Eins og ég sagði frá í síðustu viku þá horfi ég á Amazing Race og þátturinn í kvöld var bomba gott fólk, B-O-B-A eins og maðurinn sagði. Afhverju var þátturinn bomba gætuð þið spurt ykkur, jú því að af þeim fjórum pörum sem eftir var duttu út líklegustu sigurvegararnir. Ef þeir hefðu verið með 2 efstu hópunum og það hefði orðið kapphlaup hefðu þeir rústað þessu, en þeir duttu út nú í kvöld. Þeir sem duttu út ganga undir nafninu The Wonder Twins. Þetta býr til algjörlega nýtt twist í þættina því annar af the wonder twins og stúlka úr einu af hinu liðanna voru eitthvað að skjóta sér saman, ég talaði líka um þetta síðast. Stúlkan og sá sem keppir með henni eru svona skráðir í keppnina sem vinir en þau voru að athuga hvort þau ættu saman, hvort það væri einhver spenna sem síðar myndi leiða til sambands. Well eftir allt sem gengið hefur á í keppninni held ég að hann vilji ekkert með hana hafa. Hún er neurótísk og vælir mjög mikið og þvílíkt leiðinleg við drenginn, og hann er alltaf jafn sallarólegur og tekur öllu með jafnaðargeði, róar hana niður og svona. En núna eru the wonder twins úr leik sem bætir heilli nýrri vídd við, nú verður ómögulegt að spá fyrir um sigurvegara.
þriðjudagur, mars 18, 2003
|
<< Home