A site about nothing...

þriðjudagur, október 28, 2003

Amazing race, þvílíkur þáttur. Í þættinum í kvöld fóru þau til Indlands og það var rosalegt að sjá fátæktina sem er þarna. Fólk bjó í pappakössum og allar götur fullar af rusli og viðbjóði. Svo þurftu liðin að taka lest og það er ákveðin lífsreynsla. Það er brjálaður troðningur að komast inn í lestina og fólk hrindir hvort öðru til að komast inn. Konurnar í þáttunum liðu soldið fyrir það að vera konur því það var alltaf verið að klípa í rassinn á þeim og káfa á þeim. T.d. gellan hún Tian, sem mér er farið að finnast fáránlega hot en það er annað mál, sagði að sjaldan hefði verið jafn oft klipið í rassinn á henni og konunum öllum leið mjög illa.
Annars er ég ekki að fíla trúðana, mér finnst þeir reyna of mikið að vera fyndnir. Ég held soldið með Tian og Jarré og vona að þær komist áfram því það er aldrei verra að hafa stúlkur í þáttunum sem eru þýðar fyrir augað :). Það hafa verið stúlkur í hinum tveimur seríunum sem komust langt og voru þýðar fyrir augað og það var bara bónus

Tók greiningardag í gær. Var frá 10 til 22 í gærkvöldi bara að læra stærðfræðigreiningu. Í dag gerði ég efnisfræði og aflfræði og allur þessi dugnaður er svo ég geti eytt næstu tveimur dögum í tvö massíf verkefni. Annað er í tölvunarfræðinni og hitt í örtölvu og mælitækni. Ég verð að klára allt á fimmtudeginum því á föstudeginum er haustferðin og maður stefnir nú á að fara í hana.

mánudagur, október 27, 2003

Þetta er bara of fyndið. Ég veit ekki hvort þetta sé kynding eða ekki en maður getur hlegið að þessu.

Tapað/ fundið

Svartur G-strengur fannst á gólfinu fyrir framan barinn í síðustu vísindaferð (hjá Essó) og ef einhver saknar nærbuxnanna má viðkomandi gefa sig við stjórn vélarinnar (helst Einar Leif)


27.október.2003 @ 16:07 | stjórnin

Það væri gaman að vita hvaða stelpa það sé sem áttar sig ekki á því að hún sé ekki lengur í nærbuxunum.

laugardagur, október 25, 2003

Pælingar
Fór að pæla aðeins í gær.
Ætli sætar stelpur sem eru í sambandi séu meira opnar en þær sem eru á lausu, þ.e. ef maður er að tala við þær?
Hvort ætli það sé meira reynt við sæta stelpu á djamminu eða sætan gaur? Í okkar samfélagi er það soldið svona reglan að strákarnir reyna við stelpurnar og því myndi ég halda að stelpurnar fengu meiri athygli.
Svo held ég líka og fleiri sem ég hef rætt við eru á þessari skoðun að stelpur sofa hjá þegar þær vilja sofa hjá, strákar sofa hjá þegar þeim er leyft að sofa hjá. T.d. held ég að hvaða stelpa sem er gæti náð sér í strák og sofið hjá honum því það er alltaf til nógu desperat gaur sem er til í að sofa hjá henni. En ég held að þessu sé ekki öfugt farið.

Eftir vísó í gær var farið á Gaukinn þar sem horft var á Idol. Ljósmyndari vélarinnar og vinkona hennar fengu mikla athygli svo lítið sé sagt, enda báðar mjög fallegar. Svo komst ég að því að formaður vélarinnar vissi hvað ég héti og það kom mér soldið á óvart. Ætli það sé hlutverk formannsins að vita hvaða andlit passar við nafnið í félagaskránni? Það er eflaust ekki verra að vita það.
Sem minnir mig á soldið sem gerðist fyrir nokkrum árum. Ég keypti mér buxur í sautján og eitthvað komst í tal að ég heiti Óttar því vinnufélagi þessa gaurs sem seldi mér buxurnar heitir Óttar líka. Tveimur eða þremur árum seinna kem ég inn í sautján og er að leita mér að skyrtu eða jakka man það ekki. Þá er gaurinn þarna inni sem seldi mér buxurnar. Hann heilsar mér með nafni og þegar hann veit hvað mig vantar þá segir hann já þú átt svona buxur, þessi skyrta yrði fín við það.
Sölutrick dauðans sko

