A site about nothing...

mánudagur, mars 31, 2003

Verkefni dauðans
Því er ekki ennþá lokið. Eftir að hafa verið upp í skóla í gær til hálf fjögur um nóttina, já ég endurtek hálf fjögur fór ég heim en var ekki búinn. Um og eftir miðnætti var ég farinn að finna fyrir hinum klassísku kvefeinkennum sem ég fæ vanalega, þ.e. mig klæjar rosalega í nefið, virðist eins og ég þurfi alltaf að hnerra, en hnerra þó ekki og það lekur úr augunum. Ekki besta ástandið til að vinna við en maður lætur sig hafa það. Var búinn að taka ákvörðun að ef ég kláraði verkefnið í dag, snemma þá færi ég heim og gerði ekki baun. Well kláraði það ekki, en það styttist óðfluga, en fór samt fyrr heim. Ætla bara að mæta snemma á morgun og massa það sko og skila svo.

Áðan var Survivor Nekkid þátturinn sem ég held ég hafi talað um fyrir nokkru. Allaveganna þá fóru 2 flottustu gellurnar sem eftir eru úr öllu, en eins og BNA mönnum er einum lagið var allt blurrað, þeir blurruðu líka svo mikið að það lá við að maður sæi ekki andlitið á stúlkunum, better to be safe than sorry. Þetta sýnir bara að mínu mati skrýtið gildismat Kanans, það er í lagi að sýna fólk drepið og fleira slíkt fólk kippir sér ekkert um of við það, en að það skuli sjást nakinn líkami það er eitthvað sem verður að stemma stigum við. Þetta er væntanlega gert svona til að vernda börnin þarna úti eða eitthvað en kommon, hafa þau eitthvað voða gott af því að sjá fólk drepið og þessháttar? Þar að auki er nakinn líkami mjög eðlilegur hlutur, við fæddumst svona en nei siðapostular í BNA þeir vilja ekki hafa þetta svona. Hefði Survivor verið Evrópskur þáttur þá hefði ekki verið hikað við að sýna allt.

sunnudagur, mars 30, 2003

Mikið voru nú slakir kynnarnir á Söngvakeppni Framhaldsskólanna, konan þó sérstaklega. Það var eitthvað við hana sem fór óendanlega í taugarnar á mér, gæti líka bara verið það að ég var í soldið fúlu skapi. Afhverju var Óttar í fúlu skapi spyrjið þið ykkur eflaust. Jú hann var kominn með ógeð ársins á stóra teikniverkefninu og kominn í soldið vonleysi yfir því. En nú þegar þetta er skrifað þá líður honum mun betur og það eina sem þurfti til var að hlusta á 3 góða geisladiska og allt var batnað. Diskarnir sem hann hlustaði á voru Ok Computer, Pablo Honey með Radiohead og Lost Souls með Doves. Merkilegt hversu góð áhrif tónlist getur haft á mann.

Sá helvíti magnaða mynd í gær, Habla Con Ella eftir Almadóvar. Maðurinn er perri, maðurinn er snillingur, maðurinn þjáist víst af svefnleysi. Mæli eindregið með henni.

laugardagur, mars 29, 2003

SAMÚÐARKVEÐJUR
Ég, Óttar Völundarson vill votta sjottubekkingum árgangs 2003 samúðarkveðjur fyrir að hafa tapað gangaslagnum.

fimmtudagur, mars 27, 2003

Það er búið að vera ansi skondið að skoða smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu upp á síðkastið því þar auglýsir fyrirtækið UN skór sem mest þeir mega. Það sem er svona skondið við þetta allt saman er að þeir auglýsa undir fáránlegustu flokkum. T.d. man ég eftir að hafa séð auglýsingu í einkamáladálknum þar sem stóð:
Hey sæta stelpa sem varst á Thorvaldssen bar 1. mars í rauðu skónum, mig virkilega langar að hitta þig, eitthvað símanúmer
Svona hljóðaði auglýsingin eins og ég man hana. Það er spurning hvort þeir hafi fengið magnafslátt. Svo er eitt annað sem manni finnst soldið skrýtið og það er það að það er opið til 23 á kvöldin alla virka daga. Ég man ekki eftir að hafa fengið löngun á fimmtudagskveldi til að fara og fá mér skó.

Sá síðari helming The Bachelorette þáttarins sem var í kvöld. Æ ég veit ekki þetta er eitthvað svo slæd þegar það er kona sem á að velja því ólíkt körlunum verður allt miklu erfiðara hjá þeim sem á að velja þegar líða fer á þáttinn, allaveganna maður tekur eftir því betur, því jahh hún á það til að gráta. Já maður þarf kanski að gefa þessu sjens, það virtist vera þannig að það eigi nóg eftir að gerast, ýmis konar skandalar og shit.

