A site about nothing...

mánudagur, júní 16, 2008

Upphitunin heldur áfram fyrir Hróarskeldu. Í rannsókn minni á böndunum sem spila í ár hef ég rekist á nokkrar perlur sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Ein af þeim er bandið The Dø. Þetta er tvíeyki sem kemur frá Finnlandi, gellan, og gaurinn er frá Frakklandi. Nafnið er komið úr upphafsstöfum þeirra, D fyrir Dan Levy (ekki mjög franskt nafn ef maður hugsar út í það) og gellan heitir Olivia B. Merilahti. The Dø spila tónlist sem hefur svo mörg element að maður uppgötvar eitthvað nýtt við hverja hlustun. Lögin sjálf eru síðan mjög melódísk og minna mig á heilmikið af góðu stöffi, t.d. Architecture in Helsinki (Playground Hustle) og Cardigans (On My Shoulders) ásamt öðrum listamönnum. Það verður forvitnilegt að sjá hvort tvíeykið nái að framkalla hljóm laganna í live performance en ég ætla ekki að missa af því, nema Radiohead sé að spila.


Myspace

laugardagur, júní 14, 2008

Rannsóknir á hljómsveitum Hróarskeldu hátíðar þessa árs eru komnar í gang af fullri alvöru. Eins og staðan er núna þegar þetta er skrifað að þá er ég kominn upp í D og búinn að finna fullt af góðum böndum sem ég hefði ekki haft hugmynd um hefði ég ekki lagt af stað í þetta.
Í d-inu fann ég listamann sem ég held ég bara verði að fara og sjá. Kauði heitir Dan Deacon og semur elektró danstónlist, sem stundum er fáránlega hress og eflaust fáránlega gaman að dansa við og stundum er þetta svona rólegri stemmning en samt virkilega flott. Hann mun víst vera með eitthvað mega show á Hróa þar sem það er vídjólistagjörningsmaður með honum og tveir trommuleikarar. Ég held að það verði algjör skyldumæting á Dan Deacon.

Dan Deacon - Crystal Cat

þriðjudagur, júní 03, 2008

Það er augljóst að sykurlausa kókið er hættulegur fjandi. Eftir mikið sukk í því um helgina þá drakk ég ekkert í gær og líkaminn fékk þessi líka fráhvarfseinkenni. Verst var samt hausverkurinn sem kom og hefur líka verið í dag. Ég hefði svosem getað lagað einkennin með því að fá mér meira af gosi en hef sleppt því og er að vonast til að verða normal á morgun. Ég þekki fleiri sem hafa tekið cold turkey á diet/zero kók og hafa fengið bara einhvern mega hausverk í 2-3 daga á eftir. Það er greinilegt að það er einhver fjandi í þessu.

Núna er minna en mánuður þangað til ég fer á Hróarskeldu í annað skipti á ævinni. Tilhlökkunin er gríðarleg er óhætt að segja en samt þarf ég að gera tonn af hlutum áður en ég fer. Helst ber þar að nefna að ég ætla að reyna að leggjast í rannsóknarvinnu og kíkja fyrirfram á þessi bönd sem verða að spila og þá frekar að geta valið og hafnað út frá því sem ég hef heyrt. Því væri gaman að heyra frá einhverjum sem hafa hlustað á böndin, hverju maður eigi að tjekka á og hverju maður eigi að sleppa.