A site about nothing...

sunnudagur, mars 21, 2004

Tónleikarárið mikla mun þetta ár eflaust vera skráð í sögubækurnar. Það er varla sú vika að maður heyri ekki um einhverja heimsfræga hljómsveit sem ætla að koma á klakann. Deep Purple og jafnvel Uriah Heep munu spila í sumar saman, svo hef ég heyrt að jafnstraumur/riðstraumur muni koma í ágúst og einnig hef ég heyrt að U2 komi þá. Nú bíð ég bara eftir því að heyra að Radiohead komi.
Annars verður það eflaust þannig að slatti af fólki muni kaupa miða á Kraftwerk til að geta tryggt sér miða á Pixies. Það er 9000 króna pakki en eflaust munu einhverjir reyna að selja kraftwerk miðann sinn, því kraftwerk er ekki tebolli allra.
Enn ein helgin sem nýttist ekki nógu vel er að líða. Það er ekki það að ég reyndi ekki að gera heimadæmin sem á að skila á mánudag, ég var bara eitthvað heimskur um helgina og gat ekki gert þau. Þannig að það verður enn einu sinni mánudagabjörgun tekin á þetta, þ.e. að redda sér á seinustu stundu. Það er augljóst að maður verður að fara að taka á.
Merkilegt hvað maður gerir minna þegar maður hefur meiri tíma, ég er greinilega svona gaur sem þarf að hafa pressu á mér til að vera "on top of things"
Annars er ég að fara á School of Rock núna bráðum og kanski maður skelli gagnrýni á hana í vikunni.