A site about nothing...

þriðjudagur, mars 11, 2003

Bubble Trouble er sá leikur sem hvað flestir virðast vera að spila um þessar mundir. Þangað til í þessari viku voru þeir bestu að ná 15 level en svo ekki söguna meir, þangað til í þessari viku þegar Sjonni náði að sigra 15 level. 16 level var ansi (two) tricky en honum tókst líka að klára það. Menn bjuggust við einhverju stórfenglegu, jafnvel besta borði leiksins. Hugmyndir voru uppi um að gígantískt stór kúla sem myndi þekja hálfan skjáinn væri verkefni borðsins en þvílík urðu vonbrigðin. 17 level hefur engar tímatakmarkanir auk þess sem það virðist vera endalaust. Það gengur þannig fyrir sig að frá hliðum borðsins koma kúlurnar, misstórar og mismunandi hversu margar þær eru. Það virðist vera að maður fari ekki eitthvað lengra. Hvort höfundum leiksins hafi ekki dottið neitt annað í hug, verið komnir í þrot með hugmyndir skal ósagt látið. En þetta voru temmileg vonbrigði

Ég skrifaði um það fyrir einhverjum vikum að það hefði flætt inn í íbúðina okkar, afleiðing þessa er sú að það þarf að taka parketið af stofunni og dúkinn úr eldhúsinu. Eins og málin standa í dag þá er búið að rífa parketið af og hvað haldiði? Helvítis gólfið er viðurstyggilega grænt á litinn. Svo er voða skrýtið að labba á milli herbergja, því maður er ekki vanur því að gólfið fyrir utan herbergin sé svona lágt, mér brá þónokkrum sinnum fyrsta kvöldið sem parketið var tekið af.

Að lokum ætla ég að tala um Köln( Tommi þú munt væntanlega hafa mikla ánægju af því). Ég skrifaði í vikunni um kúgun Icelandair á íslenskum ferðalöngum og hvað við þurfum að borga svívirðilega mikið til að komast út fyrir landssteinana. Allaveganna þá var ég að skoða svona lággjaldaflugfélög í evrópu og fann eitt sem heitir Germanwings. Þeir fljúga frá Köln í Þýskverjalandi og þeir eru ekkert að rukka um of fyrir farið. Nei kallinn minn, maður getur t.d. flogið til Mílanó fyrir 6000 kall fram og tilbaka, til Nice í Frakklandi er það um 9000 krónurnar. Djöfull væri næs ef þetta væri á Íslandi, soldið óraunhæft en samt næs.