Djöfull var ég ósáttur í dag. Fór niðrí bæ og lagði við hliðina á Der Boomkikker eða eitthvað álíka því ég ætlaði að fara á Hlölla og fá mér eitt stykki bát. Nú ég þufti auðvitað að borga í stöðumæli og hafði til þess hundrað krónur sem ég hafði hugsað mér að nota. Sting þeim í stöðumælinn og ekkert gerist. Það komu bara skilaboð á skjáinn sem á stóðu out of order og ekkert sem ég gat gert í því að stöðumælirinn hafði gleypt hundraðkallinn minn. Ég er að hugsa um að senda Bilastæðasjóði bréf um þetta og heimta skaðabætur.

miðvikudagur, mars 26, 2003

Var í tölvunum uppi í skóla í allan dag að gera stóra teikniverkefnið. Ég nennti ekki að hlusta á geisladiska sem ég tók með mér þannig að ég tjekkaði á útvarpinu á netinu. Í gegnum windows media spilarann getur maður fundið allskonar útvarpsstöðvar sem eru miklu betri en þessar hérna heima. Allaveganna þá fann ég þarna einhverja stöð sem msn.com stendur fyrir og út frá henni uppgötvaði ég allskonar snilldarstöff varðandi þetta svæði þarna hjá þeim. Þetta er þvílík snilld hjá þeim að það hálfa væri nóg. Þeir eru með stöðvar sem covera allt sem manni dettur í hug. T.d. þá getur maður skrifað inn einhverja hljómsveit sem maður fílar og þá koma þeir með sína skilgreiningu á tónlistinni sem sú hljómsveit spilar, segir manni frá öðrum hljómsveitum í svipuðum stíl og bendir manni hvaða útvarpsstöðvar maður eigi að hlusta á. Einnig getur maður nálgast mjög góðar upplýsingar um diska hljómsveitarinnar og margt fleira. Svo ef þú ert að hlusta á útvarpið og það er eitthvað gott lag þar, þá getur bætt því við á favorite tunes lista hjá þér. Þar eru mjög góðar upplýsingar um lagið, t.d. af hvaða plötu það er og svona og við sum lög þá finnur síðan svipuð lög með öðrum hljómsveitum. Fyrir tónlistaráhugamann eins og mig er þetta himnasending. T.d. þegar muzik.is var í sínu gamla formi þá fann ég oft lög sem ég fílaði mjög mikið og þá gat ég farið á netið og fundið hvað það heitir sem er oft ekki raunin með venjulegar útvarpsstöðvar. Þarna er búið að bæta einu skrefi við í rauninni. En allaveganna þá mæli ég með þessu fyrir alla.

Fór til tannsa í morgun því það þurfti að gera eitthvað dæmi og það gerðist soldið skrýtið. Well hann þurfti að deyfa mig, sagðist ætla gefa mér 10 dropa og jújú stóð við það, en málið var að á meðan ég sat í stólnum þá hætti deyfingin hægt og rólega að virka og svona 10 mín eftir að ég var búinn var hún alveg farinn. Þetta var mjög skrýtinn tilfinning því vanalega þá er ég dofinn í svona hálftíma á eftir.

Hail to the thief skal hún heita heillin. Ég er vitaskuld að tala um nýju Radiohead plötuna sem ég bíð í ofvæni eftir, því það sem ég hef heyrt lofar mjög góðu, enda ekki við öðru að búast af þessum snillingum. Platan inniheldur 14 lög sem er nýtt fyrir þá því þeir jahh eru vanalega ekki með svona mörg lög. Sail to the moon er t.d. frábært lag allaveganna sú útgáfa sem ég heyrði og There There líka, þar er ég sammála Hrafni að það lag sé helvíti gott. Svo eru lög sem kanski koma sem B-sides seinna sem ég hefði viljað sjá eins og Good Morning Mr. Magpie. En ég er mega aðdáandi og finnst nánast allt sem þeir gefa út og spila gott.

þriðjudagur, mars 25, 2003

haldið þið að ég hafi ekki bara fundið myndir af herlegheitunum í Versló,hér má sjá nokkrar myndir frá einhverjum sem er að bjóða sig til forseta NFVÍ

Sir Alex í kassanum
Einhver nýtir sér aðstöðuna, annar gaur í bakgrunni spilar í einhverri leikjatölvu
Gaurinn sem er með þessar myndir hann lét búa til boli fyrir sig, með upphafstöfum sínum
fyrir fleiri myndir bendi ég á baldur.april.is

Rakst á þetta, var linkur á Batman.is. Þetta fannst mér soldið fyndið því þetta lýsir finnst mér soldið hugsunarhættinum í Versló, þó svo að maður geti ekki sagt að allir séu svona þenkjandi þar, sjáið bara hvað ég á við:

Í dag hófst kosningavika í Verzló. Eins og flestir tóku væntanlega eftir er marmarinn núna fullur af básum þar sem frambjóðendur í stjórnarembætti hafa komið sér fyrir. Frambjóðendur keppast um athygli kjósenda með ýmsum ráðum t.d. er mjög vinsælt að vera með sjónvarp og video, dvd, leikjatölvur o.fl. Flestir bjóða einnig uppá veitingar við góðar undirtektir nemenda. Sumir hafa þó tekið uppá á ýmsum óvenjulegum ráðum eins og að skella upp alvöru skemmtistað þar sem hægt er að djamma allan daginn, einn frambjóðandi í íþró býður fólki uppá að æfa sig á þrekhjóli á marmaranum og fleira skemmtilegt er í gangi.