fimmtudagur, október 23, 2003

Ég veit ekki hvort lesendur muni eftir þessu máli en það var ekki fyrir löngu að gaur var kærður fyrir að halda úti heimasíðum, þar sem urlið var mjög svipað einhverju mjög þekktu, t.d. disneyland og ef fólk stafaði orðið vitlaust eins og á sérstaklega um krakka þá lenti það á einhverri hardcore klámsíðu. Nú í vikunni uppgötvaði ég að þessu er svipað farið með blogspot.com. Einhverjir trúaðir menn hafa séð hvað þetta er sniðugt og ef þú slærð inn t.d. www.midjan.blogPOT.com þá lendiru á einhverri heimasíðu sem trúað fólk heldur úti. Að vissu leyti er þetta sniðugt því það er eflaust soldið af fólki sem villist á síðuna, fer að skoða hana og hver veit gerist rosa trúað.
Skjár einn skeit feitt á sig í kvöld. Var að horfa á Bachelor og hljóðið virkaði fínt en myndin átti það til að stoppa á ramma og vera þannig í góðan tíma, sem var frekar pirrandi.
Léttustu skiladæmi ever í aflfræði voru gerð í kvöld. Ég trúði varla mínum eigin augum. Kraftaverk gerast víst enn.

miðvikudagur, október 22, 2003

Djöfull vona ég að MUSE tónleikarnir, ef þeir verða, verði ekki 11.des. Miklu frekar vil ég hafa þá 15 því þá eru 5 dagar í næsta próf hjá mér og maður getur farið á tónleikana með góðri samvisku. Það er kanski fullmikið kæruleysi að fara á tónleika kvöldið fyrir stærðfræðigreiningarprófið. Ég er líka ekki frá því að ég myndi fara mjög snemma og bíða í röð til að tryggja mér miða á þá. Þessi hljómsveit er kickass hljómsveit á tónleikum og magnað að hugsa til þess að þeir eru aðeins 3 í hljómsveitinni.

þriðjudagur, október 21, 2003

Fórum í golf í dag, káki átti afmæli og búið var að plana að fara í golf. Dagurinn byrjaði á því að Sigurjón sendi sms eins og honum einum er lagið. Það hljóðaði svo: Tad er sko golfvedur i dag. Pakkadu nidur vid höldum austur fyrir fjall. Vinir, vedrid og 18 holur.
Við vorum komnir svona hálfeitt, og enginn á svæðinu til að borga til. Það var skítakuldi en sem betur fór hafði ég klætt mig frekar vel þannig að mér leið ekki illa.
Þeir sem voru saman í bíl vorum saman í holli og var ég með Sjonna og Gunna B. Mér gekk ömurlega á fyrsta hring og tapaði nokkrum kúlum og spilaði bara eins illa og hægt var. Þegar við komum í golfskálann eftir fyrri 9 fengum við okkur að borða og strákarnir sem voru búnir á undan okkur sögðu að gaurinn sem sæi um staðinn væri á svæðinu og við þyrftum líklega að borga þá eða eftir seinni 9. Enginn kom meðan við borðuðum og við héldum því af stað og spiluðum seinni 9. Mér gekk miklu betur þá, en við töpuðum samt nokkrum kúlum. Þurftum t.d. að bíða í pínu tíma því enginn af okkur átti aukakúlu handa Sigurjóni sem var soldið duglegur við að týna þeim í upphafshöggunum. 11 högga bæting varð raunin frá seinni 9 og ég bara sáttur við það. Þegar við komum í golfskálann aftur þá sáum við engann á svæðinu. Við biðum þarna eitthvað en enginn kom. Við heppnir. Nú þar sem við þurftum ekki að borga ákváðum við að fara að fá okkur eitthvað að borða í staðinn, svona afmælismáltíð með káka. Enduðum á því að fara á Style-inn og þar fengum við juicy borgara, franskar og slatta af kóki. Góður endir á góðum degi.
Bróðir minn var að segja mér að það væru góðar líkur á að MUSE kæmu til landsins eftir jól. FUCKING SWEET segi ég, enda er þessi hljómsveit geðveik á tónleikum og ég hafði ætlað mér að sjá þá í Köben núna í október en það fór forgörðum vegna ýmissa ástæðna.

