A site about nothing...

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Work it baby, work it. Já ég skellti mér í sund í dag eftir vinnu og dró með mér Inga Sturlu. Við fórum í Laugardalslaugina margfrægu og var ekki laust við að hún væri stöppuð, allaveganna hafði Ingi að orði að hann hefði aldrei séð jafnmarga í henni. Taka verður þessu þó með fyrirvara þar sem við vorum í sundi á laugardaginn í Suðurbæjarlauginni og það var svona ágætis hópur af fólki en ekkert öfga mikill að þá lét hann sömu orð falla, hann hafði aldrei farið í Suðurbæjarlaugina með jafnmikið af fólki í henni. Nú aftur að sundlaugarferðinni að þar sem ekki var hægt að sitja í grunna endanum þá ákváðum við að heilsa upp á sólbekkinn og gerðum það í dágóðan tíma og workuðum tanið allsvakalega. Var það umtalað í lauginni eftir að við komum aftur í hana að við hefðum náð góðu base tani. Svo eftir gott chill í lauginni skelltum við okkur og fengum okkur að borða niðrí bæ og ís á eftir. Snilld.
Svo eftir að ég kom heim þá náði ég að draga familien út með mér þar sem veðrið var fáránlega gott. Var ákveðið að ég myndi renna mér nauthólsvíkina á línuskautum og þau að chilla á meðan. Á ströndinni var heljarinnar partý og fólk að dansa og láta öllum illum látum. Ekki mundi ég eftir því að FM957 hefði boðað til strandpartýs eða einhver önnur útvarsstöð en komst að því þegar ég var búinn að renna mér að þarna voru skátar á ferð og gríðarlega hressir í þokkabót.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, að renna sér í þarna í Nauthólsvíkinni og út í Vesturbæ er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo mikil ró sem maður nær meðan á þessu stendur og útsýnið er ótrúlegt. Ég verð að reyna að fara oftar áður en ég fer út og ef einhver vill koma með mér þá er bara um að gera að bjalla í mig, ég er alltaf til.
Að lokum þá ætla ég að ræða um verslunarmannahelgina. Ef það er einhver þarna úti sem á sumarbústað með heitum potti og hafði hugsað sér að fara í hann um helgina má sá hinn sami bjóða mér með :D.

sunnudagur, júlí 24, 2005

Góð helgi er senn á enda og var nóg að gera að venju. Grill og partý á föstudaginn í þessari líka blíðu og veðrið um nóttina var þannig að manni langaði helst ekki að fara að sofa. Laugardagurinn var svipaður, ég og Ingi workuðum tannið í suðurbæjarlaug og svo var partý sem Guðbjörg og fleiri vinkonur hennar héldu í nauthólsvík í gærkveldi. Þaðan var farið í bæinn en það sem var hvað ótrúlegast var að það var nánast enginn í bænum, spurning hvort fólk sé að spara sig fyrir næstu helgi. Ég og Sjonni vorum búnir að ákveða að taka daginn í dag snemma þannig að ég var ekki lengi í bænum og svo klukkan hálftíu í morgun kom Sjonni og náði í mig og við fórum að spila 9 holu völlinn á Hvaleyrinni. Mjög skemmtilegur völlur en alltaf erfitt að spila völl í fyrsta skipti. Sólin lét ekki mikið sjá sig en öðru máli gegndi um þokuna, samt mjög góðar aðstæður til að spila golf. Við náðum báðir einum birdie og það á sömu holunni en annars var ég ekki að spila neitt öfga vel þannig séð því þetta var náttúrulega nýr völlur og svona :D.
Eftir golfið fór ég loksins að sjá nýju star wars myndina og var hún ágætis afþreying. Gaman svona að sjá hvernig þetta verður allt eins og upphaflega myndin sýndi.
Jæja upptalningarblogg er ekki það skemmtilegasta en eitthvað verður maður að skrifa.

mánudagur, júlí 18, 2005

Klassík

Eitt sem ég ætlaði líka að koma á framfæri fyrst ég er nú að þessu á annað borð að þá hef ég ekkert heyrt frá elsku kokkinum okkar. Ég efast stórlega um að ég eigi eftir að gera það þrátt fyrir nokkrar ítrekanir í tölvupósti. Þannig að spurningin er bara hvort við eigum ekki bara að senda honum póst svona í lok sumars og lýsa yfir óánægju okkar gagnvart honum. Láta hann heyra það að orð hans hafi verið innantóm og framkoma óásættanleg.

