A site about nothing...

miðvikudagur, mars 19, 2003

Chillaði aðeins í morgun og mætti seinna en vanalega í skólann. Notaði m.a. tímann í það að horfa á myndina Hlemm. Mjög merkileg mynd og áhugaverð. Þarna fékk maður að fylgjast með lífsins ógæfufólki og hvað það viðhafðist. Sagan beindist mest að 2 rónum, annar var gamall og hinn ungur. Sá ungi var alltaf í einhverjum vandræðum, fólk að hóta að lemja hann og eitthvað fleira þessháttar og maður sá hann stundum illa leikinn. Span myndarinnar er heilt ár, byrjar á sumri og fer fram á næsta vor/sumar. Yfir veturinn gerist það að gamli maðurinn fer í Byrgið/Rockville í Keflavík og verður edrú, hinn ungi deyr, og fleiri dóu en ég mundi ekki til þess að eitthvað hafi verið fjallað um þá. Þetta var hálfsorglegt að horfa upp á þetta lið svona, gamli maðurinn t.d. svar undir einhverju tréi í almenningsgarði. Maður hefði haldið að einhver gistiaðstaða væri fyrir svona fólk á Íslandi því varla eru þetta það margir, kanski er það svo það kom allaveganna ekki fram.