A site about nothing...

mánudagur, júlí 31, 2006

Sukie in the graveyard

Fór í ferðalag um helgina. Í mjög stuttu máli má segja þetta um ferðina:
- Um 1500 - 1600 km lagðir að baki og hringurinn tekinn. Fyrsta skipti sem ég geri það.
- Þekkti fáránlega marga sem fóru og það bættist alltaf í hópinn eftir því sem leið á ferðalagið, bara gaman.
- Er orðinn sérfræðingur í því að tjalda A-tjaldi frá Seglagerðinni Ægi.
- Fundum ekki bensínstöðina með bensínlítrann á 13 krónur. Tommi fann hana hinsvegar.
- Ógeðslega mikið af nammi.
- Pizza með bernaissósu, frönskum, nautakjöti.
- Ipod og itrip.
- Sól á Norðulandi, útitónleikar með Sigurrós í fáránlega vel við hæfi umhverfi.
- Úði og þoka á Borgarfirði Eystri, rigning á Austurlandi og greddumóða í bíl.
- Sól á Suðurlandi.

Belle & Sebastian voru fáránlega góðir og Emilíana var sæt eins og alltaf (eflaust ein fallegasta kona Íslands, í mínum augum í það minnsta). Þó svo ég eigi fullt af ættingjum á Borgarfirði Eystri þá hitti ég ekki neinn af þeim enda var ég svo stutt á svæðinu. Fyrir mér þá stóðu eftirfarandi lög upp úr:
- Sukie in the graveyard
- Electronic renaissance
- The boy with the arab strap

Myndir eru á sínum stað, check it.

sunnudagur, júlí 23, 2006

Talib Kweli - Broken Glass

Ég hata ekki að finna ný góð lög sem hægt er að hlusta á, komast í fíling og jafnvel taka eitt eða tvö spor. Lagið sem er hérna feitletrað fyrir ofan er það nýjasta í þeim flokki. Pharell kemur nálægt þessu og hann kann að búa til lögin kappinn, nema lagið með honum og Gwen Stefani (það er frekar lélegt). Heyrði það í topshop í dag, spurði afgreiðsludúddann hvaða lag þetta væri og hann vissi það ekki. Heyrði hluta af textanum og þökk sé gúgle þá fann ég lagið, hallelújah.

Ég er hreinlega ekki frá því að The Truman Show sé í topp 5 hjá mér yfir bestu myndir allra tíma. Þessi mynd hefur allt; góða sögu, frábæra leikara, frábæra tónlist, spennu, drama og húmor. Myndin er síðan bara um einn og hálfur að lengd og það er ekki algengt í dag að myndir séu undir því. Jim Carrey er síðan fáránlega góður í henni og sýnir svo ekki verði um villst að hann er meira en gúmmífés. Flottasta setning myndarinnar er án vafa, "Cue the sun".

Tjekkið á þessu lagi hér. Ekki fyrir alla en ég er að fíla það.
p.s. lagið byrjar þegar þið farið inn á síðuna.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Angie Stone - Wish I Didn't Miss You

Í vinnunni þessa viku hef ég verið að hlusta á þætti gerða af BBC útvarpinu eftir skáldsögu Douglas Adams, Hitchhiker's Guide to the Galaxy. Þessi bók er náttúrulega snilld og mjög gaman að heyra hana leikna í svona útvarpsleikriti. Það sem kemur mér kannski hvað mest á óvart er að Arthur Dent virkar of vanur. Þ.e. rödd leikarans sem talar fyrir hann er þannig að manni finnst hann vera ótrúlega vanur. Ég hef alltaf haldið að Arthur Dent væri taugaveiklaður en ekki hjá BBC.

Ég er farinn að hafa pínu áhyggjur. Mig er farið að dreyma fáránlega súra drauma á næturna og t.d. bara núna síðustu nótt dreymdi mig tvo gallsúra drauma.
Í öðrum þeirra var ég að spila póker við tvær stelpur. Allt í einu var komið fullt af spilum í borðið, ég með fullt í hendi og stelpurnar orðnar að 2 gömlum mönnum þar sem annar af þeim var Jack Lemmon.
Í hinum drauminum var ég að fara til útlanda (eitthvað sem mig dreymir mjög oft). Svo einhverja hluta vegna fór ég í aðra flugvél, ætlaði að ná í eitthvað held ég. Ég segi flugstjóranum að ég þurfi að ná í eitthvað þarna og að hann megi ekki fara af stað en hann hunsar það. Vélin gefur í og er kominn á pínu hraða á flugbrautinni en svo tekur flugstjórinn í handbremsuna og vélin slædar til hliðar, klessir á eitthvað og glerbrot flýgur yfir mig. Draumurinn endar síðan þannig að ég er að týna glerbrot úr munninum á mér, svona spýti þeim því munnurinn var fullur af þeim.

