A site about nothing...

föstudagur, nóvember 30, 2007

Hróarskelda 2008, hér kem ég!!!

The pad
Hér gefur að líta nokkrar myndir frá pad-inu mínu. Loksins hengdi ég upp þessar myndir sem sjást á veggjunum og ég tók þegar ég og Árni Bragi vorum staddir á svona rooftop bar í Manhattan með þetta klikkaða útsýni.







Áðan fann ég út hvar ég vil vera 22. desember. Ghent í Belgíu er staðurinn en þar, þennan dag munu Justice, Hot Chip, Soulwax, Erol Alkan og Boys Noize spila og það verður væntanlega geðveikt!

mánudagur, nóvember 26, 2007

Undanfarnar vikur hef ég verið að hlusta á ýmsa góða tónlist og séð nokkrar kvikmyndir og langar að deila þessu með ykkur.

Byrjum á tónlistinni.
Kanye West - Graduation
Nokkuð þétt plata frá 'Ye eins og við vinir hans köllum hann og þar á meðal ég þar sem ég hitti hann jú í London haustið 2005 en það er önnur saga. Eins og nafnið gefur til kynna er 'Ye að klára skóla, jafnvel skóla lífsins. Platan er straumlínulagaðri en College Dropout og Late Registration sem báðar eru rétt yfir 20 lög en hérna lætur hann sér nægja 13 lög til að breiða boðskapinn en hefði getað haft þau 12 þar sem síðasta lagið, Big Brother, er gríðarlega leiðinlegt. Ég verð að gefa honum hrós fyrir að sleppa sketsunum sem drógu úr gæðum Late Registration en þrátt fyrir enga sketsa þá er Late Registration aðeins betri plata að mínu mati og spilast það á styrkleika laganna sem þar eru. Lög sem fólk ætti að tjekka á hér eru t.d.:
Good Morning
Stronger (sem flestir hafa heyrt hvort eð er)
Can't Tell Me Nothing Það voru tvær útgáfur gerðar af myndbandi fyrir þetta lag og "grín" útgáfan er með Bonnie Prince Billy og grínista sem heitir Zach Galifianakis
Flashing Lights
Everything I am Hugljúft og sálarfullt lag sem minnir svolítið á fyrstu verk Kanye.

Feist - The Reminder
Í þónokkurn tíma hef ég heyrt fólk verið að mæra Feist og vissi svosem að hún var/er hluti af Broken Social Scene sem á eina bestu plötu þessa áratugar, You Forgot it in People. Þessi plata er hennar þriðja og verð ég eiginlega að viðurkenna að ég er undrandi að ég hafi ekki tjekkað á verkum hennar fyrr. Þessi plata er í mínum huga hin fullkomna sunnudagsplata. Þægileg á að hlusta, falleg (röddin hennar er himnesk), fjölbreytt og stútfull af frábærum lögum. Lög sem þið ættuð að tjekka á eru:
I Feel it All Hressandi lag.
Past in Present Annað hressandi lag.
The Limit of Your Love Byrjar tregafullt og blúsað en verður því sem næst bjartsýnt í lok lagsins.
1234 Lag sem ég var ósjaldan búinn að dilla mér við þegar það kom í Ipod auglýsingunni í sjónvarpinu, vissi samt ekki að það væri með henni.
Honey Honey Þetta lag og lagið sem fylgir verður maður helst að hlusta á saman þar sem þau tengjast svo fullkomlega. Ég held að það sé óhætt að segja að hún sé svolítið undir áhrifum frá Björk í þessum tveimur lögum.
How My Heart Behaves Byrjunin á laginu minnir mig alltaf á lag með Björk sem ég man ekki hvað heitir. Virkilega fallegt lag.

Ég hefði næstum því getað sett alla plötuna hennar Feist sem lög sem þið eigið að tjekka á en þessi lög gefa ágæta mynd af plötunni.

Kvikmyndir:
August Rush
Whitney og Victoria náðu einhvern veginn að draga mig á þessa mynd sem ég hefði ekki að fyrra bragði farið á. Ég var skeptískur á að þetta væri minn tebolli þar sem trailerinn virkaði ekki mjög spennandi, ekta chick flick. Ekki batnaði þetta þegar í salinn var komið og trailerar fyrir myndir sem fara að koma í bíó voru sýndir, eintómar chick flicks. Það rættist hins vegar heldur betur úr þessu og myndin sjálf bara hin fínasta ef maður horfir framhjá nokkrum atriðum í söguþræðinum sem meika engan sens. Þetta er svona feel good mynd og tónlistin í myndinni virkilega góð. Svo er Kerry Russell líka svo sæt að það var added bonus.

