A site about nothing...

laugardagur, mars 08, 2003

Fór á þetta reunion í gær, það var bara ágætt. Fólkið hafði nú ekki breyst voðalega mikið útlitslega séð en maður gat greint breytingar í persónuleika og þessháttar. Það sem sló mig hvað mest var að mikill meirihluti reykti þarna, það var í raun fáránlegt hvað margir reyktu. Svo fannst mér mjög merkilegt hvað margir í rauninni mættu í matinn.
Algengasta spurningin þetta kvöld var; hvað ert þú að gera, enda um hvað annað er að spyrja ef maður er að hitta eitthvað fólk sem maður hittir ekki það oft. Sumir voru búnir að taka út brjálaðan pakka, drykkja og dóp og læti. Tveir eru í AA-samtökunum og eru að standa sig ansi vel, voru ekkert að drekka í gær og maður sá hvað þessir höfðu þroskast mikið.
Ég bjóst við að það gætu orðið einhver leiðindi en svo virðist ekki hafa verið sem er mjög gott og flestir virtust bara skemmta sér ansi vel. Nú held ég að ráð sé að halda þetta ekki fyrr en eftir 20 ár þegar einhverjar alvöru breytingar hafa orðið. Mikið af þessu liði sem var þarna í gær var í flensunni saman og hefur haldið hópinn og djammar oft saman. En eftir 20 ætti maður að geta búist við breytingum.

Ég gæti aldrei búið heima hjá Ozzy Osbourne, maður gæti haldið að þau ættu hunda og kattabúð svo mikið er af þeim þarna. Svo eru hundarnir að riðlast á hver öðrum og slást og riðlast á köttunum. T.d. í þættinum sem sýndur var í gær var einhver hundur að nauðga einhverjum ketti, eitthvað sem dýralæknir sagði að væri ekki möguleiki en fjölskyldan sá þetta og trúði því og við áhorfendur sáum þetta og ég trúi því.