A site about nothing...

sunnudagur, mars 14, 2004

Æ mig auman, enn einn tapleikurinn og núna á móti Shitty sem voru bara hreint út sagt ágætir í dag, í það minnsta sem ég sá af leiknum. Manchester er bara ekki spila eins og það gerir, enda nokkrir menn meiddir og aðrir í banni. Það sem kom kanski hvað mest á óvart í dag var að Ronaldo og Silvestre voru með. Búist var við að Silvestre yrði frá í 2-3 vikur en nei kallinn er úr stáli og spilaði leikinn. Hann gaf reyndar eitt mark sem var nú ekki nógu gott. Ronaldo átti víst magnaðn fyrri hálfleik þar sem tréverk Shitty fékk að kenna á því en inn vildi boltinn ekki. Titillinn er kominn á Highbury held ég að ég geti sagt með vissu og þar á hann heima. Arsenal er að spila langbesta boltann í dag á Englandi og það væri eiginlega skandall ef þeir yrðu ekki Enskir Meistarar.
Ég stóð í þeirri trú að Man Utd væri ekki með nógu sterkan mannskap fyrir stuttu eða þangað til ég fór á einhverja síðu þar sem maður gat búið til sterkasta lið Man Utd og það var ansi sterkt að mínu mati. Það sem vantaði hvað helst í það var vinstri bakvörður og tel ég að það hljóti að vera eitthvað sem Ferguson pæli í í sumar. Fortune aka Turtle head er búinn að vera spila ágætlega en er ekki nógu góður og ef John O´Shea ætlar ekki að taka sig saman í andlitinu þá er þetta lykilmál fyrir næsta ár. Einnig tel ég að gott yrði að fá einn reyndan mann í vörnina, Southgate eða einhvern slíkann því ef Silvestre eða Ferdinand meiðast þá er gott að geta kallað á einhverja kempu í þetta.
Svo er spurning hvort það þurfi ekki að bæta við einum sóknarmanni og losa sig við Forlan. Eiður gæti komið sterkur inn þarna þar sem Chelsea á ábyggilega eftir að kaupa svona 3 framherja í sumar og þá fær hann ekkert að spila. Hann er mjög skapandi leikmaður og gæti hentað mjög vel tel ég í þetta lið Manchester.
Annars tel ég að þetta lið sé í góðum farveg. Það sem mér fyndist að Ferguson ætti að gera núna er að leyfa mönnum eins og Djemba Djemba, Kléberson, Bellion og jafnvel einhverjum fleirum að spila svolítið og fá reynslu, því kapphlaupið um titilinn er búið og mér finnst það ekki skipta máli hvort við verðum í öðru eða þriðja sæti.
Svo á næsta ári þá verður liðið hungrað í titla eftir skortinn á þessu ári og ég tel að nýtt lið Manchester muni rísa úr öskustónni.