Máttur tónlistarinnar
Það góða við tónlist er að hún á við í öllum aðstæðum. Núna þegar allir eru að reyna að leysa kreppuna og maður er kominn með upp í kok að heyra einhverjar getgátur og ályktanir frá misgáfuðum fréttamönnum og öðrum fræðimönnum þá legg ég til að maður hlusti bara á tónlist og leiða hugann frá þessu. Við vitum ekkert hvort eð er fyrr en þetta verður kynnt.
Á þessu ári gaf Portishead út plötu sem heitir Third. Á þeirri plötu er að finna lag sem heitir The Rip og er ótrúlega flott lag, sem byggist hægt og rólega upp á síendurteknu, dáleiðandi stefi og svo endar það allt í einu. Söngkona Portishead er með eina flottustu rödd sem til er og það passar ótrúlega vel við lagið. Þegar ég youtube-aði lagið þá fann ég að Thom Yorke og Jonny Greenwood hefðu tekið þetta lag í cover útgáfu að því er virðist heima hjá einhverjum og eins og við er að búast þá er útkoman æðisleg. Einfaldleikinn, tveir kassagítarar og röddin á Thom Yorke, er hafður í fyrirrúmi og allt elektróníska dæmið sem er í upprunalegu útgáfunni er tekið í burtu. Það er einmitt málið með frábær lög. Þau eru góð hvort sem þau eru þvílíkt íburðamikil með fullt af aukahljóðum eða ef þau eru spiluð á kassagítar.
Á þessu ári gaf Portishead út plötu sem heitir Third. Á þeirri plötu er að finna lag sem heitir The Rip og er ótrúlega flott lag, sem byggist hægt og rólega upp á síendurteknu, dáleiðandi stefi og svo endar það allt í einu. Söngkona Portishead er með eina flottustu rödd sem til er og það passar ótrúlega vel við lagið. Þegar ég youtube-aði lagið þá fann ég að Thom Yorke og Jonny Greenwood hefðu tekið þetta lag í cover útgáfu að því er virðist heima hjá einhverjum og eins og við er að búast þá er útkoman æðisleg. Einfaldleikinn, tveir kassagítarar og röddin á Thom Yorke, er hafður í fyrirrúmi og allt elektróníska dæmið sem er í upprunalegu útgáfunni er tekið í burtu. Það er einmitt málið með frábær lög. Þau eru góð hvort sem þau eru þvílíkt íburðamikil með fullt af aukahljóðum eða ef þau eru spiluð á kassagítar.