Dagurinn í dag þegar veðrið er eins og það er, rigning og rok, er svona dagur þar sem maður á að vera heima hjá sér. Liggjandi uppi í sófa og horfa á eitthvað í sjónvarpinu, kanski dotta aðeins og bara almenn leti.
En þannig var það ekki hjá mér. Eins og í gær var ég mættur um átta leytið upp í Borgarholtsskóla þar sem ég lærði að rennismíða og fræsa. Við bjuggum til fjóra hluti og fengum svona grunninn í þessum fræðum öllum yfir helgina. Manni leið eins og temmilegum verkamanni, með skítugar hendur og í iðnaðargallanum, sem í þessu tilviki var blár sloppur. En þó svo þetta hafi verið gaman, þá er ég feginn að þetta sé ekki eitthvað sem ég muni vinna við til æviloka.
Sá fyrsta þáttinn af nýju Bachelor seríunni þar sem Bob úr Bachelorette er Bachelor-inn. Þetta var víst vitað og því er þetta aðeins öðruvísi en hinir þættirnir þar sem piparsveinninn hefur ekki verið þekktur. Enda sýnir það sig að allar konur í Bandar?kjunum sem vanalega fá áráttu fyrir einhverju sóttu um að komast. Þær eru margar hverjar nú þegar ástfangnar af kallinum og þegar ein var rekin núna þá bara komst hún ekki yfir það að hún hefði ekki verið valin til að halda áfram, því ef hún elskaði Bob, afhverju elskaði hann hana ekki??
Svo sá maður svona hvað muni gerast í framhaldinu og það lítur út fyrir einhverja dramatík, enda elska þær hann allar. Spurning hvort maður fylgist með.
En þannig var það ekki hjá mér. Eins og í gær var ég mættur um átta leytið upp í Borgarholtsskóla þar sem ég lærði að rennismíða og fræsa. Við bjuggum til fjóra hluti og fengum svona grunninn í þessum fræðum öllum yfir helgina. Manni leið eins og temmilegum verkamanni, með skítugar hendur og í iðnaðargallanum, sem í þessu tilviki var blár sloppur. En þó svo þetta hafi verið gaman, þá er ég feginn að þetta sé ekki eitthvað sem ég muni vinna við til æviloka.
Sá fyrsta þáttinn af nýju Bachelor seríunni þar sem Bob úr Bachelorette er Bachelor-inn. Þetta var víst vitað og því er þetta aðeins öðruvísi en hinir þættirnir þar sem piparsveinninn hefur ekki verið þekktur. Enda sýnir það sig að allar konur í Bandar?kjunum sem vanalega fá áráttu fyrir einhverju sóttu um að komast. Þær eru margar hverjar nú þegar ástfangnar af kallinum og þegar ein var rekin núna þá bara komst hún ekki yfir það að hún hefði ekki verið valin til að halda áfram, því ef hún elskaði Bob, afhverju elskaði hann hana ekki??
Svo sá maður svona hvað muni gerast í framhaldinu og það lítur út fyrir einhverja dramatík, enda elska þær hann allar. Spurning hvort maður fylgist með.