Mikið voru nú slakir kynnarnir á Söngvakeppni Framhaldsskólanna, konan þó sérstaklega. Það var eitthvað við hana sem fór óendanlega í taugarnar á mér, gæti líka bara verið það að ég var í soldið fúlu skapi. Afhverju var Óttar í fúlu skapi spyrjið þið ykkur eflaust. Jú hann var kominn með ógeð ársins á stóra teikniverkefninu og kominn í soldið vonleysi yfir því. En nú þegar þetta er skrifað þá líður honum mun betur og það eina sem þurfti til var að hlusta á 3 góða geisladiska og allt var batnað. Diskarnir sem hann hlustaði á voru Ok Computer, Pablo Honey með Radiohead og Lost Souls með Doves. Merkilegt hversu góð áhrif tónlist getur haft á mann.
Sá helvíti magnaða mynd í gær, Habla Con Ella eftir Almadóvar. Maðurinn er perri, maðurinn er snillingur, maðurinn þjáist víst af svefnleysi. Mæli eindregið með henni.
Sá helvíti magnaða mynd í gær, Habla Con Ella eftir Almadóvar. Maðurinn er perri, maðurinn er snillingur, maðurinn þjáist víst af svefnleysi. Mæli eindregið með henni.