A site about nothing...

fimmtudagur, mars 25, 2004

Las í fréttablaðinu í morgun að það væri að byrja einhver fatamarkaður í Perlunni í dag með íþróttaföt og svona og ákvað því að skella mér, aldrei að vita hvað maður fyndi. Svo legg ég af stað og er að keyra á veginum sem fer framhjá BSÍ og liggur samhliða Miklubraut(held ég) og það er gaur fyrir framan mig á gömlum Volvo, forngrip sko. Allaveganna ég sit þarna í bílnum, Pinball Wizard með The Who nýbyrjað og ég í góðum fíling. Í einhverji steik ákvað ég að taka fram úr gaurnum, fannst hann fara of hægt (lagið hafði þessi áhrif á mig, pottþétt) og um leið og ég var samhliða honum fattaði ég hvað þetta var fáránlegt af mér. Svo var ég ekki frá því að gaurinn gaf í því hann var fúll og reyndi að elta mig eitthvað.
Allaveganna ég kem þarna á markaðinn svona hálftíma eftir að hann opnaði og það var troðið. Endaði reyndar á því að fá mér innanhússkó sem ég var mjög sáttur við og þeir gætu orðið bara sumarskór líka. Þannig að núna á ég fótboltaskó fyrir öll tækifæri.