Nú þykir mér týra. Haldiði bara ekki að það hafi komið í ljós að lagið sem Birgitta Haukdal söng í evró sé of líkt einhverju öðru lagi sem heitir Right here waiting með Richard Marx. Þetta segir í það minnsta hann Magnús Kjartansson sem er formaður félags tónskálda og textahöfunda. Nú er verið að tala um að lagið fari ekki í keppnina, í það minnsta ekki eins og það er núna þannig að það er spurning hvort því verði breytt eða þá, sem er langtum skárri kostur að senda atriðið sem var í öðru sæti. Það var Botnleðja með sitt skemmtilega lag og frábæra heiti Eurovisa, sem á víst að vera tilvísun í kortafyrirtækin tvö. Þannig að svo gæti farið eftir allt að Botnleðja muni vera fulltrúar okkar í Riga í Lettlandi.
miðvikudagur, mars 05, 2003
|
<< Home