A site about nothing...

mánudagur, október 31, 2005

Franz Ferdinand - The Fallen

Segjið svo að maður sé ekki góður við ykkur. Fyrst tek ég upp Yellow á talhólfið og núna fáið þið að sjá tvö vídeó frá tónleikunum í gær. Það fyrra er eðallagið God Put a Smile Upon Your Face af Rush of Blood to the Head og hitt er Don´t Panic af Parachutes með Depeche Mode textanum við lagið Enjoy the Silence. Ef þið verðið góð þá koma jafnvel fleiri lög inn.

Coldplay - Sparks

Í annað skiptið á þessu ári má hlusta á tóndæmi frá tónleikum sem ég var á ef fólk hringir í 6851623. Í þetta skiptið heitir hljómsveitin Coldplay, seinast var það Foo Fighters, og lagið heitir Yellow. Það reyndar byrjar á klappi og svona en látið ekki deigan síga, verið þolinmóð og þá kemur lagið. Snilldartónleikar verð ég að segja.

sunnudagur, október 30, 2005

U2 - hold me, thrill me, kiss me, kill me

Já lægði í bloggheimum, það er ekki hægt að neita því. Spurning hvort ég sé enn í hálfgerðu þunglyndi varðandi skóladraslið allt eða bara ekkert sé að gerast hérna úti sem vert er að minnast á? Ég hreinlega veit það ekki sjálfur en það sem ég veit er að nóvember verður killer mánuður. Allt í einu sé ég fram á það að ég þurfi að fara að læra. T.d. þarf ég að læra alveg heilt fag sem ég hef voðalega lítið lært í svo ég klúðri ekki eina prófinu sem ég fer í og það er munnlegt. Svo eru verkefni að detta inn í öðrum fögum sem þarf að vinna og þau eru ansi massíf. Svo er skóladraslið sem ég bloggaði um á mánudaginn og vil helst ekki minnast á meira hehe. En ég held að ef maður hlustar bara nógu mikið á góða tónlist þá reddast þetta allt, tónlist reddar hugarástandi mínu ótrúlega oft og ég vona að það gerist núna líka.

Ég hefði betur átt að þrífa klósettið...
Þegar ég sá að United leikurinn á móti Boro yrði sýndur á kanal 5 hérna úti þá hlakkaði mér til að fara að horfa á leikinn. 2 mínutum eftir að leikurinn byrjaði þá dró úr þessari tilhlökkun og 23 mínútum síðar dó tilhlökkunin og varð að einhverju slæmu. Það hefði eflaust verið skemmtilegra að þrífa klósettið heldur en að horfa á þennan leik, hræðileg frammistaða. Ef ég hefði fengið að ráða hefði ég selt John O´Shea í hálfleik, gaurinn er gagnslaus og Fletcher á hægri kanti, plís ekki láta mig byrja að tala um það. En núna er bara að gleyma þessu og byrja að horfa á kapphlaupið um annað sæti, það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef eitthvað lið nær Chelsea. T.d. að United fái alla meiddu mennina tilbaka og kaupi Ballack í janúar, þá er sjens.

fimmtudagur, október 27, 2005

Prodigy - Weather Experience

Alltaf hressandi þegar maður fær svona póst á HÍ póstinn, það er greinilegt að fólk úti í heimi sem maður þekkir ekkert btw, hefur áhyggjur af manni og vill manni allt vel.

