A site about nothing...

mánudagur, mars 08, 2004

Sá Jalla Jalla áðan. Hafði lengi langað til að sjá hana en aldrei leigt. Myndin stóðst undir væntingum mínum algjörlega. Mjög skemmtileg og kómísk saga um sænskan innflytjanda sem á sænska kærustu en amma hans og pabbi vilja gifta hann stelpu frá heimalandinu sem á líka heima í svíþjóð. Hann neyðist til að feika það að þau ætli að giftast því annars þarf stelpan að fara aftur til síns heima og þetta býður upp á kómískar aðstæður. Ansi góð mynd og ekki skemmir fyrir að stelpan frá heimalandinu er mjög sæt, enda ekki leiðinlegt að horfa upp á fallega kvenmenn, eins og keiru knightley í Pirates of the C.
Svo er besti vinurinn, sem á við risvandamál að stríða, ansi fyndinn karakter.
Stjörnugjöf kanski við hæfi, höfum hana nördalega:
Ég gef henni greiningu III

Þar sem greining I er lélegast og greining IV best.