Aðalembættið er náttúrlega eins og allir vita embætti forseta NFVÍ. Þar eru tveir strákar að bjóða sig fram, Baldur Kristjánsson og Hannes Þór Halldórsson. Ég er á því að þeir séu báðir mjög góðir kostir í þetta embætti. Báðir hafa unnið mikið fyrir NFVÍ og ættu allveg að þekkja um hvað þetta snýst.

Ég er á því að Hannes komist ansi nálægt því að vera með flottasta básinn enda er hann á góðum stað og hann er heppinn að hafa aðgang að öllum 12:00 þáttunum og öðru efni síðan í vetur sem gerir básinn hans að frábærum chill stað.

Ég sæi það fyrir mér að svona lagað yrði gert í MR, skemmtistaður í skólanum vídeó og dvd básar. Í MR man ég að fólk var í mesta lagi með eitthvað borð niðri í kösu með nammi eða eitthvað. Svo voru náttúrulega plaköt en engir básar.

6. bekkjarráð kunngjörir:

Laugardaginn 31. maí 2003 verður haldin grillútilega í Heiðmörk þar sem
útskriftarárgangur 2002 kemur saman og minnist með "hlýju" allra
stúdentsprófanna, skrafar um kennara, hverjir gerðu hvað hvenær síðasta
árið og fleira milli dagskrárliða.

Dagskráin er svohljóðandi:

kl. 15.00 byrjar tjaldfólk að tygjast inn á svæðið og slær upp borg sinni
á stóra svæðinu í Heiðmörk.

kl. 15.30 hefjast stutt gönguferð og leikir til upphitunar fyrir kvöldið

um kl. 16.30 býður 6. bekkjarráð öllum upp á heitt Swiss Miss kakó

kl. 17.30 stýrir Páll Heimisson ratleik um svæðið. Bekkir keppa saman sem
eitt lið og eru góð verðlaun í boði fyrir þann bekk sem sigrar.

kl. 19.00 verður kveikt upp í grillinu og byrjað að grilla þegar kolin
verða grá

kl. 21.00 verða verðlaun veitt fyrir leiki og ratleik dagsins

kl. 21.30 verður kveiktur varðeldur (ef má)

Listi yfir það sem þú þarft að taka með:

góða skapið
keppnisskapið (fyrir bekkjakeppnina)
tjald eða tjaldvagn
nesti fyrir daginn
eitthvað til að setja á grillið
mjólk, vatn og ávaxtasafa eftir smekk ;)
föt eftir veðri (verslunarmannahelgargallann)

Þessi vika hefur verið undirlögð og á eftir að verða undirlög af stóra teikniverkefninu svokallaða. Í því eigum við að teikna ógrynni af myndum af tæki sem við hönnum sem hefði getað tekið þátt í hönnunarkeppninni þetta árið. Það var temmilega erfitt að byrja og stóð það lengi í mér, en um leið og það verkefni var leyst þá rann þetta ljúft af stað og svo hefur maður tekið á hverri hindrun sem komið hefur. Mjög gaman en jafnframt oft pirrandi er að pæla í útfærslum til að leysa þrautir brautarinnar og hefur maður séð ýmsar lausnir á vandamálunum. T.d hef ég heyrt að einn ungur síðhærður drengur sé að hanna þyrlu, hvernig hún á eftir að leysa þrautirnar verður fróðlegt að sjá, en hugmyndaauðgin er vissulega til staðar.

sunnudagur, mars 23, 2003

Djöfull hljómar þetta vel

This week Filter had the distinct pleasure of hearing 4 tracks from the new Radiohead album, which is tentatively scheduled for release in the US on June 10th. As we sat and listened all we could say after was "wow". Our impressions of the first songs we were heard were that these songs are simply amazing. The songs were very reminiscent of OK Computer but, of course, going to a higher level like only Radiohead could do.

"There There" will be the first single from the album being released on May 19, 2003 in Japan and May 26 in the UK. The Japanese single will contain 5 tracks while there will most likely be two CD singles for the UK. The title of the record still remains somewhat of a mystery with titles like 2+2=5 and Are You Listening being rumored as the favorites.