Arna


Já, það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að tala við þennan kokk, kíla hann í bumbuna og segja: "Ef þú borgar ekki þá rassskelli ég þig". Eins og þið vitið, þá leysir ofbeldi öll vandamál. Spurning hvort þú takir ekki kalkúnin með þér, svo hann viti að þú sért að tala um viðskipti.
Arnar Ingi | 07.18.05 - 5:28 pm


Siggi ætti að fara létt með það, enda vinnur hann hjá KB banka og þeir eru vanir að rassskella mig um hver mánaðamót... Damn you kaffibarinn!
Addi | 07.18.05 - 6:37 pm

sunnudagur, júlí 17, 2005

Stundum dettur maður niður á ótrúlega vel gerða þætti þegar maður er að stökkva á milli stöðvanna í sjónvarpinu. Einn slíkan þátt sá ég áðan og var hann um framleiðanda í Hollywood sem heitir Robert Evans. Evans þessi er víst fyrsti leikarinn í Hollywood sem varð síðar framleiðandi og gerði það gott. Hann kom að framleiðslu mynda eins og Love Story og Godfather. Hann var algjör midas því allar myndir sem hann kom að urðu vinsælar en svo lenti hann í hrakningum seinna meir en náði að vinna sig úr þeim. Mér fannst þetta frábært sjónvarpsefni enda hef ég alltaf fílað heimildarmyndir og sérstaklega ef þær tengjast sögu einhvers áhugaverðs. Þannig að ég mæli með að ef fólk hefur Bíórásina að reyna að sjá þessa mynd um manninn, mjög áhugavert stöff.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Grill hjá deildinni minni í kvöld. Herlegheitin byrjuðu klukkan 6 og ég var mættur eitthvað aðeins síðar, villtist aðeins á leiðinni nefnilega. Orkuveitan á ansi flott félagsheimili í Elliðarárdalnum sem hefur verönd sem liggur út að Elliðaá og þar meðan við vorum var fólk að veiða og svona. Þessi staður er algjör vin inni í höfuðborginni því maður heyrir bara í ánni en ekki í umferðinni en svo þegar maður horfir yfir þá sér maður hvar maður er, annars gæti maður haldið að maður væri úti í sveit. Allaveganna við fengum mötuneytisliðið til að elda og kokkurinn bjó til grillspjót sem hafði annars vegar fisk og hinsvegar kjöt. Fiskspjótin voru með risarækju og hörpudisk, fáránlega ljúffengt, og kjötspjótið var með lambakjöti, sveppum og papriku. Ég verð að segja að þetta var eitt besta lambakjöt sem ég hef fengið. Svo var boðið upp á ískaldan bjór, hvítvín og rauðvín og gos. Allt þetta var semsagt í boði Orkuveitunnar. Svo var ég að ræða við einhvern gaur og hann sagði mér að Orkuveitan væri með golfklúbb sem hann vildi meina að við sumarstarfsfólkið ættum að gera skráð okkur í með því einu að ganga í starfsmannafélagið. Þar er ársgjaldið 2500 kall og svo velur maður væntanlega að fara líka í golfklúbbinn. Golfklúbburinn hefur semsagt aðgang að fjórum völlum og má þar nefna Bakkakot sem er í Mosfellsdalnum og Hveragerðisvöllinn. Þetta eru vellir sem ég hef oft spilað og kann mjög vel við og ef það er satt sem hann sagði þá mun ég geta spilað þá frítt með því einu að ganga í starfsmannafélagið. Svo sagði hann líka að maður ætti að biðja um kennslu og ef næg þátttaka fæst að þá myndi vera skaffaður kennari og ekkert sem maður þarf að borga. Þannig að á morgun ætla ég að kanna sannleikann í þessum fullyrðingum mannsins en ef þetta er rétt skal ég glaður borga félagsgjaldið í starfsmannafélagið.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Í dag er ég búinn að pæla heilmikið í ljósleiðurum og hvernig leiðbeiningar yfirmanns míns virka, hvort ég skilji þær og svo framvegis því ef ég skil þær ekki þá skilur enginn þær segir hann. Fór meðal annars á fund á annarri hæð í orkuveituhúsinu, ég vinn á fjórðu, nema hvað þetta var á annarri hæð í norðurhúsi og þangað kemst maður ef maður tekur lyftu niður á mínus þrjá. Þaðan labbar maður langan gang, þar sem aðstaða vinnumanna er og þar á endanum fer maður inn um hurð og svona semi langan gang. Svo gerir maður hókí pókí, snýr sér í hring og er þá mættur í eitthvað hús þar sem fullt af fólki vinnur og ég vissi ekki einu sinni að fólk væri að vinna þarna. Í þessu húsi spjallaði ég við hressan breta að ég held sem talar soldið bjagaða íslensku og hann var að útskýra fyrir mér hvernig þeir eru að teikna upp ljósleiðara og allt systemið sem þarf til að koma þessu á laggirnar. Það er þessi deild er með forrit sem heldur utan um allar tengingar, hvernig rör og ljósleiðarar tengjast og eitthvað þannig. Spennandi stöff.
Svo er grill á morgun í gömlu deildinni minni Dreifingu og það er spáð góðu veðri þannig að það verður gaman. Reyndar er aðstaða mín ennþá hjá þeim þannig að maður fær að fljóta með.
Svo svona í lokin var ég að velta fyrir mér hvort maður gæti ef maður ákvæði það að hætta að borða hvítt hveiti? Ekki endilega vegna þess að læknar sögðu að þú yrðir að gera það þú bara ákveður það sjálfur. Ég er aðallega að hugsa um þetta því það er svo ótrúlega margt sem maður borðar sem hefur hvítt hveiti, eins og pasta og brauð og t.d. hata ég ekki brauð. Sérstaklga ekki ristað brauð með osti og marmelaði og kannski glas af appelsínusafa :D.
En já nú ætla ég að hætta áður en þetta blogg verður með öllu óskiljanlegt.

