Lag vikunnar
Loksins kemur að því ég ákvað að setja inn nýtt lag vikunnar, en sökum anna þá hef ég ekki sett inn nýtt lag vikunnar í dágóðan tíma. Sökum þess hversu langt er liðið ákvað ég að setja inn tvö lög, reyndar er þetta sama lagið bara í tveimur mismunandi útgáfum. Lagið heitir Enter Spacebar og er með íslensku hljómsveitinni Trabant. Þeir eiga annað remixið og hitt eiga einhverjir þjóðverjar sem ég veit ekki frekari deili á en það að þegar þeir ákváðu að gera remix af þessu lagi þá vildu þeir ekki nota upptökurnar af laginu heldur vildu frekar spila lagið sjálft. Þeirra útgáfa minnir mig á svona rokkaða Nintendo útgáfu.
Loksins kemur að því ég ákvað að setja inn nýtt lag vikunnar, en sökum anna þá hef ég ekki sett inn nýtt lag vikunnar í dágóðan tíma. Sökum þess hversu langt er liðið ákvað ég að setja inn tvö lög, reyndar er þetta sama lagið bara í tveimur mismunandi útgáfum. Lagið heitir Enter Spacebar og er með íslensku hljómsveitinni Trabant. Þeir eiga annað remixið og hitt eiga einhverjir þjóðverjar sem ég veit ekki frekari deili á en það að þegar þeir ákváðu að gera remix af þessu lagi þá vildu þeir ekki nota upptökurnar af laginu heldur vildu frekar spila lagið sjálft. Þeirra útgáfa minnir mig á svona rokkaða Nintendo útgáfu.