A site about nothing...

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Gaman að skoða statistikina sem teljari lætur manni í té. T.d. getur get ég séð þar að mánudagar og fimmtudagar, báðir með 16% heimsókna, eru þeir dagar sem flestir skoða síðuna, þ.e. mest hefur verið um heimsóknir á þeim dögum. Kanski endurspeglar það að fólk heldur að maður bloggi hvað var að gerast um helgina á sunnudagskveldi og svo bloggi maður hvað maður ætli að gera um helgina í lok vikunnar.
Nú ef maður pælir í því hvaða tíma dags fólk skoðar síðuna þá sé ég að klukkan 14, 18 og 19 eru efst með 7% heimsókna. Ég veit ekki hvort þetta sé miðað við íslenskan tíma. Ef þetta er miðað við íslenskan tíma þá er merkilegt að 4% heimsókna voru milli 5 og 6 á morgnana.
Svona er nú statistíkin mögnuð.
Nú er rétt rúmur klukkutími í leik Chelsea og Man. Utd. og ekki laust við að spennan sé að magnast. Þetta verður rosalegur leikur og er ég svolítið hræddur um afdrif minna manna, þ.e. Man. Utd.
Klára Artemis Fowl bók númer 2 í gær. Fín lesning, þægilegt að lesa eitthvað sem tengist ekki námsefninu. Svo er hún tiltölulega fljótlesin líka þannig að það er bara plús.

föstudagur, nóvember 28, 2003

Fólk er byrjað að kvarta yfir því að maður bloggi ekki. Tíminn líður bara svo hratt þessa dagana að ég uppgötvaði ekki að það var svona langt liðið síðan ég bloggaði síðast.
Í dag bjó ég til námsplan fyrir prófin svona til að hafa eitthvað skipulag á hlutunum. Ég held að það muni ganga ágætlega nema efnafræðin ætli að halda áfram að vefjast svona fyrir mér. Hún gengur mun hægar en ég bjóst við og á tímabili í dag var ég kominn á þá skoðun að skrá mig veikan í prófið og taka sumarpróf en svo féll ég frá þeirri hugmynd. En ef þetta ætlar að ganga svona illa þá veit maður aldrei.
Í gær horfði ég á Ali G og sá þar eitt fyndnasta atriði sem ég hef séð lengi. Ég hló svo mikið að því að tárin láku úr augunum á mér. Svo kom bróðir minn og spurði hvað væri svona fyndið og ég sýndi honum það, þá hló ég ennþá meira og missti andann og læti. Þarna hefur væntanlega komið tvennt til skjalanna afhverju ég hló svona mikið, atriðið var algjör snilld. Ali leikur einhvern gaur sem heitir Bruno og þykist vera svona þýskur/austurrískur fashion þáttastjórnandi. Hann var að tala við einhvern gaur sem var voða steiktur á svona fimmtugsaldri og hans starf er að sjá um hvaða stjarna situr við hliðina á hvaða stjörnu á tískusýningum hinum ýmsum. Þið ykkar sem sáuð þetta vitið hvað ég á við. Steikti gaurinn var priceless. Annað sem hefur eflaust átt þátt sinn í því afhverju ég hló svona mikið var svefngalsi, það er líkleg skýring enda horfði ég á þetta eftir langan dag á bókasafninu.
Ofnarnir hérna heima tóku upp á því að bila í gær. Sem er einkar óheppilegt því þegar ég fór að heiman í gærmorgun opnaði ég gluggann til að fá ferskt gott loft inn. Svo kom ég heim og Síbería beið mín í herberginu. Svo fer ég að sofa og allt í góðu með það. Vakna í morgun og ég segi ykkur það hérmeð að ég hef aldrei verið jafnfljótur á fætur, ég bókstaflega hljóp fram til að losna við kuldann. Þetta er kanski leiðin sem maður á að fara til að drífa sig á fætur. Kæla herbergið í frostmark svo maður nenni ekki að sitja í rúminu og velta því fyrir sér hvort maður eigi að sofa áfram eða fara á fætur.