mánudagur, október 20, 2003

Snilldar Alias þáttur í kvöld. Þessir þættir eru bara da bomb í sjónvarpi nútímans. Þessi fjölskylda er eflaust sú sem á eftir að greiða úr hvað mestum flækjum, fólk sem hefur séð þættina veit hvað ég á við. Þetta eru spennuþættir eins og þeir gerast bestir.
Stefnir í golfferð á morgun. Líklega förum við yfir hellisheiðina og spilum á kiðjabergsvelli eða kanski í þorlákshöfn en svo gæti verið að við færum í átt til suðurnesja og spiluðum þar. Kákinn á afmæli og veðrið verður líklega gott þannig að stefnan er tekin á golf á morgun.
Mér fannst Darryl Hannah aldrei neitt voða sæt eða neitt þannig, svona miðað við hvernig karaktera hún leikur oft í kvikmyndum þá virkaði hún á mig óaðlaðandi. En á þessum myndum er hún bara ansi hot.
Darryl

Ég hef komist að því að ég er magnaður drengur, þ.e. rafmagnaður. Þannig er mál með vexti að teppið sem er á bókasafni VRII er þannig úr garði gjört að það hleður mann upp þegar maður labbar á sokkunum á því, svo leggur maður hendurnar á handriðið sem er úr járni og þá fær maður straum. Þetta er einkar leiðigjarnt og óþægilegt. Svo stundum þegar maður kemur við fólk þá gefur maður því straum og því bregður. Maður ætti kanski að vera voða cheasy, labba að einhverr gellu, vona að maður hafi hlaðist upp við það og koma við hana og segja svo:
"það eru greinilega straumar á milli okkar". HAHAHAHAHA
Sá frekar magnaða mynd í gær, Adaptation. Nicholas Cage leikur tvö hlutverk í henni og stendur sig virkilega vel. Sagan og plottið eru mjög original og töff. Mæli með henni.

föstudagur, október 17, 2003

Nördablogg í gær, enda kanski svoldið litað af því að það var tölvunarfræðipróf í dag. Það gekk sæmilega.
Ég hélt að Idol myndi floppa en ég er að skipta um skoðun. Mér finnst Simmi og Jói vera að standa sig mjög vel og þeir stóðu sig mjög vel gagnvart stráknum sem er með hækjur. Hann klúðraði þessu bigtime, söng þvílíkt falskt og bara langversta frammistaðan hans. Gaurinn nottla fattaði það og felldi nokkur tár og þeir svona hugguðu hann og gerðu það vel. Svo er hópurinn greinilega samheldinn því það voru nokkur þarna sem héldu svo áfram að hugga hann. Þetta verður kanski ágætt. Svo er ég búinn að finna þann sem ég held með, hann heitir Helgi Rafn.

fimmtudagur, október 16, 2003

public class blogg
{
public static void main (String[] args)
{
System.out.println ("Tölvunarfræðipróf á morgun.");
}
}

