5 tíma ferðalagi upp á Skaga lokið. Ansi skemmtileg ferð bara. Fengum að skoða Harald Böðvarsson og sjá framleiðslulínuna hjá þeim. Þeir eru mikið til með tæki frá Marel og svo Skaganum, en fyrir þá sem vita það ekki að þá voru Marel og Skaginn í samstarfi hér áður fyrr, og samkvæmt Skaganum eiga þeir að stóru (held ég) leyti hönnuna á bakvið framleiðslulínur Marels. Það var ansi gaman að sjá þetta "in action" en lyktin þarna í HB húsinu, sama hvar þú varst, hefði mátt missa sín. Svona fiskidaunn allstaðar í húsinu. Frá Marel fórum við í fyrirtækið Skaginn og Þorgeir og Ellert, sem eru á sama stað. Þorgeir og Ellert er vélasmiðja og hafa m.a. verið að búa til skip. Þeir voru að mixa eitt stykki 250 tonna togara núna fyrir einhverja færeyinga og fengum við að skoða hvern krók og kima. Það var bara ansi nett, mjög hrátt allt saman eins og er en verður eflaust flott. Skaginn var svo seinasta fyrirtækið og þar fengum við að sjá svona framleiðslulínur sem þeir hanna. Maður hélt alltaf að Marel væri eina fyrirtækið í þessum bransa en eftir þessa heimsókn þá veit maður sko betur. Þeir eru mjög framarlega í allri hönnun á framleiðslulínum fyrir matvæli. Svo eins og ég sagði að ofan þá eru Marel víst með gömlu framleiðslulínurnar þeirra, sem þeir hönnuðu í samstarfi en svo var því slitið og Skaginn fór að starfa sjálfstætt og er að gera góða hluti. Hins vegar er húsnæði þeirra ekkert til að hrópa húrra yfir, svona miðað við Marel en eflaust innan fárra ára eiga þeir eftir að vera komnir með eitthvað voða "high tech" húsnæði undir þessa vinnslu eins og Marel er með í dag.
Svo er það bara boltinn í kvöld og má segja að þetta verði afmælisbolti því Sigurjón "Digri" Magnússon á afmæli í dag. Svo á Sara Elísabet Svansdóttir líka afmæli og Vigdís Finnbogadóttir. Ég óska þeim öllum til hamingju.
Svo er það bara boltinn í kvöld og má segja að þetta verði afmælisbolti því Sigurjón "Digri" Magnússon á afmæli í dag. Svo á Sara Elísabet Svansdóttir líka afmæli og Vigdís Finnbogadóttir. Ég óska þeim öllum til hamingju.