"I am a healthy 24 year old male, up to this point never had any problems sexually.
Well, after years of hard work, I got my dream girl - an insatiable crush since my
teens. Unfortunately, the pressure to perform became too much initially for me to
bear and I found myself not rising to the occasion as I would have liked or as I
have in the past.
On the advice of a friend, I bought Vjjagra online http://www.extremeeco.info and
decided to give it a go.
And WOW, incredible. I felt like a little pressure in my face, but all that went to
the wayside after I climaxed 4 times throughout the night. She even had her first
orgasm ever through intercourse! My anxiety is a thing of the past and I am now back
to my old self.
All I needed was Vjjagra to help me tell myself "you can do it."
http://www.extremeeco.info"

mánudagur, október 24, 2005

Ég er þannig úr garði gerður að þegar ég fæ hugmynd að einhverju eða er að vinna að einhverju frekar spennandi þá vil ég helst geta klárað það sem fyrst, fengið niðurstöðu sem fyrst. Þess vegna verð ég hálf þunglyndur þegar ég fer að skoða skóla til að sækja um og í hvaða nám ég á að fara í mastersnám. Það er ótrúlega erfitt að fara í gegnum alla skólana sem koma til greina, sortera út þá sem hafa kanski ekki eitthvað sem heillar mann og komast að niðurstöðu, svona 6-8 skólar sem maður sækir svo um. Þetta ferli allt saman er að gera mig gráhærðan um þessar mundir og þegar ég verð búinn að þessu þá tekur við umsóknarferlið sem er allt annar hausverkur. Í ofanálag þá þarf ég líka að finna mér vinnu eftir jól. Þetta er eins og vinna, nema hvað maður gerir þetta í frítíma sínum ef maður nennir því. Ég mun auðvitað verða mjög ánægður með þessa vinnu þegar allt er komið á hreint, því það er annað, svona óvissa er eitthvað sem ég þoli ekki, vil helst hafa flest á hreinu. Já það er helvítis nöldur í manni hérna.

laugardagur, október 22, 2005

Kanye West - Roses

Laugardagskvöld og ég er heima að taka til. Er ég orðinn geðveikur? Nei það er ekki orðið svo slæmt heldur var fínt að fá pínu frí frá bænum enda búinn að vera í honum tvær seinustu nætur á Pilegården, sem er bar, með Gunna B, Tryggva og slatta af öðrum Íslendingum. Það er nefnilega haustfrí hérna úti og fólk bara í ruglinu. Semsagt á fimmtudaginn fórum ég og Gunni til Lundar að heimsækja frændur vora Svía. Sú heimsókn var ágæt í alla staði og gaman að sjá þennan bæ sem er hvað þekktastur fyrir að hýsa Háskólann í Lundi og að því sem mér skilst þá er annaðhvort stúdentar þarna eða gamalt fólk. Svo um kvöldið fórum við aftur til Köben og hittum Tryggva sem var nýkominn frá Berlín og þið vitið hvernig það endaði.
Í gær ætluðum við að fara í Carlsberg verksmiðjuna. Stefnan var tekin á að vakna svona 1, vera komnir 2 niðrá Lyngby Station og svona 40 mínútum síðar í verksmiðjuna. Það fór ekki alveg þannig þar sem nóttin á undan tók sinn toll á menn, t.d. Gunna B sem týndi lyklunum sínum og gisti í herberginu mínu á pullum úr sófanum í eldhúsinu. Allaveganna við vorum komnir í verksmiðjuna svona hálftíma áður en átti að loka og mælti konan sem vann þar með því að við kæmum seinna. Þá ákváðum við að fara í keilu þar sem Tryggvi sýndi þvílíka takta að það hálfa væri nóg. Annað markmið þessa dags var að fara í útskriftarveislu til Narfa og Árna Möllers. Þar sem það var ágætis tími milli þess sem við kláruðum keiluna og ætluðum að mæta til þeirra þá ákváðum við að fara út að borða. Fyrir valinu varð tyrkneskur staður sem heitir Sultan Palace sem bauð upp á dýrindis hlaðborð af fáránlega góðum mat sem ég hámaði í mig og þetta kostaði nú bara 80 krónur, mæli með þessu. Já svo fórum við til strákanna og þið vitið hvernig það endaði.