Stardust
Þegar ég sá trailerinn fyrir Stardust í sumar þá leist mér ágætlega á hana. Klassísk ævintýramynd með klassa leikurum, Robert De Niro, Michelle Pfeiffer, Claire Danes í helstu hlutverkum og Ricky Gervais í smáhlutverki. Einhvern veginn fór myndin samt framhjá mér í kvikmyndahúsum hérna úti og því fór svo að ég horfði á myndina á tölvunni í gegnum þessa síðu (frábær síða). Myndin sjálf var svo bara virkilega góð, klassískt ævintýri um baráttu góðs og ills, ástar og illsku. Mæli með henni.

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Fjalli Palli benti mér á síðuna cracked.com ekki fyrir svo löngu og sagði að þetta væri fín afþreyingarsíða þegar maður er að læra og nennir ekki að læra alveg í augnablikinu. Talaði Fjalli Palli um að þarna væru oft góðir listar um hitt og þetta og í dag fann ég þennan lista. Hann fjallar um 7 kvikmyndir sem voru gerðar eftir teiknimyndasögubókum (langt orð) og eiga allar það sameiginlegt að hafa vikið mjög frá sögunni í bókinni. Það er mikið til í þessu hjá höfundinum og best og fyndnust finnst mér færslan hans um myndina sem lendir í fyrsta sæti en ég ætla ekki að segja ykkur hver hún er svo þið lesið þetta :).

Fyrst ég er byrjaður að tala um afþreyingarsíður þegar maður nennir ekki að læra þá er coedmagazine í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar má finna greinar um málefni sem skipta "mjög" miklu máli, myndasöfn af gellum og fleira áhugavert og fræðandi, mæli með þessu. Systursíða coedmagazine er svo collegecandy og hana kíki ég stundum á líka enda þarf maður alla þá hjálp sem hægt er að fá til að skilja konur.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Eitthvað fór þetta framhjá mér en samkvæmt þessari heimasíðu þá mun Justin Timberlake halda tónleika á Íslandi 28. Nóvember. Getur einhver staðfest þetta eða er þessi síða bara í ruglinu?

Rakst á þessa mögnuðu útgáfu af laginu Outsiders með Franz Ferdinand sem er lokalag You Could Have Done it so Much Better og líklega eitt besta lagið á plötunni. Það sem gerir lagið jafn flott og raun ber vitni er þessi Austantjalds keimur sem er á því auk þess sem trommubítið er hreint út sagt frábært og eflaust flókið að spila live. Franz Ferdinand leystu það hins vegar á ansi skemmtilegan hátt eins og sést á myndskeiðinu sem fylgir.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Það er búð hérna í Boston sem heitir Bodega og er svona high end sneaker búð ásamt því sem hún selur föt. Það sem er mjög svalt við þessa búð er að hún er falin á bakvið litla verslun sem er með helstu nauðsynjavörur fyrir heimilið og drykki og svona. Bodega og Converse fóru nýlega í samstarf og bjuggu til skóna sem myndin hér að neðan er af og er framleidd í takmörkuðu upplagi og seld á um 4-5 stöðum í heiminum þar á meðal Wood Wood í Köben. Ég keypti mér par af þessum skóm í dag (fyrsti dagurinn sem þeir eru seldir) þar sem mig hefur langað í Converse skó lengi og þessir heilluðu mig mjög. Svo fór ég að spyrjast fyrir um upplagið af skónum og þá skildist mér á afgreiðslumanninum að það væru til 100 pör í búðinni hjá þeim (hönnuðunum) og svo væntanlega eitthvað í hinum 3-4 stöðunum. Það er því ekki laust við að maður sé í nettum elítu fíling í dag :). Til að sjá fleiri myndir af þessum frekar mögnuðu skóm í mínu huga þá getið þið smellt hér

föstudagur, nóvember 16, 2007

Vín
Það er fátt betra en gott glas af víni með mat eða eitt og sér. Eftir að ég flutti hingað þá fór ég að meta vín og núna get ég varla hugsað mér lífið án víns, ætli ég sé alkahólisti? Líklega ekki en það vita kannski fáir en ég er með "vínkjallara" í herberginu mínu. Reyndar er þetta bara ein hilla í Ikea hillusamstæðunni minni en í fyrsti skipti síðan ég keypti áðurnefnda hillu þá er hún full af vínum. Ég hef nefnilega verið ansi duglegur þessa vikuna að kaupa vín. Í kvöld keypti ég fjögur rauðvín frá Ítalíu þegar ég fór í vínbúð á Newbury í leit að víni sem ég fékk í Róm í sumar. Þessi vín er ekki jafn flott og hitt vínið en ég hlakka til að prufa þau. Svo á þriðjudaginn þegar ég var á sales career fair (sem var ömurlegt) rétt hjá North End þá sá ég leik á borði og skellti mér í góða vínbúð þar og keypti 2 hvítvín (ítölsk) og eina rauðvín frá chateauneuf du pape eða hvernig sem það er skrifað, á 18 dollara til að tjekka hvort það dæmi allt sé gott. Ég keypti líka nýjasta blaðið af Wine Spectator og það er án vafa snobbasta blað sem ég hef keypt hérna í Ameríkunni.
Þið megið semsagt búast við því að þar sem ég á 6 flöskur af víni að þá mun ég basically bara vera fullur þangað til ég flýg heim. Kannski er ég alkóhólisti eftir allt saman.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007


