A site about nothing...

fimmtudagur, mars 20, 2003

Hver man ekki eftir snilldarleikjatölvunum Nintendo sem réðu ríkjum á leikjamarkaðnum hér fyrir einum 12-13 árum. Þegar þetta kom fyrst fram voru leikirnir þvílíkt breakthrough að það hálfa væri nóg. Maður var ekki maður með mönnum nema að eiga eitt stykki Nintendo. Oft hin síðari ár hefur löngunin að spila pínu fótbolta í World Cup leiknum eða berjast í ævintýrinu sem Zelda var en jahh ekki átt búnaðinn eða leikina.
Í dag er þetta kleyft gott fólk, það er hægt að ná í næstum alla Nintendo leiki sem komu út og vista á tölvunni sinni. Það eru reyndar pínu takmarkanir því ekki má ná í meira en 5 leiki á dag. Það sem þið þurfið er spilari fyrir leikina sem kallast Nes eða eitthvað álíka og svo bara að ná í leiki.Síðan við fundum þetta hérna uppi í skóla hefur fólk verið ansi duglegt í hinum ýmsu leikjum og spurning er hvort það muni hafa áhrif á vorprófin.
Slóðin á himnaríkið er www.vimm.net njótið vel.