A site about nothing...

mánudagur, mars 03, 2003

Það getur verið mjög skemmtilegt að fara í gegnum pósthólfið sitt og skoða hvað manni hefur verið sent, það getur rifjað upp góðar minningar og slæmar líka. T.d. þegar ég hafði ekki netbanka þá fannst mér alltaf voða gaman að fá yfirlit yfir það hvar ég notaði debetkortið mitt, þá gat ég séð hvað ég var að gera þann daginn og svona. Núna hef ég netbanka og get skoðað það þegar ég vil sem er ansi skemmtilegt, en þetta var reyndar skemmtilegra þegar þetta kom örfáum sinnum á ári.

Á leið minni í skólann í morgun heyrði ég Dabba Forsetisr. ræða um það að honum hefði verið boðinn massífur peningur fyrir að líta undan einhverju tengdu þeim Baugsmönnum. Og auðvitað þegar forsetisráðherra kemur með svona ásakanir þá er þetta aðalfréttaefni dagsins. En ég var að pæla, nú gæti Dabbi verið að fara með ljúgvitni ekki það að ég er að segja að hann geri það, en hann gæti það. Því hvort myndiru trúa Davíði Oddssyni eða Jóni Ásgeiri? Dabbi hefur miklu meira credit á bakvið sig og litið er á Baugsmenn sem holdgervinga alls þess sem er vont á Íslandi. Kanski er þetta trick hjá Dabba til að beina athyglinni að hversu óspilltur flokkur sjálfstæðisflokkurinn er, það er jú kosningar framundan.
Að lokum vil ég segja að þetta eru kenningar og þurfa ekki endilega að spegla afstöðu mína til málsins. Heldur er ég ekki að taka upp hanskann fyrir Baugsmenn.