Platan á víst að koma út í Evrópu 9.júní en í japan 26.maí, spurning hvort maður panti hana þaðan, verði algjör radiohead nörd.

fimmtudagur, mars 20, 2003

Hver man ekki eftir snilldarleikjatölvunum Nintendo sem réðu ríkjum á leikjamarkaðnum hér fyrir einum 12-13 árum. Þegar þetta kom fyrst fram voru leikirnir þvílíkt breakthrough að það hálfa væri nóg. Maður var ekki maður með mönnum nema að eiga eitt stykki Nintendo. Oft hin síðari ár hefur löngunin að spila pínu fótbolta í World Cup leiknum eða berjast í ævintýrinu sem Zelda var en jahh ekki átt búnaðinn eða leikina.
Í dag er þetta kleyft gott fólk, það er hægt að ná í næstum alla Nintendo leiki sem komu út og vista á tölvunni sinni. Það eru reyndar pínu takmarkanir því ekki má ná í meira en 5 leiki á dag. Það sem þið þurfið er spilari fyrir leikina sem kallast Nes eða eitthvað álíka og svo bara að ná í leiki.Síðan við fundum þetta hérna uppi í skóla hefur fólk verið ansi duglegt í hinum ýmsu leikjum og spurning er hvort það muni hafa áhrif á vorprófin.
Slóðin á himnaríkið er www.vimm.net njótið vel.

miðvikudagur, mars 19, 2003

Chillaði aðeins í morgun og mætti seinna en vanalega í skólann. Notaði m.a. tímann í það að horfa á myndina Hlemm. Mjög merkileg mynd og áhugaverð. Þarna fékk maður að fylgjast með lífsins ógæfufólki og hvað það viðhafðist. Sagan beindist mest að 2 rónum, annar var gamall og hinn ungur. Sá ungi var alltaf í einhverjum vandræðum, fólk að hóta að lemja hann og eitthvað fleira þessháttar og maður sá hann stundum illa leikinn. Span myndarinnar er heilt ár, byrjar á sumri og fer fram á næsta vor/sumar. Yfir veturinn gerist það að gamli maðurinn fer í Byrgið/Rockville í Keflavík og verður edrú, hinn ungi deyr, og fleiri dóu en ég mundi ekki til þess að eitthvað hafi verið fjallað um þá. Þetta var hálfsorglegt að horfa upp á þetta lið svona, gamli maðurinn t.d. svar undir einhverju tréi í almenningsgarði. Maður hefði haldið að einhver gistiaðstaða væri fyrir svona fólk á Íslandi því varla eru þetta það margir, kanski er það svo það kom allaveganna ekki fram.

þriðjudagur, mars 18, 2003

Eins og ég sagði frá í síðustu viku þá horfi ég á Amazing Race og þátturinn í kvöld var bomba gott fólk, B-O-B-A eins og maðurinn sagði. Afhverju var þátturinn bomba gætuð þið spurt ykkur, jú því að af þeim fjórum pörum sem eftir var duttu út líklegustu sigurvegararnir. Ef þeir hefðu verið með 2 efstu hópunum og það hefði orðið kapphlaup hefðu þeir rústað þessu, en þeir duttu út nú í kvöld. Þeir sem duttu út ganga undir nafninu The Wonder Twins. Þetta býr til algjörlega nýtt twist í þættina því annar af the wonder twins og stúlka úr einu af hinu liðanna voru eitthvað að skjóta sér saman, ég talaði líka um þetta síðast. Stúlkan og sá sem keppir með henni eru svona skráðir í keppnina sem vinir en þau voru að athuga hvort þau ættu saman, hvort það væri einhver spenna sem síðar myndi leiða til sambands. Well eftir allt sem gengið hefur á í keppninni held ég að hann vilji ekkert með hana hafa. Hún er neurótísk og vælir mjög mikið og þvílíkt leiðinleg við drenginn, og hann er alltaf jafn sallarólegur og tekur öllu með jafnaðargeði, róar hana niður og svona. En núna eru the wonder twins úr leik sem bætir heilli nýrri vídd við, nú verður ómögulegt að spá fyrir um sigurvegara.

mánudagur, mars 17, 2003

Nýtt lag vikunnar, og þvílík snilld er það. Vorum heima hjá Fjalla Palla þegar hann tók upp gítarinn og tók aðalriffið í laginu, ég kannaðist ekki við það alveg strax en þegar hann útskýrði hvaða lag það væri þá vissi ég hvaða lag hann er að tala um. Anyhoo, lagið heitir Hocus Pocus og með hollensku hljómsveitinni Focus. Þetta lag er þeirra langvinsælasta lag. Lagið er í svokölluðum progrokk stíl og flestir ættu að kannast við það.

laugardagur, mars 15, 2003

Glory glory Man Utd. Þvílík snilld, Man vinnur og Arsenal tapar. Við erum að tala um það að síðustu átta umferðirnar verða magnaðar og spennan á eftir að vera geðveikislega mikil.