Maður gæti haldið að þetta blogg mitt væri orðið eitthvað golfblogg, virðist ekki tala um neitt annað. Ég skal reyna að tala um eitthvað annað en það.
Ég hef komist að því að það er misgott að synda í svona síðum sundbuxum, svona eins og boxer nærbuxur. Ég á t.d. einar sem eru svona surfer legar eitthvað. Þ.e. efnið er soldið skrýtið viðkomu en er samt sundbuxur, þær draga úr hraðanum hjá mér og stundum þegar ég legg hratt af stað er hætta á að þær geti farið af ef ekki væri fyrir reimina hehe. Svo á ég Speedo sundbuxur og ég syndi hraðar í þeim, efnið er þynnra en í hinum buxunum en þær eru álíka síðar samt sem áður.
Fór í sund í dag og sat í pottinum, þar úti sat gamalt fólk líka og var að spjalla. Einhver gaur var að tala um systur sína, að ég held eða systur konur sinnar, sem er orðin gömul eins og hann og hún passaði nú ekki nógu vel upp á bleyjuna sína, hún var farin að missa mikið þvag og það gæti komið fyrir að hún gleymdi að setja bleyjuna á og settist svo í fínan stól og hann yrði bara blautur. Mjög skemmtilegt umræðuefni á að heyra fyrir framan alþjóð.

þriðjudagur, október 14, 2003

Ég, sjonni og gunni b fórum eftir verklegt uppí iðntæknistofnun í dag í Nevada bob golfbúðina og litum aðeins í kringum okkur. Ég var að athuga hvað p-járn kostaði og notaði tímann til að skoða þetta allt saman. Við vorum eins og börn í Nammilandi Hagkaups. Hefði ég farið í þessa búð svona í júlí hefði mér verið slétt sama um allt þarna en í dag var maður brjálað áhugasamur.
Ég held ég hafi fengið 6 í prófinu sem ég bjóst ekki við að ná góðu í. Sáttur við það algjörlega því ég giskaði soldið þarna á svör.

mánudagur, október 13, 2003

Fór í golf í dag, spilaði hringina tvo á 56 eða 54, báða. Stöðugleiki er greinilega, vonandi kominn í leik minn. Hefði átt að spila seinni hringinn betur. Gulli tók örn á áttundu. Heavy töff að verða vitni að því. Drive-aði yfir tré og læti inn á green. Þar beið hans langt og erfitt pútt, setti það niður. Kallið hann örninn þegar þið hittið hann næst.
Fudge verð að læra, tölvunarfræðipróf á föstudag.

sunnudagur, október 12, 2003

Fór á myndina Underworld áðan með Einari og fleirum. Fín mynd um baráttu vampýra og úlfa. Kate Beckinsale sem lék í Pearl Harbour er miklu flottari í leðri en einhverjum hjúkkubúningi, líka mikið svalari í þessari mynd heldur en grenjumyndinni pearl harbour. Svo er þarna fyrrum kærasti Felicity í stórri rullu.
Eyddi deginum á bókasafninu að lesa um internetið og vefinn, hvað http stendur fyrir og hvernig tölvur eru uppbyggðar, gróflega. Það er nefnilega tölvunarfræðipróf á föstudaginn næsta sem hefur soldið vægi þannig að maður ætlar að reyna að standa sig þar og vera betri þar heldur en í hinum fögunum sem ég hef tekið próf í.
Fékk lánað frá Einari 2 mynddiska úr þriðju seríu family guy sem ég hlakka til að horfa á við tækifæri. Hef séð tvo eða þrjá þætti og þetta var helvíti fyndið. Merkilegt að það er búið að banna að framleiða fleiri þætti. Ástæðan er sú að þeir gerðu grín að gyðingum og gyðingar eiga bandaríkin. Það er víst búið að gera grín að öllum öðrum trúarbrotum, litháttum og minnihlutahópum en það var ekki fyrr en gert var grín að gyðingum að framleiðslu þáttanna var hætt.

