A site about nothing...

fimmtudagur, mars 27, 2003

Það er búið að vera ansi skondið að skoða smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu upp á síðkastið því þar auglýsir fyrirtækið UN skór sem mest þeir mega. Það sem er svona skondið við þetta allt saman er að þeir auglýsa undir fáránlegustu flokkum. T.d. man ég eftir að hafa séð auglýsingu í einkamáladálknum þar sem stóð:
Hey sæta stelpa sem varst á Thorvaldssen bar 1. mars í rauðu skónum, mig virkilega langar að hitta þig, eitthvað símanúmer
Svona hljóðaði auglýsingin eins og ég man hana. Það er spurning hvort þeir hafi fengið magnafslátt. Svo er eitt annað sem manni finnst soldið skrýtið og það er það að það er opið til 23 á kvöldin alla virka daga. Ég man ekki eftir að hafa fengið löngun á fimmtudagskveldi til að fara og fá mér skó.

Sá síðari helming The Bachelorette þáttarins sem var í kvöld. Æ ég veit ekki þetta er eitthvað svo slæd þegar það er kona sem á að velja því ólíkt körlunum verður allt miklu erfiðara hjá þeim sem á að velja þegar líða fer á þáttinn, allaveganna maður tekur eftir því betur, því jahh hún á það til að gráta. Já maður þarf kanski að gefa þessu sjens, það virtist vera þannig að það eigi nóg eftir að gerast, ýmis konar skandalar og shit.

Djöfull var ég ósáttur í dag. Fór niðrí bæ og lagði við hliðina á Der Boomkikker eða eitthvað álíka því ég ætlaði að fara á Hlölla og fá mér eitt stykki bát. Nú ég þufti auðvitað að borga í stöðumæli og hafði til þess hundrað krónur sem ég hafði hugsað mér að nota. Sting þeim í stöðumælinn og ekkert gerist. Það komu bara skilaboð á skjáinn sem á stóðu out of order og ekkert sem ég gat gert í því að stöðumælirinn hafði gleypt hundraðkallinn minn. Ég er að hugsa um að senda Bilastæðasjóði bréf um þetta og heimta skaðabætur.