Sá í gær nýjust herferðina hjá Pepsi, en það voru einhver poppkort þar sem íslenskir "Celebs" þ.e. sveitaballahljómsveitirnar og Popp tíví gaurarnir(sem eru reyndar snillingar) eru á svona einhverjum kortum með upplýsingum. Þau sem fóru í vísindaferð til Egils fengu svona poppkort og svo sáum við þetta hjá þeim í gær á Astro. Þarna voru myndir af Birgittu, Jónsa og þessum helstu spírum og svo einhverjum sem enginn veit hver eru en eru samt í hljómsveitunum. Herferð Pepsi hefur alltaf verið að fá voða frægt fólk til að auglýsa fyrir sig, sbr. Britney Spears, Micheal Jackson og Cindy Crawford úti en þetta er held ég fyrsta skiptið sem þetta er gert hér heima. Annars er Birgitta Haukdal allstaðar í auglýsingum um þessar mundir enda hefur hún The Midas touch, þ.e. allt sem hún snertir verður að gulli. Því aðdáendur á hún nóg af, þá sérstaklega stelpur á bilinu svona 10-14 ára. Ef það er einhver manneskja sem þú vilt í þína auglýsingu í dag, þá er það Birgitta Haukdal.

Fór aftur á tónlistarmarkaðinn í dag og gerði kjarakaup. Keypti tvöfaldan disk með Todmobile, best of. Todmobile hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og Spillt diskurinn þeirra er í topp 5 af uppáhalds íslensku diskunum mínum. Var næstum búinn að kaupa Volume 1 af His Story með Micheal Jackson sem er einmitt best of diskur líka en ákvað að bíða þangað til ég fer til DK. Svo væri ansi gaman að eignast best of Ash, sá diskur er ansi góður.

föstudagur, mars 14, 2003

Fann þetta á Batman.is. Þetta eru víst teikningar eftir einhvern sem vinnur við það að teikna Simpsons. Mjög skemmtilegar myndir og gaman að bera við atriði úr myndinni sjálfri.
Pulp Simpsons

Síðustu morgna hef ég flakkað á milli Radíó-X og músik.is að hlusta á annars vegar Zombie og hins vegar Jón Gnarr, respectively hehe. Radió-x virðist aftur vera orðið X-ið og eru komnir á 9,77 aftur. Jón sem er nú að koma aftur í útvarp eftir þónokkuð hlé finnst mér svona svona. Hann talar ekki mikið finnst mér, því það eru oft 2-3 lög eða fleiri milli þess sem hann talar en ef hann talar þá talar hann vanalega soldið lengi. Hann talar mestmegnis um reynslu sína í ákveðnum málum og hingað til hefur mér hann ekkert verið sérlega fyndinn eða náð sér neitt á strik, miðað við hvað maður veit að hann getur.
Svo er það Zombie jahh hvað skal segja um hann, þeir eru með einhvern svona topp ellefu ástæður fyrir hinu og þessu og ég heyrði topp ellefu ástæðurnar fyrir því að bloggið væri dautt, sú sem mér þótti best var:
Það er algjör þurrð yfir mér núna og ég veit ekkert hvað ég á að skrifa
Maður kannast við þetta en sú ástæða sem var í fyrsta sæti var mjög slök, en hún var:
Zombie.
Nú veit ég til þess að bæði Dr. Gunni og Sigurjón hafa verið að blogga og þá er bara spurning hvort þeir fara eftir því sem þeir predika.
Það sem mér þykir hvað verst við það að Dr. Gunni er þarna með Sigurjóni er það að nú fær maður ekki að hlusta meira á Alætuna, en það var þáttur sem Doktorinn var með á fimmtudagskvöldum á RÚV og helvíti góður.
Ætli þeir fái einhvern tíma Rob Zombie í viðtal?

þriðjudagur, mars 11, 2003

Bubble Trouble er sá leikur sem hvað flestir virðast vera að spila um þessar mundir. Þangað til í þessari viku voru þeir bestu að ná 15 level en svo ekki söguna meir, þangað til í þessari viku þegar Sjonni náði að sigra 15 level. 16 level var ansi (two) tricky en honum tókst líka að klára það. Menn bjuggust við einhverju stórfenglegu, jafnvel besta borði leiksins. Hugmyndir voru uppi um að gígantískt stór kúla sem myndi þekja hálfan skjáinn væri verkefni borðsins en þvílík urðu vonbrigðin. 17 level hefur engar tímatakmarkanir auk þess sem það virðist vera endalaust. Það gengur þannig fyrir sig að frá hliðum borðsins koma kúlurnar, misstórar og mismunandi hversu margar þær eru. Það virðist vera að maður fari ekki eitthvað lengra. Hvort höfundum leiksins hafi ekki dottið neitt annað í hug, verið komnir í þrot með hugmyndir skal ósagt látið. En þetta voru temmileg vonbrigði

Ég skrifaði um það fyrir einhverjum vikum að það hefði flætt inn í íbúðina okkar, afleiðing þessa er sú að það þarf að taka parketið af stofunni og dúkinn úr eldhúsinu. Eins og málin standa í dag þá er búið að rífa parketið af og hvað haldiði? Helvítis gólfið er viðurstyggilega grænt á litinn. Svo er voða skrýtið að labba á milli herbergja, því maður er ekki vanur því að gólfið fyrir utan herbergin sé svona lágt, mér brá þónokkrum sinnum fyrsta kvöldið sem parketið var tekið af.

