A site about nothing...

miðvikudagur, júní 29, 2005

Ég hef nú áður skrifað um LÍN hérna og verið ósáttur en núna ætla ég að skrifa og umfjöllunarefnið er gleðiefni. Stuttu eftir að ég kom heim sá ég grein sem einhver alþingis og framsóknarkona skrifaði um breytingar í LÍN. Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég las um þessar breytingar en í stuttu máli er hægt að segja að þessar breytingar eru það sem ég hef verið að bíða eftir. Það er búið að fella út frítekjumarkið sem var svona eins og refsing fyrir nemendur sem vildu vinna á sumrin. Í ofanálag þá hefur skerðingarhlutfallið verið lækkað úr einhverjum 35% niður í 14%. Þetta þýðir semsagt að loksins mun maður eiga valkost á að fá almennilegt námslán þó svo maður búi í heimahúsum. Húrra fyrir þeim sem náðu þessu í gegn.
Eftir að hafa séð bæði Ísland í dag og Kastljós í gær þá get ég með sanni sagt að hafi ég einhvern tíma borið virðingu fyrir Eiríki Jónssyni þá er hún löngu fokin út í veður og vind. Að heyra hann í gær réttlæta allt þetta fjaðrafok í kringum starfshætti Hér og Nú, sem er einn mesti sorpblöðungur sem ég hef séð, var út í hött. Hann beitti hinni mjög svo snjöllu aðferð í "rökræðunum" að tala hærra en þeir sem á móti honum sátu og ekki hleypa þeim að. Svo þegar hann var spurður absúrd siðferðilegra spurninga hvort hann myndi birta frétt ef eitthvað væri svona og svona svaraði hann þeim á þann eina veg sem hann gat, sökum þess sem undan er gengið, þó svo ég sé viss um að ef hann beiti almennri skynsemi þá hefði hann viljað svarað þeim öðruvísi.

föstudagur, júní 24, 2005

Á sumrin þá reyni ég að vera ekki mikið inni eða hanga í tölvunni og þar sem ég hef ekki sett alla þá tónlist sem ég vil á ipodinn er ákveðið efni sem ég hef ekki heyrt í lengri tíma. Í kvöld var það svo þannig að þegar ég startaði fartölvunni fékk ég óstjórnlega löngun til að hlusta á Arcade fire og þegar fyrstu hljómarnir í fyrsta laginu hljómuðu leið mér eflaust eins og sprautufíkli sem fær skammtinn sinn og ég fann vellíðunina koma yfir mig. Sum tónlist er bara of góð.
Annars er mjög skemmtilegur og busy dagur á morgun. Háskóli Íslands er að útskrifa og þekkir maður ófáa sem eru að klára "piparsveinavísindin" í verkfræði. Þessu fylgja veislur og partý og manni var boðið í einhver. Einnig er bróðurdóttir mömmu að fara að gifta sig þannig að eitt sem víst er á morgun að manni mun ekki leiðast einnig eru litlar líkur á því að maður verði svangur á morgun.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Jæja fyrst fólk er svona ósátt með California dreamin þá ætla ég að fleygja öðru lagi inn. Þetta lag er eitt magnaðasta cover af james bond lagi sem ég hef heyrt. Það er allaveganna mín skoðun, hvað finnst ykkur?
Coldplay - You only live twice

sunnudagur, júní 19, 2005

Ég varð að fleygja þessu lagi inn. Þetta er remix sem einhver DJ að nafni Benny Benassi gerði af klassíska laginu California Dreamin og var óspart spilað á Dóminiska, þó svo ég hafi bara notið þess einu sinni að hrista rassinn við það þá var þetta í uppáhaldi hjá þeim sem voru duglegri en ég.
Benny Benassi - California Dreaming(remix)