Svo var ég víst líka á Spáni í seinustu viku. Það var helvíti fínt. 20-25 stiga hiti og gott chill með familiunni og að halda upp á sextugsafmæli föður míns. Var búinn að ákveða að fá mér spariskó þarna úti og kvöldið áður en ég fór tilbaka þá tók ég nett powershopping og verslaði mér skó, skyrtu, bindi, boxers og rétt missti af því að kaupa bók áður en lokaði og þetta tók mig svona 1 klst sem er mjög gott í mínu tilfelli þar sem ég átti eftir að velja mér skóna og ég tek mér vanalega ágætis tíma í að velja mér skó. En já svo daginn sem ég fór tók ég lest frá alicante til Madridar þaðan sem ég flaug. Svo þurfti ég að drepa nokkra tíma og fór þá til Santiago Bernabau og ætlaði að skoða völlinn en þess í stað fór ég og borðaði á CafeReal sem hafði útsýni yfir völlinn, sem var alls ekki slæmt. þannig að núna á ég bara eftir að fara eitt flug á þessu ári og þá mun flugárinu mikla ljúka hjá mér.

miðvikudagur, október 19, 2005

Rjóminn er kominn í loftið. Endilega lítið á þetta og kommentið hérna fyrir neðan hvað ykkur finnst. Er t.d. eitthvað sem mætti betur fara?

þriðjudagur, október 18, 2005

Spennandi hlutir eru ad gerast a morgun, tha loksins mun "barnid" fara i loftid. Fylgist med a rjominn.is.

Kvedjur fra Barajas flugvelli i Madrid.

mánudagur, október 10, 2005

Jamie Cullum - 21st Century Kid

Eitt það furðulegasta sem ég hef lent í lengri tíma er það að ég get ekki bætt við fyrri Franz Ferdinand diskinum inn á ipodinn minn. Hann hreinlega neitar að fara inn á ipodinn og þetta er mjög hvimleitt þar sem um mjög góðan disk er að ræða. Ég er búinn að reyna allt en ef einhver hefur hugmynd um hvað gæti verið málið má sá hinn sami endilega leggja orð í belg í kommentakerfinu.

sunnudagur, október 09, 2005

Franz Ferdinand - Outsiders

Eftir tvo daga verð ég staddur í höfuðborg Spánar, Madrid fyrir þau ykkar sem vita það ekki, að skoða eflaust eitthvað voðalega sniðugt. Daginn eftir held ég svo af stað í lest til Alicante þar sem vonandi einhver nennir að sækja mig og svo hitti ég systkini mín, pabba og ömmu. Sex dögum síðar kem ég heim, beint í haustfrí hér í DTU og höfum ég og Gunni talað um að nýta jafnvel fríið og kíkja aðeins til Svíþjóðar. Svona til að bæta á listann yfir lönd sem ég heimsóttir árið 2005.

Ég fatta ekki alveg þetta æði hjá þáttum að láta leikara einhvers þáttar koma fram í öðrum sem karakterinn í hinum þættinum. Bara núna nýlega hef ég séð tvö dæmi um þetta. Annars vegar var það í Skadestuen (ER), sem ég sé fáránlega mikið af hérna úti, og þar komu einhverjar tvær löggur sem leika í þætti sem ég hef séð heima en man ómögulega núna hvað heitir. Þátturinn með löggunum er líka með sjúkraflutningsfólki og slökkviliðsfólki, svona ef það segir ykkur eitthvað. Hitt dæmið er Las Vegas í þætti sem ég var að horfa á þar kom Jordan og Woody úr Crossing Jordan þættinum. Manni er spurn, er áhorf svona lítið á þættina þaðan sem fólkið kemur að framleiðendur vonast til að áhorfið aukist með því að láta það koma fram í kanski vinsælli þætti en það leikur í sjálft í?