Klassík.

Framtíðin

Það sem hefur legið hvað mest á mér síðustu vikur er hvað mun gerast eftir jól. Mun ég vera áfram í Boston? Mun ég flytja heim? Mun ég flytja til Danmerkur? Ég hreinlega veit það ekki. Þetta óvissu ástand er að fara með mig svo ég játi það hér og nú og það er ólíklegt að það muni ráðast á alveg næstu dögum en vonandi næstu vikum, annars fer ég yfirum.
Það sem ég er að reyna að finna út núna er hvort ég vilji vera áfram hérna í Boston. Borg sem ég dýrka og dái en það gengur ekki sérlega vel að finna vinnu. Ég hafði eiginlega lofað sjálfum mér að láta það ráðast hvað gerðist eftir jól á því hvernig starf mér myndi bjóðast á mismunandi stöðum í heiminum. Þess vegna vil ég ekki að svo stöddu bara taka eitthvað starf hérna í Boston til að geta verið í 1 ár í viðbót.
Þegar ég var í Köben í sumar þá fann ég hversu virkilega mig langar til að búa þar í einhvern tíma og sá möguleiki er vissulega til staðar. Ég þarf hins vegar að fara að leita mér að starfi þar og því er ekki víst að ég fengi "draumastöðuna". En kannski á ég ekkert að vera að hugsa um það núna. Ég er ungur og ég get breytt um starfsvettvang. Reykjavík er vissulega valkostur en mér finnst að ef ég fer heim að þá er ég einfaldlega að fara í pakkann*. Jú vissulega eru launin heima frábær og flestir vina minna búa á Íslandi en mér finnst ég ekki hafa klárað útlanda reynsluna og þar sem það er í rauninni ekkert sem bindur mig við Ísland þá er spurning hvort maður eigi ekki að klára þessa þörf bara. Ég veit það yrði æðislegt að búa í Köben og þar eru margir góðir vinir líka og ættingjar þannig að þetta er sterkur kandidat hjá mér. Upp á síðkastið hefur einnig verið að laumast að mér sá valmöguleiki að gera eitthvað ótrúlega út úr karakter. Fara til Japans og vinna eða Ástralíu. Kannski að ferðast um Suður-Ameríku í nokkra mánuði eftir útskrift og svo fara heim. Þetta er lang-ólíklegasta staðan að svo stöddu en maður getur alltaf látið sig dreyma um að maður sé svona ævintýragjarn þó svo í raunveruleikanum er maður það ekki.
Þegar Inga, sem býr hér í Boston, komst að því að ég gæti verið að flytja þá bjó hún til lista yfir hluti sem ég þyrfti að gera áður en ég færi heim. Á honum eru t.d.
1. Going for the belt!! (ef þú hefur séð how I met your mother þá veistu hvað þetta þýðir).
4. Ice in soda (eitthvað amerískt víst)
5. Place in China town that has more cops than servers (Inga á það til að skrifa á ensku þegar hún er aðeins komin í glas)
6. Karaóki Sushi (ég held að þetta gæti verið skemmtilegt enda frábær karaókí söngvari ;) )
7. Brady. Þetta þýðir að fara að sjá Patriots og Brady. Eitthvað sem ég er meira en til í.
8. Ballet (ég held að þetta sé að fara í ballet tíma).
9. Yellow Belt
10. Get a job in America.

Skemmtilegur listi þetta.

*pakkinn: eignast íbúð, bíl, sumarbústað, kærustu, börn, áður en maður verður þrítugur.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Allt að gerast á þessu bloggi eins og fólk hefur tekið eftir.