laugardagur, júlí 15, 2006

Spencer Davis Group - I'm a man

Það kemur sú stund í lífi hvers manns að hann þarf að athuga hvort hann sé maður eða mús. Eitthvað atvik kemur upp og hvernig einstaklingurinn höndlar það atvik sker út um það. Í mínu tilviki var það að rafgeymirinn gaf sig á föstudagsmorgun eftir að hafa verið tæpur í svona ár og nú voru góð ráð dýr. Eftir að hafa fengið bíl lánaðan og unnið mína 8 tíma þennan daginn brunaði ég í Fjörðinn og fjárfesti í rafgeymi. Beggi var búinn að bjóðast til að gera þetta enda maðurinn bílvirki extraordinaire en vandamálið var að hann var að fara til Egilsstaða og gæti því ekki gert þetta fyrr en í fyrsta lagi á mánudagskvöldið. Þá stóð ég frammi fyrir ákvörðuninni, ætlaði ég að vera maður eða mús? Auðvitað valdi ég að vera maður og skipti um kvikindið.

Í fyrsta sinn síðan maður fór að stunda djammlífið hef ég fundið staðinn minn. Stað sem ég vil fara á um hverja helgi og þess fullviss um að það verði gaman. Sá staður heitir Barinn, nánar tiltekið önnur hæðin. Þar þykir mér stemmningin vera fín, stundum soldið troðið en maður þarf sjaldnast að bíða lengi í röð fyrir utan, svo er tónlistin nánast án vafa mjög góð. Svo skemmir ekki fyrir að maður þekkir vanalega alltaf einhverja. Staðurinn minn í Köben er Turnbinehallerne en það er önnur saga.

Ég ætla að gera aðra tilraun til að ákalla sólina því seinast virkaði það nokkuð vel. Sól farðu að sýna þig, svona á sumarið ekki að vera.

mánudagur, júlí 10, 2006

Ég er að vinna í því núna að fá að mæta 29. ágúst til Boston. Málið er að ég VERÐ víst að vera í Boston þann daginn til að mæta á eitthvað international drasl en þau flug sem bjóðast til Boston dagana á undan eru svo miklu ódýrari að ég er eiginlega að vonast til að sleppa við að vera mættur þennan dag. Svo er ódýrasta flugið sem býðst einmitt þennan dag og því hagkvæmt fyrir mig fái ég að sleppa, slepp við að gista á hosteli eða hóteli ef út í það er farið.

Annars er nóg sem maður þarf að pæla í fyrir þessa ferð. Eitt sem ég hef lítið leitt hugann að eru tryggingar. Maður verður víst að eyða einhverjum krónum í það enda fæst ekkert ókeypis í USA, ólíkt Danmörku þar sem heilsugæsla er ókeypis fyrir norðurlandabúa að því er ég best veit. Svo þarf ég líklega að fara í einhverja sprautu og ætti eiginlega að fara að grafa það upp hvaða sprautur það eru. Er eflaust búinn að fá eitthvað af þessu þar sem ég fór til Dóminiska í fyrra en sleppti samt lifrabólgu B sprautunni því ég hefði ekki getað klárað kúrinn áður en ég fór út. Spurning hvort ég nái að klára kúrinn núna? Annars ef einhver USA fari les þetta þá má hann endilega fræða mig um hvaða sprautur eru skyldusprautur.

Er í þessum rituðu orðum að taka fyrsta rennsli á nýju Muse plötunni. Hljómar ágætlega hingað til. Speisaða rokkið er enn til staðar. Kemur pottþétt dómur um hana þegar Rjóminn kemur úr sumarfríi í ágúst.

sunnudagur, júlí 09, 2006

Vildi bara benda á að það eru komin tvö ný albúm á myndasíðuna.

Ítalía vann, það er töff. Zidane endaði ferilinn á mjög leiðinlegan máta og ekki laust við að maður vorkenni honum. En svona er þetta.