laugardagur, október 11, 2003

Þvílík gleði í 15 sekúndur. Öskraði úr mér lungun og heyrði ekkert nema öskur allt í kringum mig. Fullorðnir menn látandi einkar skringilega, hoppandi og jafnvel faðmandi hvern annan. Varð litið á sjónvarpið. Landsliðið fagnaði ekki svona. Allt útaf "bakhrindingu".
Það var svosem vitað að helsta von íslands væri að skotar töpuðu stigum. Þegar ég las í morgun að Litháar myndu vanta 6 af byrjunarliðsmönnum sínum vissi maður að þetta yrði erfitt hjá þeim. En í góðan tíma gerðist ekkert. Svo kom reiðarslagið. Ísland undir, skotar skora. Maður veltir því augljóslega fyrir sér hvað hefði gerst hefði fengist stig úr skota leikjunum sem er raunhæfur möguleiki. En ég segi bara ég, Þýskaland, 2006, HM, Ísland.
Eitt að lokum þá vorum við flestir á því sem horfðum á leikinn að Lárus sem lýsti leiknum með Geir að hann hefði ekki átt að lýsa þessu. Hann hældi Þjóðverjum í hvert skipti sem hann gat. "sjáið hvað þjóðverjarnir eru glæsilegar og í allan stað frábærar manneskjur og hvað þeir spila frábæran bolta" Ég hefði viljað fá lýsanda sem hefði verið "þjóðernissinni" á þann hátt að hann hefði blótað þjóðverjunum og bara verið hlutdrægur. Manni langar ekki að heyra íslenskan lýsanda mæra andstæðingana þegar verið er að tapa.

föstudagur, október 10, 2003

Hvað haldið þið að ég hafi gert í dag? Jú fór í golf með 8 öðrum á Bakkakot, í annað skiptið þangað í vikunni og þriðja skiptið í vikunni í golf. Ég var meira að segja skráður í vísó en hætti við til að geta tekið seinni 9. Ég var að spila vægast sagt illa. Týndi kúlum eins og mér væri borgað fyrir það, en raunin var sú að ég og Sigurjón keyptum okkur 24 bolta áður en við lögðum af stað og af þeim áttum við um 9 eftir eða svo, svakalegt. Þetta er þriðji föstudagurinn í röð sem ég fer í golf.
Eddan er í sjónvarpinu, þetta er svona þáttur sem allir eldri en 35-40 horfa á bara því þetta er íslenskt. Mamma mín og amma mega t.d. alls ekki missa af þessu. Reyndar finnst mér að þetta ætti að vera annaðhvert ár því það eru svo fáar myndir sem koma út, allaveganna kvikmyndahlutinn. Pælið t.d. í því að myndir sem voru gjaldgengar í útnefningu íslands til óskarsverðlaunanna voru Nói Albínói og Stella í framboði. Stella í framboði dró framboð sitt tilbaka, enda hefði hún aldrei átt sjens. Sá reyndar ein verðlaun, Hlemmur vann besta heimildarmynd. Sáttur við það enda virkilega góð mynd þar á ferð.
Ég talaði um það nýlega að ísland þyrfti að eignast svona almennileg stuðningsmannalög, nú hafa gaurarnir í Baggalúti búið til eitt sem er frekar fyndið og bara skemmtilegt sko. Besta svona stuðningsmannalag sem ég hef heyrt um Ísland. Gert svona nett grín að landanum í leiðinni. Hægt er að ná í lagið og myndband sem RÚV bjó til á kvikmynd.com

"this is the sexiest song ever written" hvaða lag er það og hverjir coveruðu það? Svona að athuga hvort fólk kann sýna tónlist. Ég var einmitt að pikka þetta lag upp á gítar.