Snilldarhelgi að baki. Einhver besti 17. júní sem undirritaður man eftir. Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins og ég var að heiman allan daginn og fram á nótt. Workaði aðeins í tanninu, fékk svona netta verkamannabrúnku á eftir. Byrjaði daginn á því að þvo bílinn minn sem svo sannarlega þurfti þess. Svo leit ég niður í miðbæinn enda hef ég gert það í mörg ár. Þar leit ég í heimsókn til Ara og fórum við svo í bæinn að sýna okkur og sjá aðra. Við byrjuðum á því að heimsækja Hrafn og Sjonna þar sem þeir voru að vinna fyrir Sumargrín ÍTR og voru bara hressir á því. Svo mældum við okkur mót við Tuma og seinna meir Kenneth og fórum á Austurvöll þar sem við létum sólina steikja okkur. Ég fór síðan aðeins heim og grillaði áður en ég fór aftur í bæinn og hitti þá Tuma og Atla á Arnarhóli. Þar horfðum við á hljómsveitirnar sem spiluðu eins og Papana og Stuðmenn og eftir það fórum við á Hressó. Þar hittum við Tryggva Sveins og við plöntuðum okkur í garðinn á Hressó og hlustuðum á snilldarbandið Vax, sem eru þrír gaurar sem spila svona retró tónlist og gera það mjög vel. Á þessum tímapunkti urðu skiptingar á fólki. Atli og Tryggvi fóru en þess í stað kom mætafólkið Marta og Davíð og Guðrún Meyvants. Héldum við áfram að sitja úti og njóta tónlistarinnar og þegar henni lauk um miðnætti færðum við okkur yfir á Ara þar sem við sungum með trúbadorunum.
Í gær var svo fertugsafmæli bróður míns þannig að ég brunaði austur á Hvolsvöll og var viðstaddur það. Veðrið var virkilega gott og sátu veislugestir úti í garði og borðuðu góðan grillmat og skemmtu sér. Svo um kvöldið keyrði ég í bæinn ásamt Árna og var stefnan tekin að kíkja í bæinn en ég var eitthvað slappur þannig að ég skutlaði bara Árna í bæinn og fór heim.
Svo var ansi ljúft að sofa út í morgun og þó svo nýju nágrannarnir reyndu að vekja mig með hávaði þegar þau fluttu inn náði ég að sofa til þrjú. Það fyndnasta og raun skemmtilega var það að mig dreymdi voða skemmtilegan og kvikmyndalegan draum og þó svo ég hálfvaknaði þá náði ég að halda honum áfram. Þannig að ég vaknaði bara ansi hress eftir þessar draumfarir þar sem þær voru einkar skemmtilegar.
Næsta mál á dagskrá er að skríða í bælið því stefnan er tekin á að hlaupa í fyrramálið.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Óttar á iði 2005
Svona líkt og íþróttahreyfingin er með slagorðið Ísland á iði þá ætla ég að koma með slógóið Óttar á iði 2005. Þetta konsept ef svo mætti kalla er semsagt samheiti fyrir þá hreyfingu sem ég ætla mér að stunda í sumar og mér fannst fyndið að kalla það einhverju nafni, veit svosem ekki hvort þið séuð sammála því. Það sem felst í þessu konsepti eru æfingar í World Class, fundir í Hjólaskautaklúbbnum (sem er í raun línuskautaklúbbur) og í fjallgönguklúbbnum Geitinni. Stefnt er að því að stunda allt af miklum móð í sumar auk þess sem stefnan er tekin á það að labba upp stigann í húsi Orkuveitunnar á morgnana og eftir hádegismat, en það er heljarmikið verk.
Segja má að Óttar á iði hafi hafist fyrir helgi þegar ég kíkti upp á Esjuna. Svo á mánudagsmorguninn fór ég á fyrstu hlaupaæfinguna mína í World Class í alltof langan tíma. Þegar ég labbaði inn í World Class í Orkuveituhúsinu þá mætti mér Stjáni stuð og var hann að klára æfinguna sína, þannig að það eru celebs þarna líka.

sunnudagur, júní 12, 2005

Góð helgi að baki, svona næstum því. Náði að sofa úr mér jet-lagið frá fluginu heim núna um helgina. Á fimmtudaginn tók ég comeback ársins þegar ég dauðþreyttur ákvað að labba upp á Esjuna með Guðbjörgu og Önnu Regínu og var það mjög gaman. Þar sem það var frekar lágskýjað en annars gott veður fórum við ekki alla leið en áttum ekki mikið eftir. Svo á föstudaginn fór ég á Mr. and Mrs. Smith og andskotinn hafi það hvað Angelina Jolie er flott, hún er án vafa flottasti kvenmaður sem er til í heiminum í dag. Í gær var fótbolti um daginn í blíðviðrinu og sund eftir það. Svo var grillpartý um kvöldið hjá Önnu Regínu og svo partý hjá Dabba og bærinn sem var svo stappaður að maður stóð bara úti og tjattaði við fólk enda veðrið alveg nógu gott til þess. Í dag tók ég svo loks fyrstu æfinguna í World Class í svona mánuð eða svo. Ansi viðburðaríkir dagar.
Búinn að setja inn myndir úr ferðinni þannig að þið getið smellt á hlekkinn myndir hér til hliðar og notið dýrðarinnar.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Þá er maður bara kominn aftur. Þriggja vikna ferð lokið og heppnaðist hún í flesta staði mjög vel. Það var mikið af upplifunum í ferðinni t.d. að ferðast í amerískri skólarútu sem var mjög áhugavert en ekki sjens að sofna, limmósina sem leigubíll, maturinn í Bandaríkjunum, götulífið í New York, "sveitin" Boston (miðað við New York), róa árabáti á vatni í Central Park í blíðskaparveðri, pirrandi sölumenn í Dóminiska, klífa fossa og svo renna sér niður þá eða hoppa, mosquito flugur sem átu suma upp til agna en aðrir voru látnir í friði, "ripoff island" sem samkvæmt lýsingu átti að vera paradís á jörðu en þegar komið var á staðinn var staður fyrir ágenga sölumenn, verslanir í NYC og Boston og öll kjarakaupin sem gerð voru, þyrluferð í NYC, Soho, Times Square að kvöldlagi, að djamma með passann sinn í Bandaríkjunum, skammtastærðir á veitingastöðum, þegar við fórum öll út að borða á Gustavino´s í boði ÍAV og svo miklu miklu fleira.
Heimsóknirnar í fyrirtækin voru misgóðar. Sumar voru mjög áhugaverðar og mjög vel að heimsókn okkar staðið á meðan aðrar voru það "áhugaverðar" að maður barðist við að sofna ekki. Það sem stóð kanski upp úr var heimsóknin til Sikorsky og heimsóknin í Symbol einnig var aerospace hlutinn í MIT mun áhugaverðari en ég hafði búist við. Leiðinlegast var að komast ekki í fjármálafyrirtæki.
Myndir eru á leiðinni, þar sem ég tók um 900 myndir og mikið af þeim eru af húsum eða eitthvað þannig þarf ég aðeins að sortera þær áður en ég set þær inn en ég læt ykkur vita.