A site about nothing...

þriðjudagur, mars 25, 2003

6. bekkjarráð kunngjörir:

Laugardaginn 31. maí 2003 verður haldin grillútilega í Heiðmörk þar sem
útskriftarárgangur 2002 kemur saman og minnist með "hlýju" allra
stúdentsprófanna, skrafar um kennara, hverjir gerðu hvað hvenær síðasta
árið og fleira milli dagskrárliða.

Dagskráin er svohljóðandi:

kl. 15.00 byrjar tjaldfólk að tygjast inn á svæðið og slær upp borg sinni
á stóra svæðinu í Heiðmörk.

kl. 15.30 hefjast stutt gönguferð og leikir til upphitunar fyrir kvöldið

um kl. 16.30 býður 6. bekkjarráð öllum upp á heitt Swiss Miss kakó

kl. 17.30 stýrir Páll Heimisson ratleik um svæðið. Bekkir keppa saman sem
eitt lið og eru góð verðlaun í boði fyrir þann bekk sem sigrar.

kl. 19.00 verður kveikt upp í grillinu og byrjað að grilla þegar kolin
verða grá

kl. 21.00 verða verðlaun veitt fyrir leiki og ratleik dagsins

kl. 21.30 verður kveiktur varðeldur (ef má)

Listi yfir það sem þú þarft að taka með:

góða skapið
keppnisskapið (fyrir bekkjakeppnina)
tjald eða tjaldvagn
nesti fyrir daginn
eitthvað til að setja á grillið
mjólk, vatn og ávaxtasafa eftir smekk ;)
föt eftir veðri (verslunarmannahelgargallann)

Þessi vika hefur verið undirlögð og á eftir að verða undirlög af stóra teikniverkefninu svokallaða. Í því eigum við að teikna ógrynni af myndum af tæki sem við hönnum sem hefði getað tekið þátt í hönnunarkeppninni þetta árið. Það var temmilega erfitt að byrja og stóð það lengi í mér, en um leið og það verkefni var leyst þá rann þetta ljúft af stað og svo hefur maður tekið á hverri hindrun sem komið hefur. Mjög gaman en jafnframt oft pirrandi er að pæla í útfærslum til að leysa þrautir brautarinnar og hefur maður séð ýmsar lausnir á vandamálunum. T.d hef ég heyrt að einn ungur síðhærður drengur sé að hanna þyrlu, hvernig hún á eftir að leysa þrautirnar verður fróðlegt að sjá, en hugmyndaauðgin er vissulega til staðar.