Að lokum ætla ég að tala um Köln( Tommi þú munt væntanlega hafa mikla ánægju af því). Ég skrifaði í vikunni um kúgun Icelandair á íslenskum ferðalöngum og hvað við þurfum að borga svívirðilega mikið til að komast út fyrir landssteinana. Allaveganna þá var ég að skoða svona lággjaldaflugfélög í evrópu og fann eitt sem heitir Germanwings. Þeir fljúga frá Köln í Þýskverjalandi og þeir eru ekkert að rukka um of fyrir farið. Nei kallinn minn, maður getur t.d. flogið til Mílanó fyrir 6000 kall fram og tilbaka, til Nice í Frakklandi er það um 9000 krónurnar. Djöfull væri næs ef þetta væri á Íslandi, soldið óraunhæft en samt næs.

sunnudagur, mars 09, 2003

Orðsending til Önundar
Það væri einkar ánægjulegt Önni ef þú myndir finna fyrir mig Dvorak diskinn og skila honum. Hans er sárt saknað af mér.

Iceland express virðist vera að gera góða hluti. Maður heyrir af því að fólk ákveður að það langi að fara til London eða Köben og svo nokkrum dögum seinna er það farið. Máli mínu til stuðnings má nefna að Varði, Önni, Maggi og Hlín eru að fara og svo er Sara líka hugsanlega að fara, ég held í það minnsta að þau séu öll að fara með Iceland Express, Flugleiðir eru víst með eitthvað tilboð líka. Einnig veit ég fleiri dæmi um þetta.
Það besta sem gat komið fyrir íslenskan markað var að Iceland Express kom inn og fór í samkeppni við Flugleiði. Það að eitthvað eitt félag geti kúgað hinn almenna Íslending til að borga fúlgur fjár til þess eins að fara frá Skerinu er svívirðilegt. T.d. var talað um það í fréttum nýlega að ef fólk í nefndum á vegum Ríkissins myndu versla við Iceland Express myndu sparast tugmilljónir á ári hverju, því flugfarið er svo dýrt með Flugleiðum. Nú er bara vonandi að þetta Iceland Express dæmi nái að skjóta rótum og verði til frambúðar.
Reyndar er ég að fara til Köben í maí með Flugleiðum, en verðið er svipað og Iceland Express er að bjóða upp á og það hefði ekki gerst hefði IE ekki verið til. Ef að IE mun skapa sér trausts meðal almennings mega Flugleiðir fara að vara sig. Sumir hafa verið samt soldið efins varðandi IE en vonandi sýna þeir að sá efi sé eitthvað sem ekki þurfi að hafa áhyggjur af.
Þegar ég keypti mitt far þá höfðu engar ferðir verið farnar og því var ég soldið var um mig. En ég þurfti ekki að borga mikið meira.

laugardagur, mars 08, 2003

Lag vikunnar
Loksins kemur að því ég ákvað að setja inn nýtt lag vikunnar, en sökum anna þá hef ég ekki sett inn nýtt lag vikunnar í dágóðan tíma. Sökum þess hversu langt er liðið ákvað ég að setja inn tvö lög, reyndar er þetta sama lagið bara í tveimur mismunandi útgáfum. Lagið heitir Enter Spacebar og er með íslensku hljómsveitinni Trabant. Þeir eiga annað remixið og hitt eiga einhverjir þjóðverjar sem ég veit ekki frekari deili á en það að þegar þeir ákváðu að gera remix af þessu lagi þá vildu þeir ekki nota upptökurnar af laginu heldur vildu frekar spila lagið sjálft. Þeirra útgáfa minnir mig á svona rokkaða Nintendo útgáfu.

Fór á þetta reunion í gær, það var bara ágætt. Fólkið hafði nú ekki breyst voðalega mikið útlitslega séð en maður gat greint breytingar í persónuleika og þessháttar. Það sem sló mig hvað mest var að mikill meirihluti reykti þarna, það var í raun fáránlegt hvað margir reyktu. Svo fannst mér mjög merkilegt hvað margir í rauninni mættu í matinn.
Algengasta spurningin þetta kvöld var; hvað ert þú að gera, enda um hvað annað er að spyrja ef maður er að hitta eitthvað fólk sem maður hittir ekki það oft. Sumir voru búnir að taka út brjálaðan pakka, drykkja og dóp og læti. Tveir eru í AA-samtökunum og eru að standa sig ansi vel, voru ekkert að drekka í gær og maður sá hvað þessir höfðu þroskast mikið.
Ég bjóst við að það gætu orðið einhver leiðindi en svo virðist ekki hafa verið sem er mjög gott og flestir virtust bara skemmta sér ansi vel. Nú held ég að ráð sé að halda þetta ekki fyrr en eftir 20 ár þegar einhverjar alvöru breytingar hafa orðið. Mikið af þessu liði sem var þarna í gær var í flensunni saman og hefur haldið hópinn og djammar oft saman. En eftir 20 ætti maður að geta búist við breytingum.

