Verkefni dauðans
Því er ekki ennþá lokið. Eftir að hafa verið upp í skóla í gær til hálf fjögur um nóttina, já ég endurtek hálf fjögur fór ég heim en var ekki búinn. Um og eftir miðnætti var ég farinn að finna fyrir hinum klassísku kvefeinkennum sem ég fæ vanalega, þ.e. mig klæjar rosalega í nefið, virðist eins og ég þurfi alltaf að hnerra, en hnerra þó ekki og það lekur úr augunum. Ekki besta ástandið til að vinna við en maður lætur sig hafa það. Var búinn að taka ákvörðun að ef ég kláraði verkefnið í dag, snemma þá færi ég heim og gerði ekki baun. Well kláraði það ekki, en það styttist óðfluga, en fór samt fyrr heim. Ætla bara að mæta snemma á morgun og massa það sko og skila svo.
Áðan var Survivor Nekkid þátturinn sem ég held ég hafi talað um fyrir nokkru. Allaveganna þá fóru 2 flottustu gellurnar sem eftir eru úr öllu, en eins og BNA mönnum er einum lagið var allt blurrað, þeir blurruðu líka svo mikið að það lá við að maður sæi ekki andlitið á stúlkunum, better to be safe than sorry. Þetta sýnir bara að mínu mati skrýtið gildismat Kanans, það er í lagi að sýna fólk drepið og fleira slíkt fólk kippir sér ekkert um of við það, en að það skuli sjást nakinn líkami það er eitthvað sem verður að stemma stigum við. Þetta er væntanlega gert svona til að vernda börnin þarna úti eða eitthvað en kommon, hafa þau eitthvað voða gott af því að sjá fólk drepið og þessháttar? Þar að auki er nakinn líkami mjög eðlilegur hlutur, við fæddumst svona en nei siðapostular í BNA þeir vilja ekki hafa þetta svona. Hefði Survivor verið Evrópskur þáttur þá hefði ekki verið hikað við að sýna allt.
Því er ekki ennþá lokið. Eftir að hafa verið upp í skóla í gær til hálf fjögur um nóttina, já ég endurtek hálf fjögur fór ég heim en var ekki búinn. Um og eftir miðnætti var ég farinn að finna fyrir hinum klassísku kvefeinkennum sem ég fæ vanalega, þ.e. mig klæjar rosalega í nefið, virðist eins og ég þurfi alltaf að hnerra, en hnerra þó ekki og það lekur úr augunum. Ekki besta ástandið til að vinna við en maður lætur sig hafa það. Var búinn að taka ákvörðun að ef ég kláraði verkefnið í dag, snemma þá færi ég heim og gerði ekki baun. Well kláraði það ekki, en það styttist óðfluga, en fór samt fyrr heim. Ætla bara að mæta snemma á morgun og massa það sko og skila svo.
Áðan var Survivor Nekkid þátturinn sem ég held ég hafi talað um fyrir nokkru. Allaveganna þá fóru 2 flottustu gellurnar sem eftir eru úr öllu, en eins og BNA mönnum er einum lagið var allt blurrað, þeir blurruðu líka svo mikið að það lá við að maður sæi ekki andlitið á stúlkunum, better to be safe than sorry. Þetta sýnir bara að mínu mati skrýtið gildismat Kanans, það er í lagi að sýna fólk drepið og fleira slíkt fólk kippir sér ekkert um of við það, en að það skuli sjást nakinn líkami það er eitthvað sem verður að stemma stigum við. Þetta er væntanlega gert svona til að vernda börnin þarna úti eða eitthvað en kommon, hafa þau eitthvað voða gott af því að sjá fólk drepið og þessháttar? Þar að auki er nakinn líkami mjög eðlilegur hlutur, við fæddumst svona en nei siðapostular í BNA þeir vilja ekki hafa þetta svona. Hefði Survivor verið Evrópskur þáttur þá hefði ekki verið hikað við að sýna allt.