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Var að lesa í liðnum Fólkið á mbl.is að Clay Aiken, gaurinn sem lenti í öðru sæti í American Idol hefði látið hafa það eftir sér að hann þoldi ekki heimilisketti. Nú PETA sem eru dýraverndunarsamtök þarna vestra bregðast hin verstu við og hóta að búa til auglýsingar sem gera grín að honum dragi hann ekki ummæli sín til baka og leggja einnig hart að honum að hann taki þátt í einhverju átaki þar sem kattaeigendur eru hvattir til að láta gelda kettina sína. Hversu fucked up er þetta. Má gaurinn ekki þola ekki ketti ef hann vill það. Mér finnst þetta fáránlegt af PETA.
Ég skil hreinlega ekki afhverju ég get ekki vaknað snemma á sunnudögum. Það er eins og það sé mér gjörsamlega ómögulegt að reyna að vera mættur í skólann klukkan 10. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort ég hef sofið alveg 8 tíma nóttina áður, ég bara get ekki vaknað. Ég hef alveg trú á þvi að mér takist þetta í jólaprófunum en þar fyrir utan er þetta mér ómögulegt.
Hef verið að spila Fifa 2003 soldið núna, þessi leikur er þvílíkt skemmtilegur. Vonandi verður 2004 jafnskemmtilegur því ég fæ hann vonandi eftir helgi þegar Fjalli klárar að niðurhala hann af dc++.

laugardagur, nóvember 22, 2003

Það borgar sig greinilega að blogga. Ég bloggaði í gær um að ég hefði vitlausa efnafræðibók og eitthvað meira um efnafræðina almennt og núna áðan var ég á msn og Auður læknanemi fer að spjalla við mig og býður mér glósurnar hennar, sem er virkilega fallegt af henni að gera. Nú fyrst þetta fór svona skemmtilega ætla ég hérmeð að auglýsa eftir Windows XP upgrade diski. Því mig vantar þannig disk soldið mikið. Diskurinn má ekki vera stýrikerfið sjálft heldur upgrade, þ.e. diskur sem uppfærir úr öðrum windows stýrikerfum yfir í XP, því ef ég fæ bara stýrikerfið sjálft þarf ég að setja upp allt aftur, en ekki ef ég nota upgrade diskinn. Þannig að ef einhver á svona disk og væri til í að lána mér má sá hinn sami skilja komment hérna eftir eða bara senda mér póst á ottarv@hi.is.
Er að hlusta á tónlistina úr LOTR, the two towers og shit hvað þetta er mögnuð tónlist. Ég er kominn í ágætis fíling í það að horfa bara á myndina enda er hún algjör snilld.
Á dauða mínum átti ég von á en ekki því að Ásta Sigga kæmi inn á msn. Ég var í cm í gær og sé þá að Ásta hafði loggað sig inn. Ég hætti því í leiknum og spjallaði við stelpuna. Hún var að passa hjá einhverju íslensku fólki að ég held og komst því aðeins á netið. Eins og Ástu einni er lagið þá er hún búin að koma sér í allskonar dæmi þarna úti, t.d. er búið að birtast af henni mynd í einhverju blaði þarna úti og svo er hún orðinn held ég talsmaður nemendanna þarna úti ef ég skildi hana rétt.