Ég gæti aldrei búið heima hjá Ozzy Osbourne, maður gæti haldið að þau ættu hunda og kattabúð svo mikið er af þeim þarna. Svo eru hundarnir að riðlast á hver öðrum og slást og riðlast á köttunum. T.d. í þættinum sem sýndur var í gær var einhver hundur að nauðga einhverjum ketti, eitthvað sem dýralæknir sagði að væri ekki möguleiki en fjölskyldan sá þetta og trúði því og við áhorfendur sáum þetta og ég trúi því.

föstudagur, mars 07, 2003

Eftir sléttan klukkutíma, þ.e. klukkan tuttuguhundruð, mun ég verða viðstaddur reunion kvöldverð hjá grunnskólanum mínum. Þá er ætlunin að class of ´98 muni hittast og gera sér góðan dag. Fyrir langflesta sem verða þarna, þ.e. þá sem fóru í Flensborg, verður þetta ekkert spes eflaust, þau hittast á hverjum degi hvort eð er. En fyrir okkur hin þá gefst okkur tækifæri til að spjalla við svona þá sem maður missti sambandið við. Það eru nú kanski ekki ýkja margir sem maður sá ekkert í þessi 5 ár sem liðin eru en það er ansi langt liðið síðan maður hefur hitt suma sem vonandi verða þarna. Svo er bara spurning hvort þetta verði flopp eða ekki.

miðvikudagur, mars 05, 2003

Nú þykir mér týra. Haldiði bara ekki að það hafi komið í ljós að lagið sem Birgitta Haukdal söng í evró sé of líkt einhverju öðru lagi sem heitir Right here waiting með Richard Marx. Þetta segir í það minnsta hann Magnús Kjartansson sem er formaður félags tónskálda og textahöfunda. Nú er verið að tala um að lagið fari ekki í keppnina, í það minnsta ekki eins og það er núna þannig að það er spurning hvort því verði breytt eða þá, sem er langtum skárri kostur að senda atriðið sem var í öðru sæti. Það var Botnleðja með sitt skemmtilega lag og frábæra heiti Eurovisa, sem á víst að vera tilvísun í kortafyrirtækin tvö. Þannig að svo gæti farið eftir allt að Botnleðja muni vera fulltrúar okkar í Riga í Lettlandi.

þriðjudagur, mars 04, 2003

Amazing Race nefnist þáttur sem sýndur er á stöð tvö. Mér finnst þessi þáttur mjög skemmtilegur og reyni eftir mesta megni að sjá hann. Áhugi minn fyrir þættinum byrjaði í seríu númer tvö, nú er sýnd númer þrjú. Eftir að hafa horft á þátt kvöldsins fór ég að pæla hvað það hlýtur að vera geðveikt að taka þátt í leiknum. Ef þú ert heppinn og kemst langt þá færðu að sjá ótrúlega staði í heiminum sem þig dreymdi kanski um að sjá en ólíklegt væri að þú færir þangað. Einnig færðu að prufa allskonar hluti sem geta verið mjög skemmtilegir yfir í það að vera mjög scary, skulum við segja. Svo er þátturinn ekki neitt nema fókið sé áhugavert. Og í þessari seríu er ansi áhugavert fólk sem gaman hefur verið að fylgjast með. Eins og ég vanalega geri þá hélt ég með bandaríkjamönnum af afrískum uppruna, en þeir reyndust bara ekki vera nógu góðir í þessum leik. Létu aðra gera alla sína vinnu og því fór að þeir duttu út, þegar þeir nutu ekki hjálpar einhverja hinna hópanna. Siðan þeir duttu út hef ég eiginlega ekki ákveðið með hverjum ég held.

mánudagur, mars 03, 2003

Ég bara varð að setja þessa mynd inn(vonandi tekst það) en hér má sjá fyrrum bekkjarfélaga minn og vin, Jake Da Snake.
Snákurinn

Það getur verið mjög skemmtilegt að fara í gegnum pósthólfið sitt og skoða hvað manni hefur verið sent, það getur rifjað upp góðar minningar og slæmar líka. T.d. þegar ég hafði ekki netbanka þá fannst mér alltaf voða gaman að fá yfirlit yfir það hvar ég notaði debetkortið mitt, þá gat ég séð hvað ég var að gera þann daginn og svona. Núna hef ég netbanka og get skoðað það þegar ég vil sem er ansi skemmtilegt, en þetta var reyndar skemmtilegra þegar þetta kom örfáum sinnum á ári.

