Dagurinn byrjaði snemma, eins og venjan er á miðvikudögum. En í stað þess að mæta í tíma mætti ég í Smáralind rétt yfir 8, Smáralind opnar 8, og bjóst við einhverri röð. Hún var sem betur fer mjög lítil, eitthvað um 20 manns þegar ég mætti og var ég feginn að hafa ekki mætt hálf átta eða eitthvað þvíumlíkt. Einhverjir gaurar þarna tóku þetta alvarlega og heyrðist mér á þeim að þeir höfðu mætt tvö um nóttina, með svefnpoka, ghettoblaster og alles. Svo bættist eitthvað við af fólki og þegar búðin opnaði þá hafa verið svona um 40 í röðinni. Svo gekk þetta allt mjög vel fyrir sig og 5 mínútum eftir að verslunin opnaði var ég orðinn eigandi að miðum að Pixies. Svo var fólk eitthvað að spjalla í röðinni og einhverjir höfðu heyrt að Metallica kæmi í sumar, U2 líka(sem ég hafði reyndar heyrt áður) og einhver fleiri bönd voru nefnd.
Í gær sá ég í fyrsta skiptið þáttinn Las Vegas. Þátturinn var fín skemmtun og mér fannst hann vera svona blanda af CSI og Baywatch. Ósjaldan sá maður íturvaxnar konur stíga upp úr sundlaugum í slow motion og var þá athyglinni beint að þrýstnum barmi kvennanna. CSI factorinn er allt þetta eftirlit með nýjustu tækni og þannig dæmi. Maður getur nú alveg gónt á þetta, en ég mun svosem ekkert leggja mig eftir því.
Las í fréttablaðinu áðan eitthvað um það hvernig löggan hefur verið að rekja símtöl frá sakborningum og þeim látna. Málið verður alltaf stærra og stærra og hver veit nema það geti orðið til þess að hægt verði að ná einhverjum höfuðpaur þarna úti. En þegar ég var að lesa þetta fór ég að pæla þvílík heppni það hefði verið að óveðrið kom á þeim tíma sem það kom sem olli því að kafari var sendur til að kíkja á höfnina og hann fann látna gaurinn. Hefði óveðrið ekki komið, hefði gaurinn ekki verið sendur þarna og óvíst hvort líkið hefði nokkurn tíma fundist. Hefði það fundist hefði það líklega verið mjög laskað og allir gaurarnir sem komu að málinu hefðu sloppið. Svo er líka önnur pæling, afhverju að losa sig við líkið á höfn í Neskaupsstað? Afhverju að fleygja því ekki bara einhversstaðar á leiðinni? Miklu minni líkur að það finnist einhvern tíma ef það er utan byggðar.
Helsti höfuðverkur þessa dagana er að velja hvaða valfög maður ætlar að taka. Spurningin er hvort maður t.d. taki fögin sem eru merkt í námskránni sem fög sem maður verði að taka ætli maður sér í masterinn hér heima eða hvort maður sleppi þeim og sjái svo til hvaða fög master úti í löndum vilji að maður taki og taki þau. Það er reyndar svolítið mál að finna það út, því þá verður maður að vera sure á því hvaða skóla maður ætli í og hver sérhæfingin verði. Eitthvað sem ég er algjörlega óviss á. Svo getur maður líka tekið bara þau fög sem manni langar til og þegar maður fer í master þá tekur maður fögin sem upp á vantar, hvort sem það er hér heima eða úti. Einnig er spurning hvort ég taki einhvern hagfræðikúrs, eins og t.d. rekstrarhagfræði eða taki einhvern flipp kúrs sem kemur námi mínu ekkert við, eða bara verkfræðikúrsa. Semsagt temmilegur höfuðverkur sem mun standa yfir þangað til á föstudag.
Í gær sá ég í fyrsta skiptið þáttinn Las Vegas. Þátturinn var fín skemmtun og mér fannst hann vera svona blanda af CSI og Baywatch. Ósjaldan sá maður íturvaxnar konur stíga upp úr sundlaugum í slow motion og var þá athyglinni beint að þrýstnum barmi kvennanna. CSI factorinn er allt þetta eftirlit með nýjustu tækni og þannig dæmi. Maður getur nú alveg gónt á þetta, en ég mun svosem ekkert leggja mig eftir því.
Las í fréttablaðinu áðan eitthvað um það hvernig löggan hefur verið að rekja símtöl frá sakborningum og þeim látna. Málið verður alltaf stærra og stærra og hver veit nema það geti orðið til þess að hægt verði að ná einhverjum höfuðpaur þarna úti. En þegar ég var að lesa þetta fór ég að pæla þvílík heppni það hefði verið að óveðrið kom á þeim tíma sem það kom sem olli því að kafari var sendur til að kíkja á höfnina og hann fann látna gaurinn. Hefði óveðrið ekki komið, hefði gaurinn ekki verið sendur þarna og óvíst hvort líkið hefði nokkurn tíma fundist. Hefði það fundist hefði það líklega verið mjög laskað og allir gaurarnir sem komu að málinu hefðu sloppið. Svo er líka önnur pæling, afhverju að losa sig við líkið á höfn í Neskaupsstað? Afhverju að fleygja því ekki bara einhversstaðar á leiðinni? Miklu minni líkur að það finnist einhvern tíma ef það er utan byggðar.
Helsti höfuðverkur þessa dagana er að velja hvaða valfög maður ætlar að taka. Spurningin er hvort maður t.d. taki fögin sem eru merkt í námskránni sem fög sem maður verði að taka ætli maður sér í masterinn hér heima eða hvort maður sleppi þeim og sjái svo til hvaða fög master úti í löndum vilji að maður taki og taki þau. Það er reyndar svolítið mál að finna það út, því þá verður maður að vera sure á því hvaða skóla maður ætli í og hver sérhæfingin verði. Eitthvað sem ég er algjörlega óviss á. Svo getur maður líka tekið bara þau fög sem manni langar til og þegar maður fer í master þá tekur maður fögin sem upp á vantar, hvort sem það er hér heima eða úti. Einnig er spurning hvort ég taki einhvern hagfræðikúrs, eins og t.d. rekstrarhagfræði eða taki einhvern flipp kúrs sem kemur námi mínu ekkert við, eða bara verkfræðikúrsa. Semsagt temmilegur höfuðverkur sem mun standa yfir þangað til á föstudag.