A site about nothing...

fimmtudagur, mars 18, 2004

Sumarbústaðarferðin var bara mjög góð. Bústaðurinn var þvílíkt flottur, glænýr og hafði öll svona helstu þægindi sem maður þarf að hafa. Svo sem heitan pott, sem var vitaskuld nýttur, örbylgjuofn fyrir letingja í eldamensku, venjulegan ofn fyrir þá sem nenna að elda, ristavel, kaffivél, hraðsuðukatli og feitum leðursófa til að chilla í. Við vorum rosalega heppnir með veður því það var sól og blíða bæði þriðjudaginn og miðvikudaginn en veðrið ekkert spes í dag. Eins og sönnum túristum litum við vitaskuld á Gullfoss.
Eitt sem er rosalega gott við að vera fjarri "siðmenningunni" er það að ljósamengunin er svo lítil að maður sér allt miklu betur á himninum, svosem norðurljósin og það sem meira skiptir, stjörnurnar. Þar sem við lágum í pottinum sáum við ógrynni af stjörnum og gervitunglum sem þutu um hvolfið. Einn spurning vaknaði í hugum okkar og það er umferðartími gervitungls, ef einhver veit það má hann kommenta á þetta.
Þegar þetta er skrifað er MR að tapa í Gettu Betur. Það hlaut að koma að þessu en samt skrýtið að reynsluboltarnir skuli tapa þessu. Ég hélt að MR tæki þetta í ár og svo á næsta ári þegar nýtt lið kæmi þá myndu þeir tapa. En þetta er nú það besta sem gat komið fyrir keppnina því núna fær fólk aftur áhuga á að horfa á þetta og einokun MR-inga er væntanlega lokið, í bili.
Hvað er eiginlega málið með að rukka gjöldin fyrir HÍ í lok mars?? Þetta nær náttúrulega engri átt, því eflaust eiga fæstir pening á þessum tíma til að borga jafnmikinn pening og um ræðir, eða um 33000 kall. Ég verð að segja að mér finnst þetta allt mjög skrýtið að breyta allt í einu þessu kerfi, það hefur hingað til verið þannig að maður borgar í júlí held ég. Enda eru flestir þá nýbúnir að fá fyrstu útborgunina sína og því líklegri til að eiga fyrir þessu. Það er vonandi að þessu verður breytt.