Amazing Race nefnist þáttur sem sýndur er á stöð tvö. Mér finnst þessi þáttur mjög skemmtilegur og reyni eftir mesta megni að sjá hann. Áhugi minn fyrir þættinum byrjaði í seríu númer tvö, nú er sýnd númer þrjú. Eftir að hafa horft á þátt kvöldsins fór ég að pæla hvað það hlýtur að vera geðveikt að taka þátt í leiknum. Ef þú ert heppinn og kemst langt þá færðu að sjá ótrúlega staði í heiminum sem þig dreymdi kanski um að sjá en ólíklegt væri að þú færir þangað. Einnig færðu að prufa allskonar hluti sem geta verið mjög skemmtilegir yfir í það að vera mjög scary, skulum við segja. Svo er þátturinn ekki neitt nema fókið sé áhugavert. Og í þessari seríu er ansi áhugavert fólk sem gaman hefur verið að fylgjast með. Eins og ég vanalega geri þá hélt ég með bandaríkjamönnum af afrískum uppruna, en þeir reyndust bara ekki vera nógu góðir í þessum leik. Létu aðra gera alla sína vinnu og því fór að þeir duttu út, þegar þeir nutu ekki hjálpar einhverja hinna hópanna. Siðan þeir duttu út hef ég eiginlega ekki ákveðið með hverjum ég held.
þriðjudagur, mars 04, 2003
|
<< Home