A site about nothing...

laugardagur, mars 06, 2004

Magnaður föstudagur
Þetta er búið að vera helvíti finn föstudagur. Byrjaði allt í hádeginu þegar ég fór á kynningu á mastersnámi sem var einkar áhugaverð og ekki sakaði að pizzur voru í boði. T.d. fengu ég, Fjalli og Hrafn heila pizzu fyrir okkur. Svo var bjór fyrir þá sem fíla bjór og faxi kondi fyrir þá sem fíla ekki bjór eða vildu ekki bjór þá stundina. Maður pælir kanski meira í því hvort maður eigi jafnvel að taka masterinn heima, þó svo í huganum stefnir maður út.
Svo fór ég í vísó sem var reyndar soldið langdreginn. Fyrst var hálftíma kynning á fyrirtækinu, svo var okkur skipt í þrjá hópa og átti hver hópur að fara og fræðast meira um einhver verkefni sem VST verkfræðistofa var að vinna við. Hver hópur átti að vera svona 20 mínútur á hverjum stað. Það stóðst ekki því eftir klukkutíma vorum við búin á tveimur stöðum. Fyrsti staðurinn var mjög áhugaverður. Fjallaði um snjóflóðavarnir sem stofan hefur komið nálægt að hanna og svona og það var mjög áhugavert. Svo var næsti staður um loka. Gaurinn fór á súperspeed yfir efnið, sýndi okkur teikningu eftir teikningu og var samt næstum hálftíma að þessu. Það var ekki nógu áhugavert. Seinasti staðurinn fjallaði um Kárahnjúka og virkjunina þar. Það var svolítið áhugavert og hvað áhugaverðast var að sjá námsefni morgunsins í Varma og Varmaflutningsfræði vera notað í praxís.
Svo eftir alla fyrirlestrana voru veitingar og voru þær frá TGI Fridays og bara mjög góðar. Djúpsteiktur mozzarella er alltaf góður og svo var þarna allskonar gúmmelaði.
Úr vísindaferðinni fór ég á söngskemmtun í Háskólabíó útaf 30 ára afmæli Söngskóla Reykjavíkur. Þar var synfonían undirspilari, heljarinnar kór og svo nokkrar kempur í söngnum, sem hafa eitthvað komið nálægt honum. Þarna var m.a. Kristinn Sigmunds og Eyvor Pálsdóttir. Ég sat á besta stað í húsinu, alveg fyrir miðju, efst í fremsta hluta sætanna, þ.e. þau sem eru við sviðið og fyrir neðan innganginn. Þarna fékk maður klassísku tónlistina sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina beint í æð og var magnað að heyra verk eins og O Fortuna sem MR-ingar kannast við úr Tolleringunni, með þessum stóra kór og synfó. Nessun Dorma var líka algjör snilld og fleiri verk. Þetta voru svona helstu hetjuaríur óperunnar sem voru þarna flutt.
Eftir þetta fór ég ásamt föruneyti mínu, sem samanstóð af Guðrúnu föðursystur, ömmu, Þorgils bróður og nágrannakonu Guðrúnar, Ellen á Tapas bara þar sem við fengum okkur aðeins í gogginn. Þar var margt mjög gott og allt svona í minni kantinum, enda þannig séð ekki dýrt. Ég fékk mér nautakjöt á teini, og það var ljúffengt. Það er sniðugt ef maður er ekki of svangur að kíkja þangað, ansi huggulegt og spennandi matur á boðstólnum.
Svo er það rennismíðanámskeið yfir helgina. Mæting klukkan 8 upp í borgó, stefnir í fjör!