A site about nothing...

miðvikudagur, maí 28, 2008

My my, time goes by when you are working till ten in the evening.

Það er komin vika síðan ég bloggaði en ég er eiginlega á báðum áttum hvort mér finnst vera langt síðan það var eða stutt síðan það var. Kannski er tímaskynjun mín pínu fucked up þar sem ég hef
a) Unnið frekar mikið og
b) Sofið frekar lítið.
Þetta leiðir auðvitað til þess að maður gerir ekkert skemmtilegt í millitíðinni og það eina sem maður hugsar um er CM, MLC, AE og mismatch report. Hljómar áhugavert ekki satt?

Ég hef reyndar haft tíma til að detta inn í Californication með sjálfum Fox Mulder, David Duchovny. Þessir þættir eru hin fullkomlega heilalausa skemmtun, einmitt það sem ég þarf þessa dagana. Ekki sakar að hafa allar þessar gellur líka og flotta tónlist. T.d. er augljóst mál að næsti hringitónninn minn verður stef úr þáttunum, perfect sumarhringing. Sigtryggur vann, núverandi hringingin mín, er farin að æra alla í vinnunni.