A site about nothing...

fimmtudagur, mars 11, 2004

Búin að vera pínu blogghvíld bara, það er nú bara vegna þess að á þriðjudaginn langaði mig engann veginn að fara í tölvuna og lesa um Man Utd leikinn og því ákvað ég að sleppa því. Miðvikudaga fer ég heldur vanalega ekkert í tölvuna því ég er í fótbolta svo seint á kvöldinn.
Það eru bara stórtíðindi úr boltanum. Ítalska Knattspyrnulandsliðið kemur hérna í ágúst sem maður verður nú bara að fara að sjá, Sven Göran er verndari einhverjar íslenskrar knattspyrnuakademíu og Enski boltinn verður á Skjá Einum næstu leiktíð, sem er mikill fengur fyrir þá. Þá er bara spurning hver muni fara yfir á Skjá Einn að lýsa þessu. Ætli Arnar Björnsson geri það sama og hann gerði þegar Stöð Tvö fékk enska boltann? Eða ætli einhverjir nýjir spekingar muni sjá um þetta? Svo er alltaf spurning hversu vel Skjár Einn getur sinnt þessu því Sýn hefur staðið sig hreint frábærlega í þessum málum. Sýna alveg ógrynni af leikjum. Spurning hvort Skjárinn stofni nýja stöð, sem mun væntanlega kosta eitthvað, ekki ætla þeir að sýna þetta ókeypis.
Fótboltinn var í gær eins og vanalega. Mitt lið byrjaði feykivel og vorum við komnir einum ellefu mörkum yfir þegar mest var á fyrstu 25 mínútum leiksins. Hitt liðið var byrjað að minnka muninn þegar Dabbi varð fyrir því óláni að renna á boltanum einhvern veginn og sneri upp á löppina, man ekki hvora, sem olli því að hann sleit liðband. Þetta mun ekki vera mikilvægt liðband að sögn Dabba, en hann verður að spila með stuðning við löppina í heilt ár, segir kappinn. Þessi leikur verður því felldur úr heildarkeppninni en staðan þar er ennþá 5-2 fyrir mitt lið.
Í dag fengum við, eða ég fékk hugmyndina og sannfærði strákana að taka þátt, að tippa á enska um helgina. Einhver súperpottur, 130 millur í boði. Ekki slæmt að skipta því á milli sín.