A site about nothing...

föstudagur, mars 14, 2003

Fann þetta á Batman.is. Þetta eru víst teikningar eftir einhvern sem vinnur við það að teikna Simpsons. Mjög skemmtilegar myndir og gaman að bera við atriði úr myndinni sjálfri.
Pulp Simpsons

Síðustu morgna hef ég flakkað á milli Radíó-X og músik.is að hlusta á annars vegar Zombie og hins vegar Jón Gnarr, respectively hehe. Radió-x virðist aftur vera orðið X-ið og eru komnir á 9,77 aftur. Jón sem er nú að koma aftur í útvarp eftir þónokkuð hlé finnst mér svona svona. Hann talar ekki mikið finnst mér, því það eru oft 2-3 lög eða fleiri milli þess sem hann talar en ef hann talar þá talar hann vanalega soldið lengi. Hann talar mestmegnis um reynslu sína í ákveðnum málum og hingað til hefur mér hann ekkert verið sérlega fyndinn eða náð sér neitt á strik, miðað við hvað maður veit að hann getur.
Svo er það Zombie jahh hvað skal segja um hann, þeir eru með einhvern svona topp ellefu ástæður fyrir hinu og þessu og ég heyrði topp ellefu ástæðurnar fyrir því að bloggið væri dautt, sú sem mér þótti best var:
Það er algjör þurrð yfir mér núna og ég veit ekkert hvað ég á að skrifa
Maður kannast við þetta en sú ástæða sem var í fyrsta sæti var mjög slök, en hún var:
Zombie.
Nú veit ég til þess að bæði Dr. Gunni og Sigurjón hafa verið að blogga og þá er bara spurning hvort þeir fara eftir því sem þeir predika.
Það sem mér þykir hvað verst við það að Dr. Gunni er þarna með Sigurjóni er það að nú fær maður ekki að hlusta meira á Alætuna, en það var þáttur sem Doktorinn var með á fimmtudagskvöldum á RÚV og helvíti góður.
Ætli þeir fái einhvern tíma Rob Zombie í viðtal?