fimmtudagur, október 09, 2003

Helgin bara framundan. Mikil knattspyrnuveisla verður. Fyrst er náttúrulega mikilvægasti landsleikur sem Ísland hefur leikið á móti Þjóðverjalandi. Svo væri ekki leiðinlegt að horfa á England Tyrkland þar sem allt verður væntanlega á suðupunkti. Svo inn á milli þess sem maður horfir á boltann verður maður víst að læra ef maður ætlar ekki að eiga allt eftir á næsta fimmtudagskvöld.
Ósætti með Bachelor í kvöld, þátturinn lengri en vanalega og engin rekin heim. Geðsjúka stúlkan var algjörlega að flippa og er greinilega mikið case. Á einni viku taldi hún sig vera orðin besta vinkonu annarrar stelpu sem var ekki á sömu nótum og case-ið höndlaði það ekki. Rosalegt.
Fór í sund í dag og var frekar dasaður á eftir. Kanski engin furða þar sem maður er að rífa sig upp og byrja að hreyfa sig reglulega eftir langan tíma. Þetta verður vonandi orðið gott eftir 3 vikur til mánuð.
Er að hlusta á fyrsta diskinn af 10 af safni sem ég náði í með Radiohead nýlega sem heitir Towering above the rest. Þarna er allt að finna sem manni getur dottið í hug og skyldueign aðdáandans.

miðvikudagur, október 08, 2003

Stemmningin fyrir lagi vikunnar er gríðarleg, alls hafa núll manns kommentað á það hvort ég eigi að koma með þennan skemmtilega lið aftur á síðuna. Svo gæti verið að fólk sé bara hætt að lesa þetta því ég var soldið latur á tímabili.

Fór í golf í gær að prufa nýja settið. Veðrið var kanski ekki það besta til að spila golf en ég og Sjonni vorum vel klæddir og þetta var bara ágætt. Svo fór ég aftur í dag, og borgaði í þetta skiptið. Ég, Sjonni og Dabbi fórum á Bakkakot sem er rétt hjá mosfellsbæ og áleiðis til Þingvalla og tókum 18 holur. Ekki var jafnhvasst í dag og var í gær en golan var miklu kaldari. Ég tók 10 högga bætingu milli hringja, spilaði fyrri 9 á 69 og seinni á 59 og var bara sáttur. Dabbi og Sigurjón voru að spila mjög vel og voru einhverjum 15-20 höggum á undan.

Nú fer Team-A meðlimurinn Óttar að stunda sundið af kappi. Ég og frændi minn fjárfestum í svona sundkorti sem gildir ótakmarkað fram að áramótum fyrir einungis 2100kr þannig að maður þarf að fara svona 10 sinnum í sund á þessu tímabili til að þetta borgi sig. Byrjuðum í gær á þessu og fórum í Sundhöllinni sem er með nettustu búningsaðstöðu sem ég hef séð. Maður fær svona eigin klefa og læti. Ég byrjaði mjög sterkt þarna, læsti lykilinn inni í skápnum. Stefnan er tekin á að synda 3 í viku, byrja rólega og auka álagið jafnt og þétt. Þetta er fín tilbreyting frá lærdómnum.

sunnudagur, október 05, 2003

Fór útí verslun áðan og þeir selja ekki bara matvörur heldur líka föt og einhver búsáhöld og svo eru þeir með golfsett þarna. Fyrr í sumar hefði ég ekki litið á þetta en í kvöld grandskoðaði ég þetta, svona var að meta hversu gott sett þetta væri og eitthvað þannig. Það er greinilegt að golfbakterían hefur bitið mig en ég vona að hún nái ekki einhverjum heljartökum á mér þannig að ég fari í og fái mér alklæðnað í golfi eins og Tiger Woods notar og sama sett af kylfum til að verða betri kylfingur hehe.

The Bachelor er úrvalssjónvarpsefni. Ein gellan þarna sem mér fannst í fyrstu bara að vera á eftir peningunum hans og eitthvað ákvað bara að hætta í öðrum þætti og fyrir það jókst álit mitt á henni. Ein stelpan höndlaði þetta ekki og fór að væla eins og ég veit ekki hvað. Sú stelpa er svona geðsjúka stelpan sem verður alltof hrifin og eitthvað þannig rugl. Þessi stelpa sem hætti var víst einhver rosa vinkona hennar. Svo er ein þarna sem komst áfram algjör fyllibytta og hefur ekki stjórn á sér, hann valdi hana en sleppti að velja Elizabeth sem var temmilega foxy, skil þetta ekki.
Eitt fannst mér soldið merkilegt þó. Hann fór á svona hópstefnumót á Lakers leik og Shaq heilsaði honum, faðmaði gaurinn eitthvað að sér og sagðist hafa verið með honum í gagnfræði eða menntaskóla. Svalur gaur greinilega.