Síðan ég flutti hingað út þá hef ég fattað meira og meira með hverjum deginum sem líður hvað Ipodinn minn er mér mikilvægur. Ef ég hefði ekki Ipodinn þá myndi ég eflaust deyja úr leiðindum t.d. þegar ég tek B lestina niður í bæ eða baka, eða bara almennt á ferðalagi með almenningssamgöngum. Þakka þér Steve Jobs og þínum verkfræðisnillingum sem bjuggu til Ipod, ég fíla kanski ekki Mac tölvur, en ég dýrka Ipodinn.

laugardagur, október 08, 2005

Kanye West - Addiction
Ég var svona í gamni mínu að renna í gegnum myndir úr vísó á þessu ári, svona að sjá hvort maður þekkir einhvern og svona og tók þá eftir tvennu. Í fyrsta lagi þá virðist Fjalli vera orðinn úberhress gaur, hann hefur nú alltaf verið hress, en þetta jaðrar við fm957 hress og bendi ég á þessar tvær myndir til sönnunar þess.
Fjalli hressi 1
Fjalli hressi 2
Hitt sem ég tók eftir er að Sara er greinilega búin að þróa nýjan svip sem kemur fram í andliti hennar þegar myndavél er nálægt. Þetta virðist vera tilbrigði við hinn margfræga Zoolander með nettu twisti, sjá sönnunargögn hér og það eru til fleiri.
Zara Zoolander 1
Zara Zoolander 2

Mamma mia, Big Mama´s
Fór með Cheeba(Gunna B) og Tryggva J að borða á fimmtudaginn og ákváðum við að fara á Big Mama´s. Þar fengum við okkur allir steikta kjúklingabringu með sveppasósu, soðnum gulrætum, broccoli og baunum og frönskum og þetta var fáránlega gott og ekki sakaði að þetta kostaði litlar 79 krónur. Það kæmi mér ekki á óvart að ég ætti eftir að fara oftar þarna að borða.

Svo á þriðjudaginn flýg ég til Madridar og gisti þar eina nótt. Ætlunin er að reyna að sjá eitthvað sniðugt þar, þannig ef einhver veit um eitthvað sem er must see þá má sá hinn sami kommenta. Svo í hádeginu daginn eftir fer ég upp í lest og held áleiðis til Alicante þar sem ég verð í 6 daga áður en ég flýg hingað heim. Þegar ég kem heim þá er haustfrí hérna þannig að það er spurning hvort maður reyni að finna eitthvað annað ferðalag eða kanski nýti tímann bara til að læra, æfa og finna skóla. Þetta er stór spurning sko.

fimmtudagur, október 06, 2005

Sagan á bakvið nafnið - Royvegas
Ég veit ekki hvort einhverjir hafa velt fyrir sér msn addressunni minni en hún er kanski ekki alveg eins og fólk myndi halda. Allaveganna þá var það þannig að þegar ég ákvað að fá mér hotmail að þá vildi ég hafa svona kanski soldið laumulegt nafn enda var ég mjög laumulegur á þeim tíma. Svo fer ég að velta fyrir mér hvaða nafn ég ætti nú að hafa. Á þessum tíma var lag á x-inu gamla góða sem ég fílaði mjög vel og ég hélt að hljómsveitin héti RoyVegas sem mér fannst nokkuð nett nafn þannig að ég ákvað að nota það í hotmailið mitt. Svo seinna komst ég að því að hljómsveitin heitir Roy Vedas sem er miklu slakara nafn auðvitað. En fyrst ég er farinn að minnast á hljómsveitina er um að gera að láta lagið fylgja með. Þetta var í kringum 1998 og þá voru Vocoderar mikið notaðir í lögum fyrir söngvarana enda fær maður soldið special effect. Þekktasta Vocoderlagið frá þessum tíma er líklega lagið með Cher sem var feykivinsælt á þessum tíma do you believe held ég að það heiti. Það lag varð svo vinsælt að þegar ég var í þýskalandi um þetta leiti að þá var einhver þýsk söngkona búin að yfirfæra það á þýsku sem er dæmigert fyrir þjóðverjana en það er önnur saga.
Roy Vedas - Fragment´s of life

