A site about nothing...

laugardagur, mars 15, 2003

Glory glory Man Utd. Þvílík snilld, Man vinnur og Arsenal tapar. Við erum að tala um það að síðustu átta umferðirnar verða magnaðar og spennan á eftir að vera geðveikislega mikil.

Sá í gær nýjust herferðina hjá Pepsi, en það voru einhver poppkort þar sem íslenskir "Celebs" þ.e. sveitaballahljómsveitirnar og Popp tíví gaurarnir(sem eru reyndar snillingar) eru á svona einhverjum kortum með upplýsingum. Þau sem fóru í vísindaferð til Egils fengu svona poppkort og svo sáum við þetta hjá þeim í gær á Astro. Þarna voru myndir af Birgittu, Jónsa og þessum helstu spírum og svo einhverjum sem enginn veit hver eru en eru samt í hljómsveitunum. Herferð Pepsi hefur alltaf verið að fá voða frægt fólk til að auglýsa fyrir sig, sbr. Britney Spears, Micheal Jackson og Cindy Crawford úti en þetta er held ég fyrsta skiptið sem þetta er gert hér heima. Annars er Birgitta Haukdal allstaðar í auglýsingum um þessar mundir enda hefur hún The Midas touch, þ.e. allt sem hún snertir verður að gulli. Því aðdáendur á hún nóg af, þá sérstaklega stelpur á bilinu svona 10-14 ára. Ef það er einhver manneskja sem þú vilt í þína auglýsingu í dag, þá er það Birgitta Haukdal.

Fór aftur á tónlistarmarkaðinn í dag og gerði kjarakaup. Keypti tvöfaldan disk með Todmobile, best of. Todmobile hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og Spillt diskurinn þeirra er í topp 5 af uppáhalds íslensku diskunum mínum. Var næstum búinn að kaupa Volume 1 af His Story með Micheal Jackson sem er einmitt best of diskur líka en ákvað að bíða þangað til ég fer til DK. Svo væri ansi gaman að eignast best of Ash, sá diskur er ansi góður.