Próf á morgun í Örtölvu og Mælitækni, er ekki að fara að brillera í því sko. Ég er ekki einu sinni með neitt af skiladæmunum mínum til að vita hvort ég hafi verið að gera eitthvað rétt í þessu fagi. Það er held ég samt sniðugt að mæta, svo gengur manni illa og þá virkar það sem spark í rassinn og maður tekur sig á, vona ég.

laugardagur, október 04, 2003

Komst að því áðan að ég get fengið golfsett föður míns sem hefur verið hjá bróður mínum. Nú getur maður farið að taka á því í golfinu sem er bara gott. Fullt sett, golfpoki á hjólum og 2 hanskar.

Á ég að koma aftur með lag vikunnar? er það málið? Þeir sem vilja tjá sem um það á kommentakerfinu

Temmilegasta golfvika er nú liðin. Á þriðjudaginn eftir prófið sem mér by the way gekk illa í, fórum við í golf á korpúlfsstöðum og spiluðum 15 holur eða svo áður en við fórum í verklegan tíma í efnisfræði. Eftir verklega tíman ætluðum ég og Fjalarr á æfingasvæðið og negla í nokkra bolta en þá var bara búið að loka þvi fyrir veturinn þannig að við tókum 3 holur og æfðum okkur aðeins.
Svo í dag þá þurfti bara að skila aflfræði og við vorum búnir snemma að því. Veðrið var gott þannig að við ákváðum að skella okkur í golf. Fyrir valinu varð golfvöllurinn í Mosfellsbæ. Þetta var alvöru golfvöllur, virkilega challenging og refsaði manni fyrir minnstu mistök. T.d. lenti ég 2svar í sandholu og gekk hrikalega að slá upp úr annarri þeirra. Við þurftum að slá yfir lítið gil og vatn og ég hef sjalfan verið jafnstressaðir og þegar ég reyndi að slá yfir gilið. Við rétt náðum að klára 9 og ætluðum að fara aðrar 9 en kom þá í ljós að það var mót að fara að byrja. Þannig að við brunuðum á korpúlfsstaði og tókum 9 holur þar.

Verklegi tíminn á þriðjudaginn var þónokkuð skemmtilegur. Það var brjáluð kempa sem hélt fyrirlestur um röntgenmyndatökur á suðum og fleira slíku. Þessi maður er eflaust sá elsti í bransanum, en þeir eru bara víst 3 í bransanum. Hann mundi allt. Ef það kom einhver mynd mundi hann nákvæmlega hvar myndin var tekin, hvaða ár og hvaða hlutur þetta var og hversu stór t.d. ef þetta var tankur, tankurinn var. Einnig sagði hann okkur að passa okkur að hafa eftirlit því annars gæti allt farið í steik og þá yrðum það við sem lægjum í súpunni. Allaveganna var mjög gaman að ræða við svona fróðan mann og höfðum við allir mjög gaman af.

Kæmi mér ekki óvart þó Páll Heimisson og þýskufélagið kæmist í guðatölu eftir kvöldið í kvöld. Kíkti á októberfest þar sem var ótrúlega mikið af fólki. Búið var að reisa heljarinnar tjald með hitalömpum innan í sem var stappað og svo var slatti af fólki fyrir utan. Bjór og annað áfengi var selt á kostnaðarprís og voru menn sáttir með sitt. Ég held að velflestar vísindaferðir hafi endað þarna. Félagið hlýtur að koma út í feitum gróða. Ætli það verði tvö tjöld á næsta ári?