A site about nothing...

miðvikudagur, mars 26, 2003

Var í tölvunum uppi í skóla í allan dag að gera stóra teikniverkefnið. Ég nennti ekki að hlusta á geisladiska sem ég tók með mér þannig að ég tjekkaði á útvarpinu á netinu. Í gegnum windows media spilarann getur maður fundið allskonar útvarpsstöðvar sem eru miklu betri en þessar hérna heima. Allaveganna þá fann ég þarna einhverja stöð sem msn.com stendur fyrir og út frá henni uppgötvaði ég allskonar snilldarstöff varðandi þetta svæði þarna hjá þeim. Þetta er þvílík snilld hjá þeim að það hálfa væri nóg. Þeir eru með stöðvar sem covera allt sem manni dettur í hug. T.d. þá getur maður skrifað inn einhverja hljómsveit sem maður fílar og þá koma þeir með sína skilgreiningu á tónlistinni sem sú hljómsveit spilar, segir manni frá öðrum hljómsveitum í svipuðum stíl og bendir manni hvaða útvarpsstöðvar maður eigi að hlusta á. Einnig getur maður nálgast mjög góðar upplýsingar um diska hljómsveitarinnar og margt fleira. Svo ef þú ert að hlusta á útvarpið og það er eitthvað gott lag þar, þá getur bætt því við á favorite tunes lista hjá þér. Þar eru mjög góðar upplýsingar um lagið, t.d. af hvaða plötu það er og svona og við sum lög þá finnur síðan svipuð lög með öðrum hljómsveitum. Fyrir tónlistaráhugamann eins og mig er þetta himnasending. T.d. þegar muzik.is var í sínu gamla formi þá fann ég oft lög sem ég fílaði mjög mikið og þá gat ég farið á netið og fundið hvað það heitir sem er oft ekki raunin með venjulegar útvarpsstöðvar. Þarna er búið að bæta einu skrefi við í rauninni. En allaveganna þá mæli ég með þessu fyrir alla.

Fór til tannsa í morgun því það þurfti að gera eitthvað dæmi og það gerðist soldið skrýtið. Well hann þurfti að deyfa mig, sagðist ætla gefa mér 10 dropa og jújú stóð við það, en málið var að á meðan ég sat í stólnum þá hætti deyfingin hægt og rólega að virka og svona 10 mín eftir að ég var búinn var hún alveg farinn. Þetta var mjög skrýtinn tilfinning því vanalega þá er ég dofinn í svona hálftíma á eftir.

Hail to the thief skal hún heita heillin. Ég er vitaskuld að tala um nýju Radiohead plötuna sem ég bíð í ofvæni eftir, því það sem ég hef heyrt lofar mjög góðu, enda ekki við öðru að búast af þessum snillingum. Platan inniheldur 14 lög sem er nýtt fyrir þá því þeir jahh eru vanalega ekki með svona mörg lög. Sail to the moon er t.d. frábært lag allaveganna sú útgáfa sem ég heyrði og There There líka, þar er ég sammála Hrafni að það lag sé helvíti gott. Svo eru lög sem kanski koma sem B-sides seinna sem ég hefði viljað sjá eins og Good Morning Mr. Magpie. En ég er mega aðdáandi og finnst nánast allt sem þeir gefa út og spila gott.