laugardagur, júlí 09, 2005

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig maður yrði "successful" ef maður færi út í það að eiga og reka sína eigin búð hérna á Íslandi. Það sem ég hef komist að eftir þónokkrar pælingar er eftirfarandi. Í fyrsta lagi þá þyrfti búðin að hafa einhverja nauðsynjavöru. Í öðru lagi þá þyrfti fákeppni á markaði þannig að þín verslun gæti komið inn og orðið svona "Bónus" þess geira sem þú ætlar þér að vera á. Þannig að þú þyrftir að vera með verslun sem hefði lítinn "overhead" (man ekki íslenska orðið í augnablikinu) og væntanlega að vera tilbúinn að vinna mikið sjálfur svona til að koma þessu af stað. Þetta tel ég að myndi gefa þeim einstaklingi sem ætlar út í þennan bransa gott veganesti í byrjun.
Svo fór ég að pæla aðeins í þessu meira og velti því fyrir mér af hverju enginn hefur stofnað svona Victorias Secret verslun á Íslandi? Ég velti þessu fyrir mér því þegar við vorum í útskriftarferðinni þá held ég að það hafi varla erið sú stelpa eða strákur sem átti kærustu heima sem fór ekki í þannig verslun úti. Það hlýtur bara að vera að einhverjum hafi dottið þetta í hug en hætt við því það er of dýrt að flytja þetta inn eða eitthvað þannig.
Önnur verslun sem ég tel að myndi ganga virkilega vel hér H&K því alltaf þegar ég fer til útlanda fer ég í hana og vanalega kaupi ég mér eitthvað. Það er reyndar einhver léleg H&M búð á móti Kringlunni en ég held að hún tengist meira póstlistanum heldur en venjulegu verslunum. Af hverju þessi verslun hefur ekki fyrir löngu verið gerð að alvöru verslun er mér hulin ráðgáta en það á víst að bæta úr því þegar næsta stækkun Kringlunnar verður.