Kötturinn í sekknum
Ég var í tíma í morgun og eins og oft vill verða þegar maður þarf bæði að hlusta á dönsku í 3 og hálfan tíma straight og sú staðreynd að það sé morgun á maður það til að vera ansi þreyttur. Þannig að í einni af pásunum ákvað að ég fara að kaupa mér gos. Ég sé einhverja pepsi X flösku í kælinum og taldi að þarna væri pepsi max á ferðinni. En þegar í tímann var komið þá fattaði ég að þetta var ekki pepsimax. Keypti temmilega köttinn í sekknum.
Frábær saga, ég veit.

þriðjudagur, október 04, 2005

Það er aðeins farið að kólna hérna í Köben/Lyngby en þó ekki skítakuldi eins og heima. Maður finnur helst fyrir þessu á kvöldin því ofnarnir eða réttara sagt eini ofninn í herberginu hefur ekki verið í gangi. En í gær kveikti ég á helvítinu enda var mér ekki farið að lítast á blikuna. Ef ég hefði verið heima þá hefði það verið hreinlega aumingjaskapur að kveikja á ofninum miðað við það hitastig sem er í gangi en þar sem herbergið mitt er það svæði þar sem ég er alltaf í, ólíkt því sem er heima, þá ákvað ég að gera þetta.
Nú fer að styttast í það að maður fari til Spánar, réttara sagt bara vika. Flýg ti Madridar þar sem ég hef svona klukkutíma til að koma mér á lestarstöð sem ég veit ekki hvort sé nálægt eða ekki og þaðan er leiðinni haldið til Alicante. Svo viku síðar verð ég kominn heim. En þá verða flestir farnir eitthvað annað enda er haustfrí hérna í Danmörku og allir að ferðast eitthvað. Ég er að gæla við það að kíkja kannski í eitthvað lestarferðalag þar sem það kostar ekki mikið en það er alls ekki ákveðið.
Er að hlusta á nýja Sigurrósar diskinn og er kominn á lag þrjú og mér líst strax betur á hann heldur en (). Hann er nær Ágætis Byrjun sem var svo miklu meira en það.

mánudagur, október 03, 2005

Klukkedí klukk klukk. Já Sara klukkaði mig og hér koma 5 mjög tilgangslausar staðreyndir um mig.
1. Þegar þessu ári líkur mun ég hafa farið til eftirfarandi staða: Boston, Providence, New York, Dóminiska Lýðveldisins, Danmörku, London, Madrid og Alicante. Þetta er mjög óvanalegt að maður ferðist svona mikið á einu ári en maður hatar þetta ekki.
2. Þegar ég var krakki hélt ég að faðir vorið hljómaði svona "... eigi leið þú ost í frysti heldur frelsa ost frá illu". Mér hefur alltaf þótt ostur mjög góður.
3. Ég held ég hafi séð allar heilalausar grín-unglingamyndir (american pie etc) síðari ára. Þetta helgast að miklu leyti til af því að á veturna þá vil ég "slökkva" á heilanum þegar ég kem heim úr skólanum og ekki þurfa að hugsa of mikið.
4. Ég sá fyrsta þáttinn sem var sýndur af Nágrönnum á Íslandi og mjög marga þætti eftir það. Áhugi minn á Nágrönnum hefur minnkað í seinni tíð enda ekki mikill tími til að horfa á þá. Samt fyrir þá sem muna eftir Jim Robinson í þáttunum þá leikur hann í annarri sjónvarpsþáttaröð sem ég hef gaman af, The OC. Þar heitir hann, Caleb Nichols.
5. Áður en ég flutti hingað út til Lyngby hafði ég aldrei sett í þvottavél sjálfur og þvegið af mér. Svona er að vera örverpið í fjölskyldunni.

Ég klukka Tuma Tan-Master 3000, allir aðrir sem ég þekki hafa verið klukkaðir.