föstudagur, nóvember 21, 2003

Lokaþáttur Bachelors í gær og fór hann á besta veg. Í það minnsta hefði ég líka valið hana Jen. Ég horfði á þáttinn með Sjonna, Fjalla og Gunna og við vorum eitthvað að ræða saman um þetta. Ein áhugaverð kenning kom upp. Segjum sem svo að þú ert ákveðinn í hvaða stelpu þú ert hrifnastur af þegar það eru 5 eftir eða eitthvað svoleiðis, einhver sem þú telur að hafi heildarpakkann, falleg og skemmtileg. Verður ekki að teljast að góðar líkur séu á því að þú myndir velja þær sem eru mestu gellurnar, best vaxnar og svoleiðis með þeirri sem þú ert hrifnastur af? Ég held að það séu ágætar líkur á að þetta myndi gerast.
Endalaust slakur dagur námslega séð í dag. Eina sem ég gerði frá 8 í morgun til 13 var að mæta í einn tíma. Svo byrjaði ég eitthvað að kíkja á efnafræðina eftir það enda mikið sem ég þarf að vinna upp. Svo var ég búinn að lesa einhvern kafla og er að fara heim um fimmleytið og hitti þá á Gunna B sem líka var að læra efnafræði. Ég var með efnafræðibókina undir höndum og hann spyr mig hvaða bók þetta sé, ég segi að þetta sé efnafræðibókin en hans bók leit öðruvísi út en mín. Kemur í ljós að bókin sem ég hafði fengið hjá einari vini mínum var ekki rétta bókin, þó svo höfundurinn væri sá sami og því þarf ég líklega að punga út 6000 kallinum í þetta svo ég eigi einhvern séns í þetta próf. Alltaf gaman að uppgötva svona hluti, sérstaklega þegar maður á ekki pening.
Að lokum vil ég minnast Målbeins. Ég kynntist Målbeini þegar ég var í fjórða bekk og Sigurjón var nýbúinn að fá hann. Hann var kanski ekki fallegasti bíllinn á svæðinu og bílflautan mátti muna sinn fífil fegurri en þegar flautað var eftir kúnstarinnar reglum heyrði maður að Målbeinn hafði sál. Enginn bjóst við að hann myndi endast þann vetur en það gerði hann og gott betur. Ég varð þess heiður aðnjótandi að fá að keyra Målbein einu sinni úr Nauthólsvík með tjaldhiminn spenntan yfir bílþakið þannig að það flaksaði í vindinum það var ákveðin lífsreynsla sem hafði áhrif á líf mitt er ég ekki í vafa um. Einnig minnist ég ótal ferðalaga sem farin voru á honum eins og t.d. roadtrip-ið í Smáralind þegar hún opnaði og Målbeinn varð bensínlaus. Målbeins verður saknað.
Hvíl í friði.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Djöfull rústuðu Hollendingar Skotum í kvöld, 6-0. Það góða við þetta er nottla að Hollendingar komast á EM enda virkilega gaman að horfa á þá spila fótbolta. Leiðinlegt var samt að Wales komst ekki. Tumi ég samhryggist.
Ég skráði mig úr Aflfræði en ætla að kýla á efnafræðina. Nú þarf maður bara að vera duglegur við að læra hana og vonandi bjargast það allt saman.
Og að lokum, þá fékk ég eitt mesta hláturskast sem ég hef fengið lengi þegar ég var að tala við Sigurjón og Fjalarr í kvöld. Það fyndnasta við þetta allt saman er það að þetta var ekkert fyndið sem ég sagði, en ég missti mig algjörlega í hláturinn.

mánudagur, nóvember 17, 2003

ÞVÍLÍKUR þáttur af Alias. Þessi þáttur var algjör bomba svo mikið er víst. Þátturinn byrjaði á einni flottustu byrjun sem ég hef séð, þar sem Jennifer Garner er tvisvar í heavy sexy undirfötum og sparkar í rassa. Svo var bara plottið þvílík bomba að maður var á nálum hvað væri að gerast. Það eru skemmtilegir tímar framundan í Alias, það er pottþétt.
Hefur einhver sem les þetta séð þættina hans Jamie Olivers, sem heita Jamie´s Kitchen? Ég hef bara séð brot og brot og mig langar að vita hvort það sé þess virði að taka þá upp og horfa á þá. Það sem ég hef séð hefur í það minnsta verið einkar áhugavert.
Það fer að líða að því að ég þurfi að gera upp hug minn hvað ég ætli að gera í námi mínu. Ég er að skoða alla valmöguleika og vonandi á morgun verður þetta komið á hreint.
Skutlaði dönskum frænda mínum út á flugvöll í dag. Hann skilur íslensku en við spjölluðum samt allan tímann á dönsku og það var mjög góð æfing að tala við hann því hann talar virkilega hratt eins og Kaupmannahafnarbúum er siður, þannig að þetta var svona létt kennslustund í að halda uppi samræðum og að skilja hvað var verið að segja. Á leiðinni heim var ég eitthvað lúinn þannig ég kom við heima hjá mér, fékk mér blund sem var þvílíkt góður og ég vaknaði endurnærður og fór svo í skólann.
Ég hef soldið mikið verið að hlusta á Muse upp á síðkastið enda eru þeir á leiðinni og ég á miða og ég held að þetta verði magnaðir tónleikar. Muse er að komast í hóp minna uppáhaldshljómsveita með því að gefa út hverja góða plötuna á fætur annarri.