Á leið minni í skólann í morgun heyrði ég Dabba Forsetisr. ræða um það að honum hefði verið boðinn massífur peningur fyrir að líta undan einhverju tengdu þeim Baugsmönnum. Og auðvitað þegar forsetisráðherra kemur með svona ásakanir þá er þetta aðalfréttaefni dagsins. En ég var að pæla, nú gæti Dabbi verið að fara með ljúgvitni ekki það að ég er að segja að hann geri það, en hann gæti það. Því hvort myndiru trúa Davíði Oddssyni eða Jóni Ásgeiri? Dabbi hefur miklu meira credit á bakvið sig og litið er á Baugsmenn sem holdgervinga alls þess sem er vont á Íslandi. Kanski er þetta trick hjá Dabba til að beina athyglinni að hversu óspilltur flokkur sjálfstæðisflokkurinn er, það er jú kosningar framundan.
Að lokum vil ég segja að þetta eru kenningar og þurfa ekki endilega að spegla afstöðu mína til málsins. Heldur er ég ekki að taka upp hanskann fyrir Baugsmenn.

laugardagur, mars 01, 2003

Árshátíð Verkfræði og Tölvunarfræðinema var í gær haldin á Hótel Selfossi. Fyrsta sem menn tóku eftir var fasistaleg viðbrögð hótelsins gagnvart þeim sem höfðu með sér áfengi. Þeir sem höfðu slíkt urðu annaðhvort að vera úti og drekka það þar og geyma eða setja það inn á herbergi. Því voru allir sem höfðu herbergi leitaðir uppi til þess að geyma. Maður skilur svosem alveg að hótelið vilji ekkert að það sé verið að drekka áfengi sem þeir hafa ekki selt á hótelinu, en þetta var full gróft. Skúrítas verðir voru þarna og sáu til þess að enginn kæmist upp með neitt múður og hótelstjórinn var ansi öflugur líka í að segja mönnum að fara út. Þegar allir voru komnir var boðið upp á fordrykk í boði hönnunar sem er verkfræðifyrirtæki. Einn sem er í stjórn Vélarinnar kynnti til sögunnar einhvern háttsettan innan hönnunar sem flutti stutt ávarp, en það fór ekki betra en svo að hann sagði vitlaust eftirnafn á manninum.
Maturinn og allt var voða fínt, úlfar linnet var veislustjóri og var ansi fyndinn bara. Heiðursgestur kvöldsins var Þórólfur Árnason og maður byrjaði ræðuna sína með 6-8 bröndurum í röð og flutti mjög góða og fyndna ræðu.
Að loknum mati og einhverjum skemmtiatriðum var haldið á eitt herbergi þar sem partý var og þá upplifði maður soldið sem gerist ekki oft, verslópartý. Verslógaurarnir höfðu fengið aðstöðu hjá Gígju og Guðrúnu til að geyma sitt áfengi og gítar. Upp hófst söngur og vildu verslingar helst syngja skímó og íráfár og svona. Þannig að nú hefur maður upplifað þetta.
Svo var haldið á ballið þar sem hljómsveitin englar með Einari Ágústi stóðu sig ágætlega í því að láta mann tjútta og var ansi góð stemmning on the dancefloor.

Fór á tónlistarmarkað í Hagkaup Smáralind í dag og þar var sko hægt að gera góð kaup. Fullt af frábærum diskum á góðu verði. Ég var reyndar rólegur og splæsti bara í 3 diska. Þeir voru Rokkland sem Ólafur Páll Gunnarsson tók saman og hann er helvíti góður í raun svona best of diskur með ýmsum hljómsveitum. Airosmith- Get a grip keypti ég líka því þar eru 4 af mínum uppáhaldslögum með Airosmith og loks Royksopp-Melody A.M. og fyrir þetta allt borgaði ég 2500kr.

Brúarkeppnin var svo líka í gær og þar var mjög gaman að vera og sjá allar mismunandi útfærslurnar á brúm sem fólk kom með. Sumir höfðu lagt ótrúlega mikla vinnu í þetta og þetta var temmileg listasmíð hjá fólki. Eitthvað höfðum við fengið vitlausar upplýsingar um hvernig maður gæti unnið því kom í ljós að sú brú sem væri léttust og kæmist yfir 200N fengi verðlaun auk þess sem hefði hæsta brotstuðulinn. Við héldum að sú brú sem þyldi mest myndi vinna, því okkar brýr hefðu þurft að taka helvíti mikið til að fá háan brotstuðul sökum þess að þær voru um 65g. Allaveganna þá tók Bogi 150N og Böðvar tók 250N og tók t.d. meira en Bender. Bogi eyðilagðist í rauninni en Böðvar var algjörlega heill. Það eina sem fór úrskeiðis þar var að 2 límingar gáfu sig, mjög svekkjandi verður að segjast.