Þetta var ekkert gay færsla, nei nei :D

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Þar sem það hefur verið svona frekar rólegt að gera í vinnunni upp á síðkastið og þá meina ég rólegra en vanalega þá hef ég soldið verið að vafra um netið og þá er alveg tilvalið að skoða t.d. bloggsíður. Vanalega er það þannig að maður byrjar að skoða sína síðu og út frá því skoðar maður tenglana á henni. Svo ef tíminn er nægur þá á maður það til að velja einhvern random af tenglum vina sinna og þannig heldur þetta áfram. Að gera þetta getur verið mjög gaman því manni finnst svona eiginlega eins og maður sé að hnýsast örlítið, lesa sér til um eitthvað sem einhver sem maður þekkir ekkert vill tjá sig um. Allaveganna verð ég að viðurkenna að ég hef oft lúmskt gaman af þessu og maður finnur oft góð blogg með þessari aðferð. Enn hef ég þó ekki fundið eitthvað blogg hjá einhverjum sem ég þekkti í æsku en það hlýtur að enda á því.
Annað sem ég hef verið að gera til að nýta tímann er að skoða nám erlendis. Ég er þónokkuð búinn að einblína á USA og keypti mér í þeim tilgangi aðgang að safni usnews um grad skólana og hvernig þeir eru rankaðir. Þetta er svo mikil snilld og ótrúlega þægilegt að orð fá því varla lýst. Svo þegar maður vill skoða Evrópu þá vandast málin og er eiginlega bara hundleiðinlegt að leita að námi í Evrópu. Fyrir það fyrsta er þetta mjög óskipulagt og svo er það nám sem mig langar helst í voðalega lítið kennt þar, allaveganna á þann hátt sem ég vil.

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Tvö ný albúm komin á myndasíðuna annað er rest frá new york og hitt er frá skógum.

mbl.is býður upp á svona stjörnuspeki section á síðunni sinni og þar er hægt að panta stjörnukort sem er gert fyrir hvern og einn út frá fæðingardegi og tíma. Þetta kostar einhver 600 kall og eftir að hafa skoðað einhver sýnishorn ákvað ég að skella mér á þetta og sjá hvort eitthvað væri til í þessu. Auðvitað ætla ég að leyfa lesendum síðunnar að lesa þetta líka og því er um að gera að smella hér. Svo væri gaman að fá feedback á hvað fólki finnst, er þetta sá Óttar sem fólk þekkir?