laugardagur, nóvember 15, 2003

Fáránleikar eru merkilegt fyrirbæri verður að segjast. Þarna mætir fólk, í fáránlegum búningum og keppir í fáránlegum íþróttagreinum, eins og t.d. að losa brjóstahaldara af með annarri hendi án þess að horfa á félaga sínum og sá labbar síðan, þegar brjóstahaldarinn er laus, með egg í skeið ákveðna vegalengd og hleypur svo tilbaka til félaganna þar sem næsta par tekur við. Nú ef maður tekur ekki þátt í þessu þá er það mjög merkilegt að vera þarna. Mér leið eins og ég væri að horfa á einhverja mynd eftir Lars Von Trier, kanski Idioterne2 eða eitthvað. En þetta var samt hin besta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að maður þekkti sigurliðið.
Fyrr þennan sama dag, miklu fyrr, þá fór ég með Einari í Smáralind og vorum við mættir klukkan 7:20. Ari, Tumi og Martin höfðu mætt 7 og beðið í röðinni fyrir utan, því húsið var ekki opnað. Svo opnaði húsið klukkan 7:30 og þá tók við kapphlaup. Skífan hefur tvo innganga og því mynduðust tvær raðir. En svo kom einhver skúritas gaur og sagði að röðin ætti bara að vera öðru megin og liggja til hægri út frá búðinni. Þannig misstu margir sínum góða stað sem þeir höfðu náð. Þetta endaði þannig að Martin og Einar lentu í röðinni en ég, Ari og Tumi stóðum álengdar. Við þrír fórum síðan á Select þarna rétt hjá og strákarnir fengu sér pulsu en ég kók, svona til að vakna betur enda ekki oft sem maður vaknar klukkan 6:30 að sjálfsdáðum. En við fengum semsagt miða í stæði sem er ánægjuefni en það hefði nú ekki verið leiðinlegt að fá í sæti, en ég held að það hafa verið ótrúlega fáir miðar til í sæti.
Svo í dag fór ég að vinna í Smáralindinni. Það var ekkert of mikið að gera í búðinni sem var ágætt en það kom þvílík gella á seinasta klukkutímanum og hefði ekki verið leiðinlegt að hafa Hróar þarna með mér og við að keppast um að fá að afgreiða hana, svona til að halda áfram með það sem við gerðum í sumar.
Morgundagurinn stefnir svo í lærdóm og veitir ekki af, kanski maður blaði í gegnum efnafræði og sjái hvort það borgi sig að taka þann áfanga.
Að lokum vil ég segja að vonandi komast skotar ekki á EM, Holland er miklu skemmtilegra lið á að horfa spila fótbolta heldur en Skotland, sorry Tumi.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Var að enda að tala við frænda minn sem var að keyra niður laugarveginn. Hann sagði mér að það væri komin massíf röð fyrir utan skífuna þar. Spurning hvort maður fái miða á morgun?

Djöfull er Skjár einn slakur, búinn að vera auglýsa, tvöfaldur lokaþáttur alla þessa viku, reyndist ekki vera svo. Ég man eftir að þetta gerðist líka í fyrra og við í Bachelor klúbbnum vorum ekki sáttir. Þeir sögðu við mig í kvöld að þetta væri pottþétt eins núna en ég í einfeldni mínu trúði því ekki að Skjár einn væri að ljúga. Ég hefði átt að hlusta frekar á vini mína. Núna þarf maður að fara að drulla sér í bælið til að vakna eldsnemma í fyrramálið og skella sér í röð.

