Rannsóknir á hljómsveitum Hróarskeldu hátíðar þessa árs eru komnar í gang af fullri alvöru. Eins og staðan er núna þegar þetta er skrifað að þá er ég kominn upp í D og búinn að finna fullt af góðum böndum sem ég hefði ekki haft hugmynd um hefði ég ekki lagt af stað í þetta.
Í d-inu fann ég listamann sem ég held ég bara verði að fara og sjá. Kauði heitir Dan Deacon og semur elektró danstónlist, sem stundum er fáránlega hress og eflaust fáránlega gaman að dansa við og stundum er þetta svona rólegri stemmning en samt virkilega flott. Hann mun víst vera með eitthvað mega show á Hróa þar sem það er vídjólistagjörningsmaður með honum og tveir trommuleikarar. Ég held að það verði algjör skyldumæting á Dan Deacon.
Dan Deacon - Crystal Cat
Í d-inu fann ég listamann sem ég held ég bara verði að fara og sjá. Kauði heitir Dan Deacon og semur elektró danstónlist, sem stundum er fáránlega hress og eflaust fáránlega gaman að dansa við og stundum er þetta svona rólegri stemmning en samt virkilega flott. Hann mun víst vera með eitthvað mega show á Hróa þar sem það er vídjólistagjörningsmaður með honum og tveir trommuleikarar. Ég held að það verði algjör skyldumæting á Dan Deacon.
Dan Deacon - Crystal Cat