst mér myndin sneiða fram hjá nokkrum þekktum klisjum þó svo stígið hafi verið ofan í aðrar. Ég gef henni pí af 5 mögulegum, svona til að viðhalda nördaskapnum í þessu.
Drattaðist með bílinn í smurningu í dag, var aðeins kominn yfir tímann sem ég átti að koma aftur en það var no biggie. Þetta kostaði aðeins 6200kr sem er nú lítið fyrir fátækan námsmann sem þarf líka að borga skólagjöldin í vikunni ef ég fer ekki með fleipur. Svo er maður að pæla í því að skella sér í golfklúbb og þar er 20-25000 kall, en maður getur eflaust skellt því á vísa rað.
Ætli maður geti skellt skólagjöldunum á vísa rað eða vísa létt?