Núna ligg ég undir feld og ákveð hvort ég eigi að skrá mig úr aflfræði og taka þess í stað efnafræði því ég veit svona nokkurn veginn að eins og ég er staddur í dag þá er ég ekki að fara að ná þessu prófi um jólin. Þar fyrir utan þá hef ég minni tíma en ég hélt upphaflega til að læra fyrir það. Ef ég tek efnafræðina þá hef ég fleiri daga, en á móti kemur að ég hef ekki gert neitt í henni í haust. En fólk segir mér að þetta sé menntaskólaefnafræðin og maður ætti að geta þetta. Þetta er hausverkur minn þessa dagana.
Ég held ég sé kominn með nýjan kæk. Ég er farinn að láta braka í hryggjarliðnum eða eitthvað álíka, þ.e. svona halla hausnum og þá kemur brak oftar en ég gerði hér áður fyrr. Þetta er væntanlega að hluta til komið vegna vöðvabólgunnar sem er að drepa mig þessa dagana og ég verð að fara að taka betur á henni því þetta er helvíti óþægilegt. Liður í því er að nota eitthvað deep relief krem sem maður ber á húðina þar sem vöðvabólgan er. Lyktin af þessu er víst kamfóru lykt og minnir mig á svona myntulykt einhverja svo er tilfinningin svona eins og manni sé rosalega kalt á því svæði sem kreminu er borið á.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Ég er búinn að vera óttalega þurr í hálsinum í dag, eiginlega skraufþurr. T.d. ef ég hef ætlað að kyngja munnvatni þá bara er eins og það sé ekki hægt og ég finn svona óþægindartilfinningu í hálsinu. Einnig er eitillinn öðru meginn eitthvað bólginn og þá spurning hvort þetta sé hálsbólga eða einhver annar álíka óþveri.
Föstudagurinn verður magnaður. Þá stefni ég á það að mæta í Smáralind og fara í röð til að krækja mér í miða á Muse, það getur verið að fleiri ætli með mér og fagna ég því auðvitað enda hálfleiðinlegt að standa einn í einhverri röð. Reyndar er dagsetning tónleikanna ekki eins og best verður á kosið en maður verður bara að vera duglegur dagana fyrir.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Setti inn myndir úr afmælinu hans káka. Ættuð að geta farið á síðuna hér til vinstri af tenglalistanum með því að smella á Myndir og fleira, þá komið þið á síðuna mína í HÍ, veljið þar af tenglalistanum vinstra megin myndir og þá á þetta að koma.

laugardagur, nóvember 08, 2003

Afmæli hjá Káka í gær og mikil stemmning þar. Við strákarnir gáfum honum þónokkuð veglega gjöf. Hann fékk bók um Pink Floyd þar sem allar myndir plötuumslaganna eru og um þær rætt ásamt fleiru, mjög vegleg bók. Svo fékk hann ferðakaffivél sem hann þarf bara að stinga í samband, hafa með sér kaffi og nálgast vatn og þá hellir vélin upp á einn bolla. Svo fékk hann bakpoka, bókina Herra Latur, sparígrís, backgammon spil, 2 glös sem á stendur, Beer helping ugly people have sex since xxxx, og eina svona bjórkönnu sem maður frystir. Eftir gott partý hjá Káka var farið í bæinn og voru sumir lengur en aðrir.
Það var verkleg æfing í örtölvu og mælitækni í morgun og það verður að segjast að það voru of margir í einu að gera þetta. Erfitt var fyrir kennarann að hjálpa öllum. Okkar hópur var úti á þekju og vissum við lítið hvað ætti að gera og vorum við meðal síðustu hópa til að klára. Eftir verklegu æfinguna fórum ég, Sjonni og Gbus til Sjonna að horfa á Arsenal-Tottenham og fengum okkur eina Dominos með. Ég varð svo svekktur að Tottenham skyldi tapa því þeir virkilega áttu það ekki skilið, að mér leið næstum eins og Man Utd hefði tapað.