Ég bloggaði ekki svo löngu um tvo sjónvarpsþætti. Annars vegar er það, besti sjónvarpsþáttur EVER, Tila Tequila: A Shot At Love og hins vegar var það Chuck. Um Chuck sagði ég að hann væri líklegastur af þremur nýjum þáttum hjá NBC sem ég myndi horfa á og viti menn, sú varð raunin. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi þátta með "trúanlegan" söguþráð og *hóst* flottum gellum *hóst* eins og t.d. Alias og þessi þáttur fellur fullkomlega undir þann hatt. Þannig að allir að tjekka á Chuck og gleyma raunveruleikanum í svona 40 mínútur eða svo.
Tila Tequila er síðan allt annar handleggur. Þetta er mesta drama sem ég hef á ævi minni séð og hver þáttur er stútfullur af einhverju óvæntu. Fólkið sem er að keppast um hylli Fröken Tequila er síðan alveg spinnegal flest af þeim og það eykur skemmtanagildi þáttarins. Minn maður í þættinum er ítalinn Domenico og er ósjaldan hægt að hlæja að því sem hann gerir eða segir. Ég er þess fullviss um að Skjáreinn eða Sirkus muni byrja að sýna þennan þátt, annað væri hneyksli.
Þriðji þátturinn sem ég ætla að tala um er svo LA Ink. Ég hef alltaf haft fordóma gagnvart tattoo og sjaldnast skilið af hverju fólk fær sér eitthvað flennistórt tattoo á áberandi stað. En eftir að hafa horft á þessa þætti þar sem maður fær að kynnast fólkinu sem fær sér tattoo-in og ástæðuna fyrir því auk þess sem maður kynnist listamönnunum þá hefur virðing mín fyrir þessu stóraukist. Sumir af tattoo listamönnunum eru fáránlega færir og víla ekki fyrir sér að búa til tattoo sem líta nákvæmlega út eins og manneskjan á frummyndinni.

Síðasta föstudag fór ég á minn fyrsta NBA leik og sá liðið sem allir hafa verið að tala um fyrir þetta season, Boston Celtics. Celtics gjörbreyttu liðinu sínu frá því í fyrra sem náði þeim vafasama heiðri að bæta metið í töpuðum leikjum í röð og hafa nú fengið til liðs við sig Kevin Garnett og Ray Allen. Liðið hefur verið að spila mjög vel í byrjun leiktíðar og margir tala um að stórir hlutir gætu gerst. Það var ansi gaman að fara á leikinn. Sætin voru ansi ofarlega en maður sá samt fáránlega vel en það sem kom mér kannski hvað mest á óvart hversu hljóðlátir áhorfendur voru. Kannski var það sökum þess að leikurinn var í rauninni aldrei neitt spennandi eða kannski eru þetta bara einhverjir filler fans sem vilja sjá KG og Ray Ray. Reyndar get ég lítið sagt þar sem ég var ekki mikið að öskra. Ég lét mér nægja að klappa.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Radiohead - Faust Arp
Líklega eitt besta lagið af nýju plötunni þeirra, In Rainbows.

Snillingar!!

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Hinn hrekkjavökubúningurinn...

Whitney, önnur af kanadísku stelpunum sem bjuggu í íbúðinni sem ég bý í núna hélt upp á 23 ára afmæli sitt föstudaginn eftir Hrekkjavöku. Þemað í partýinu var White Trash og þar sem ég skorast ekki undan því að mæta í búning þá mætti ég eins og myndin hér að neðan sýnir. Spurning hvort maður eigi að halda í þetta lúkk? Yrði pottþétt vinsælt hjá stelpunum...

föstudagur, nóvember 02, 2007

Í kvöld fór ég á þriðju Annuals tónleikana mína á þessu ári og dró Ingu með mér (hún kom með mér á fyrstu líka). Bandið spilaði á stað sem heitir Great Scott og er svona lítil og nett búlla þar sem sviðið er fáránlega lítið og maður stendur næstum því við hliðina á hljómsveitinni þegar hún spilar ef maður er fremst. Annuals eru í miklum metum hjá mér og ég hef oft skrifað um hana á Rjómanum t.d. hér og hér. Hljómsveitin er skipuð 6 manns, 5 gaurar og ein gella og þessi gella er einhver sem mér hefur alltaf fundist virkilega sæt. Eftir tónleikana þeirra í kvöld og þegar næsta band hóf leik þá vildi svo skemmtilega til að engin sat á barnum en gellan úr Annuals kom og settist þar og enginn var að tala við hana. Ég ákvað að þarna væri mitt móment að segja hæ, að ég væri mikill aðdáandi bandsins þeirra (sem ég er) og spyrja afhverju þau spila ekki uppáhaldslagið mitt. Ég gerði allt þetta og við enduðum á því að spjalla saman í um klukkutíma, mestmegnis um tónlist. Semsagt mjög fínn dagur að mínu mati :).

Og við sjáum mynd