Getur einhver útskýrt það fyrir mér hvernig í fjáranum skattar fyrir flug eru svona miklu hærri ef maður flýgur frá íslandi til usa og baka en ef maður flýgur frá usa til íslands og tilbaka? Við erum að tala um að skattar fyrir ísland usa sé slefandi upp í 15 þúsund kallinn meðan usa ísland er 80 dollarar sem miðað við gengi í dag eru í kringum 6000 krónur!! Þetta er náttúrulega fáránlegt og enn eitt dæmið um það hvernig icelandair taka íslendinga í rassgatið og hafa alltaf gert.

Annars var mikið að gera um þessa helgi. Á föstudaginn var vinnupartý þar sem við í AML teyminu hittumst og skemmtum okkur og var það bara mjög gaman. Svo í gær þá hittust við nokkur sem fylgdumst að í verkfræðináminu heima hjá Þórhildi þar sem var grillað og átti að horfa á leikinn en þá var leikurinn um þriðja sætið ekki í opinni dagskrá. Þetta endaði svo með bæjarför þar sem farið var tiltölulega snemma heim. Svo er það bara úrslitaleikurinn síðar í dag og tel ég að Frakkarnir taki þetta en held samt eiginlega með Ítalíu, dunno why.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Það er sjaldan lognmolla í kringum Ástu Siggu og núna er eflaust fáránlega mikil molla enda stelpan stödd í Tælandi þar sem hún vinnur í sumar. Í tilefni af því ákvað hún að byrja að blogga og bætti ég henni við tengslalistann hér til hliðar. Kíkið endilega á það.

Mér fannst seinni undanúrslitaleikurinn bara frekar bragðdaufur. Einnig fannst mér eins og Portúgal hefði ekki trú á að þeir gætu skorað. Eina ógnin var í Ronaldo en þegar Frakkarnir þrímönnuðu hann þá gátu þeir gert hann soldið neutral. Deco sást ekki en Zizou átti mjög góðan leik. Vinni Frakkarnir þá verður hann pottþétt valinn besti maður keppninnar.

Jæja, sól farðu að skína. Þetta er ekki lengur fyndið.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Beyoncé feat. Jay-Z - Deja Vu

Það er nú ekki oft sem sama lagið er í header en ég hlusta á þetta lag minnst þrisvar í röð á hverju kvöldi, ég er að fíla þetta.

HM í fótbolta er senn að enda komið og búið að vera mikil hátíð. Besta 0-0 jafntefli sem átt hefur sér stað í fótbolta var líklega bara í kvöld. Frábær knattspyrnuleikur sem samt var þrátefli þangað til í blálokin á framlengingunni. Vissi eiginlega ekki með hverjum ég átti að halda þar sem ég hef aldrei verið sérlega hrifin af öðru hvoru liðinu en þau hafa komið á óvart á þessu móti. Sá í kvöld hversu frábær varnamaður Cannavaro er og hann er einungis 4 cm hærri en ég og eflaust bara einn besti skallamaður sem ég veit um. Fyrir um ári síðan hefði ég sagt hann vera jafn háan og ég er en ég hef nú bloggað um daginn þar sem ég missti fjóra cm og því hefur hann 4 cm á mig. Svona er lífið og þýðir ekki að gráta Björn bónda.
Leikurinn á morgun er síðan ansi athyglisverður og er ég mjög tvístígandi yfir spá minni hver vinni. Þar sem ég held soldið með Ronaldo þá vil ég svolítið fá Portúgalina áfram en ég held að það verði ansi erfitt hjá þeim enda Frakkar með frábært lið. Hafa sýnt getu sína í seinustu leikjum og er alls ekki hægt að afskrifa.

Fór í Hreysti í dag til að tjekka hvað væri til. Lét sölumanninn sannfæra mig um að kaupa mér 1,5kg af dufti sem inniheldur m.a. glútamín, prótín, kolvetni og amínósýrur sem ég á að taka á hverjum degi, helst eftir æfingu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kaupi eitthvað svona og það verður forvitnilegt að sjá hver áhrifin verða, ef einhver. Hef hingað til bara keypt einhverjar brennslutöflur en þetta er meira miðað við lyftingarnar. En annars er stefnan í júlí að hafa engar afsakanir, æfa 5 sinnum í viku og gera hlutina rétt, þar með talið mataræðið. Mataræðið hefur alltaf verið sá hluti af þessu sem ég hef átt í hvað mestum erfiðleikum með enda svo mikill gourmet maður eins og Tumi getur vottað.