Muse að koma. Dagsetningin hefði mátt vera betri en ég fer pottþétt. Spurning hvort maður skelli sér í röð á föstudaginn, mæti kanski svona 8 eða eitthvað og fæ vonandi miða.

Fyndið að í Idol er alltaf verið að tala um að þátturinn sé sendur út beint. Eins og t.d. í þættinum þar sem hinn brottvikni átti að syngja, var alltaf verið að tala um það í þættinum að þetta væri bein útsending og svona, en það vissu allir að gaurinn væri ekki með. Afhverju ekki að viðurkenna að þetta er ekki beint? Frekar fáránlegt.

Verkefni kvöldsins er að lesa tölvunarfræðibókina og kanski byrja á heimaverkefninu næsta.

föstudagur, nóvember 07, 2003

Síminn minn tók upp á því í vikunni að fara í fokk. Það lýsir sér þannig að loftnetið dettur inn og út, klukkan hægir á sér og batteríið tæmir sig fljótar en það á að gera. Þetta hefur áður gerst en það var ekki svo löngu eftir að ég fékk símann og var það lagað því ábyrgðin gilti. Núna vill svo heppilega til fyrir Og Vodafone að ábyrgðin mín rann út fyrir tveimur mánuðum og sjö dögum. Þannig að ef það þyrfti að laga símann kæmi það úr mínum vasa. Allaveganna þá fór ég á stúfanna í dag að athuga hvað gæti verið að og hvað það myndi kosta að laga þetta. Hátækni heitir þjónustufyrirtækið og fór ég fyrst þangað. Þar skoðaði ég gjaldskránna og sá að þetta yrði ágætis peningur ef ég setti símann í viðgerð, það eitt að skoða símann til að athuga hvað það myndi kosta símann var um 1000 kall. Konan sem var þarna kannaðist við þetta vandamál og sagði mér að hún hefði verið með gamalt símakort frá Tali en eftir að hún fékk símakort fra Og Vodafone hefði þetta lagast. Nú ég fer í Og Vodafone og tala við þjónustustúlku þar. Hún segir mér að þar sem ég er ekki skráður fyrir símanum heldur bróðir minn þurfi hann að koma á svæðið og sækja þetta kort eða þá að ég þurfi að fá umboð frá honum. Ég reyni eitthvað að malda í móinn en allt kemur fyrir ekkert. Svo fór ég í Kringluna með strákunum að kaupa gjöf og fer í Og Vodafone búðina þar til að athuga hvort ég gæti nálgast seinna meir þegar ég væri kominn með umboð þetta kort þar. Ég á sama samtalið við gaurinn sem vann þar og hann sagði mér að ég þyrfti að koma með umboð. Ég segi á móti að ég gæti falsað þetta umboð og komið með það og hann hafði nú engin svör við því. Anyways ég redda mér síðan þessu umboði, fer aftur í Kringluna og ætla að sækja þetta kort. Þá er mér tjáð að það verði 1000kr. Ég verð heldur hvumsa yfir þessu og þá sagði gaurinn að ég þyrfti ekki að borga fyrst ég væri búinn að koma tvisvar yfir daginn.

Það sem mér finnst merkilegast við þetta allt saman er það að aldrei í hin tvö skiptin sem ég fór í Og Vodafone búðina var mér sagt að ég þyrfti að borga fyrir þetta kort. Og einnig finnst mér fáránlegt að ég eigi að þurfa að borga fyrir eitthvað nýtt símakort bara af því að fyrirtækið breytti um nafn. Mér finnst það sjálfsagður hlutur að þar sem við erum viðskiptavinir með reikning og allt þarna að við myndum fá kortið ókeypis, það ætti bara að vera þannig fyrst það var verið að skipta þessu út og símar geti fúnkerað illa með það gamla í. Ég var reyndar heppinn og fékk mitt ókeypis en það var bara af því að ég lét það í ljós að ég væri ekki sáttur við þetta.
Lýkur hérmeð þessum reiðifyrirlestri mínum.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Já ásta mér brá soldið, því ég var að lesa og var svona hálfsofandi yfir bókunum og þá fékk maður bara sms.

NEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIII, afhverju þurftu gellurnar að detta úr þættinum. Á þriðjudaginn missti ég í fyrsta skipti af Amazing Race. Svo var ég í bíó í gær að horfa á Matrix, sem er snilld, og kom heim upp úr 1. Þá mundi ég eftir því að þátturinn er endurtekinn á miðvikudögum þannig að ég náði endanum á þættinum og sá þegar gellan hún Tian hékk aftan í einhverju svona járndrasli sem tvö naut drógu klædd í hlýrabol sem dróst soldið neðar við núninginn, þetta var soldið æsandi sko hehe. Allaveganna þær áttu ágætis séns að detta ekki út en klúðruðu því. Ég verð bara að jafna mig á þessu en það verður slæmt ef Jen dettur út í Bachelor í kvöld, þá fer ég í fýlu sko, að missa gellurnar úr Amazing Race og hana úr Bachelor er of mikið fyrir tvo daga hehe.

Eins og ég sagði áðan þá fór ég á Matrix í gær ásamt fríðu föruneyti, við vorum allt í allt 9 á myndinni. Allaveganna eins og ég sagði þá er hún snilld, finnst mér. Ég stóð mig ítrekað að því að þurfa að slaka á lærvöðvunum því ég var búinn að spenna þá. Í hléi bauð ein stelpa sem sat beint fyrir framan okkur upp á skemmtun í hléi þegar hún hallaði sér fram til að spjalla við einhvern og nærbuxurnar, g-strengur var til sýnis fyrir gesti og gangandi. Við hötuðum þetta ekki.

mánudagur, nóvember 03, 2003

vá langt síðan ég bloggaði.
Á föstudaginn var farið í haustferð hjá Vélinni. Farið var á Suðurnesin í þetta skiptið. Fyrst var kíkt í raforkuver í Svartsengi, sem var so and so, þaðan var farið í sund í Grindavík sem var bara heavy næs, sitja í pottinum að chilla. Svo fórum við í fyrirtæki sem sér um viðgerðir á flugleiðavélunum. Það var mjög gaman. Við fengum að skoða flugvél sem var í skoðun og príla út um allt á henni, standa á vænginum, fara inn í flugvélina á saga class og þar í kring. Bara skoðuðum hana í krók og kima. Svo fórum við í matsalinn hjá fyrirtækinu og Vélin kom með bjór, samlokur og snakk og fólk hélt áfram að drekka og skemmta sér. Fólk var soldið í drykkjuleikjum og var vinsælasti leikurinn þannig að settur var spilastokkur ofan á eitthvað ílát og svo átti fólk að blása spilin af. Sú manneskja sem blés seinasta spilið af átti að þamba glas af bjór. Það varð gríðarstemmning í þessum leik og sumir sýndu meistaratakta. Frá þessu fyrirtæki var haldið í höfuðborg íslands, Hafnarfjörð þar sem sveittur borgari var snæddur á Gaflinum. Sumir gleymdust í Firðinum og fengu ekkert að borða, lesist Davíð Þór Tryggvason. Úr Firðinum fóru allir á Hverfisbarinn þar sem stemmningin hélt áfram eitthvað fram eftir nóttu. Helvíti fín ferð bara í alla staði.

Fór á Kill Bill á laugardaginn, helvíti töff mynd sko. Það var einhver gaur í bíó með furðulegasta húmor sem ég veit um. Hann hló alltaf að atriðum sem enginn hló að, og svo hátt að allir heyrðu. T.d. ef einhver missti höfuðið skellti hann upp úr og fleira í þeim dúr. Svo ætlaði ég aftur í bíó í gærkvöldi á Scary Movie 3, en í þann mund sem ég labba að miðasölunni, þá kemur upp miði sem stendur að það var orðið uppselt. Þannig að ég leigði bara Confessions of a dangerous mind. Hún var góð en ekki jafngóð og ég hélt að hún væri.

Bjó til litla myndasíðu með allskonar myndum um helgina, hana má nálgast á www.hi.is/~ottarv og velja myndir í listanum til vinstri.