Snilldartónleikar í gær. Queens voru virkilega góðir og mér fannst magnað hvað þeir náðu að koma nýju lögunum frá sér vel, enda fíla ég þá plötu mjög vel. Svo af gamla stöffinu þá þekkti ég eiginlega bara hittarana en þeir hljómuðu mjög vel í mínum eyrum og var gaman að heyra t.d. viðhafnarútgáfu af No one knows.
Foo fighters byrjuðu síðan sitt sett á vangefinni keyrslu þar sem þeir fóru í gegnum ein fimm lög í einu og bara hittara. Svo tóku þeir bara virkilega gott sett, tóku ekki mikið af nýju plötunni, spiluðu mikið af hitturum þó svo það vantaði Low og Walking after you. Svo var ansi gaman að heyra Grohl taka Everlong í svona rólegri útgáfu aleinan á sviðinu og ef fólk vill heyra tóndæmi, hringið þá í 6851623. Svo að lokum verð ég að segja að ég er sammála þeim einstaklingi sem skrifaði rýni um nýjustu plötu foo og sagði að besta plata foo yrði best of plata, þeir eiga fáránlega mikið af hitturum.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Góð helgi að baki þar sem heimsóttir voru Skógar í "verkfræði" útilegu. Brunað var út úr bænum á föstudeginum með þeim Guðbjörgu og Önnu Regínu. Planið var að fara í mínum bíl en stelpurnar voru með svo mikið dót, þar á meðal var Guðbjörg með 300 regnstakka merkta símanum, að við ákváðum að fara á bíl sem fjölskylda hennar átti. Ég ætlaði að vera rosalega góður og koma með ipod og itrip fyrir ferðalagið sem ég og gerði en þegar leið á ferðalagið okkar á Skóga kom í ljós að þar var lítið inni sem allir gátu sætt sig við og fékk ég þann stimpil á mig að hlusta ekki á venjulega tónlist eða eitthvað álíka. Þegar komið var á Skóga var pínu rigning og var hafist handa við að tjalda tjaldinu hennar Önnu Regínu sem er svona old skúl Seglagerðin Ægir tjald, gæti verið keypt annars staðar neita því ekki. Þegar maður hefur bara tjaldað kúlutjöldum í þau fáu skipti sem ég hef farið í útilegu seinustu ár tók dágóðan tíma að fatta hvernig þetta ætti allt saman að vera, sérstaklega þar sem burðarsúlurnar þrjár voru misháar, tvær jafnar og ein hærri. En að endingu hafðist það og þá var tekið til við að blása upp vindsængur. Mín vindsæng var í svona stærri kantinum þannig að Anna hafði dálitlar áhyggjur að tjaldfélagar okkar, Sigrún og Maja, fengju ekkert pláss til að sofa. Það hefði verið slæmt ef þær hefðu báðar verið með vindsængur en lukkulega fyrir okkur var svo ekki þannig að við komumst öll fyrir í tjaldinu. Svo var tekið til við að skemmta sér og gekk það bara ljómandi þrátt fyrir rigningu. Regnstakkar Guðbjargar vöktu mikla lukku og mátti sjá ófáa einstaklinga skarta þeim. Svo þegar farið var að sofa um nóttina, en svo einkennilega vildi til að við fórum öll sem vorum í tjaldinu að sofa á sama tíma þá var þar blár brjóstahaldari inni í tjaldinu. Þegar ég sá hann hélt ég að einhver stelpnanna ætti hann og hafði fá orð um þetta en þegar þær sáu hann fóru þær að velta því fyrir sér hver ætti hann jafnframt því sem þær neituðu allar að eiga hann. Morguninnn eftir skelltum við honum upp við innganginn og varð hann svona húsprýðið okkar.
Þar sem maður vaknar svo gríðarlega ferskur í tjaldi var ákveðið að skella sér á Vík í Mýrdal og tjekka á sundlauginni þar og pizzum sem mikið hafði verið talað um deginum áður. Sundlaugin var góð og pizzan fín en útsýnið á leiðinni var samt best. Við sem fórum tókum nettan túrista á þetta og kíktum á Dyrhólaey og umhverfið þar í kring. Svo þegar aftur var komið voru Skógarleikarnir byrjaðir og var horft á þá. Þar var att kappi í hinum ýmsustu greinum sem vanalega er ekki keppt í og að drekka bjór tilheyrði öllum greinunum. Svo var matur og sprell eftir það þangað til Brekkusöngurinn undir styrkri hönd Daníel Johnsons fór fram. Tókst hann einstaklega vel upp þar sem veðrið hreinlega lék við hvern sinn fingur og fólk var duglegt að syngja með. Svo þegar kom að því að fara að sofa þá einhvern veginn æxlaðist það aftur þannig að við tjaldíbúar fórum öll aftur að sofa á sama tíma. Veðrið tók upp á því að versna og um morguninn var komið hávaðarok og rigning og tók vel í tjaldið. Þá var ákveðið að fara á fætur og bara skella sér í bæinn sem var gert með stuttu stoppi í Hlíðarenda til að borða morgunmat.
Jamm þannig fór nú helgin og er ekki óvitlaust að veita titla fyrir hitt og þetta í lokin.
Combo helgarinnar
Verkfræðiflíspeysan og rauði jakkinn minn sáu um að halda mér heitum og hindra að ég rigndi niður.
Kaup helgarinnar
Síðu nærbuxurnar sem ég fjárfesti í fyrir ferðalagið reyndust vera hin mestu kjarakaup og héldu mér heitum.
Hressleiki ferðarinnar
Guðbjörg í morgun á leiðinni frá Skógum til Hvolsvallar.