Iceland express virðist vera að gera góða hluti. Maður heyrir af því að fólk ákveður að það langi að fara til London eða Köben og svo nokkrum dögum seinna er það farið. Máli mínu til stuðnings má nefna að Varði, Önni, Maggi og Hlín eru að fara og svo er Sara líka hugsanlega að fara, ég held í það minnsta að þau séu öll að fara með Iceland Express, Flugleiðir eru víst með eitthvað tilboð líka. Einnig veit ég fleiri dæmi um þetta.
Það besta sem gat komið fyrir íslenskan markað var að Iceland Express kom inn og fór í samkeppni við Flugleiði. Það að eitthvað eitt félag geti kúgað hinn almenna Íslending til að borga fúlgur fjár til þess eins að fara frá Skerinu er svívirðilegt. T.d. var talað um það í fréttum nýlega að ef fólk í nefndum á vegum Ríkissins myndu versla við Iceland Express myndu sparast tugmilljónir á ári hverju, því flugfarið er svo dýrt með Flugleiðum. Nú er bara vonandi að þetta Iceland Express dæmi nái að skjóta rótum og verði til frambúðar.
Reyndar er ég að fara til Köben í maí með Flugleiðum, en verðið er svipað og Iceland Express er að bjóða upp á og það hefði ekki gerst hefði IE ekki verið til. Ef að IE mun skapa sér trausts meðal almennings mega Flugleiðir fara að vara sig. Sumir hafa verið samt soldið efins varðandi IE en vonandi sýna þeir að sá efi sé eitthvað sem ekki þurfi að hafa áhyggjur af.
Þegar ég keypti mitt far þá höfðu engar ferðir verið farnar og því var ég soldið var um mig. En ég þurfti ekki að borga mikið meira.
Það besta sem gat komið fyrir íslenskan markað var að Iceland Express kom inn og fór í samkeppni við Flugleiði. Það að eitthvað eitt félag geti kúgað hinn almenna Íslending til að borga fúlgur fjár til þess eins að fara frá Skerinu er svívirðilegt. T.d. var talað um það í fréttum nýlega að ef fólk í nefndum á vegum Ríkissins myndu versla við Iceland Express myndu sparast tugmilljónir á ári hverju, því flugfarið er svo dýrt með Flugleiðum. Nú er bara vonandi að þetta Iceland Express dæmi nái að skjóta rótum og verði til frambúðar.
Reyndar er ég að fara til Köben í maí með Flugleiðum, en verðið er svipað og Iceland Express er að bjóða upp á og það hefði ekki gerst hefði IE ekki verið til. Ef að IE mun skapa sér trausts meðal almennings mega Flugleiðir fara að vara sig. Sumir hafa verið samt soldið efins varðandi IE en vonandi sýna þeir að sá efi sé eitthvað sem ekki þurfi að hafa áhyggjur af.
Þegar ég keypti mitt far þá höfðu engar ferðir verið farnar og því var ég soldið var um mig. En ég þurfti ekki að borga mikið meira.