Árshátíð Verkfræði og Tölvunarfræðinema var í gær haldin á Hótel Selfossi. Fyrsta sem menn tóku eftir var fasistaleg viðbrögð hótelsins gagnvart þeim sem höfðu með sér áfengi. Þeir sem höfðu slíkt urðu annaðhvort að vera úti og drekka það þar og geyma eða setja það inn á herbergi. Því voru allir sem höfðu herbergi leitaðir uppi til þess að geyma. Maður skilur svosem alveg að hótelið vilji ekkert að það sé verið að drekka áfengi sem þeir hafa ekki selt á hótelinu, en þetta var full gróft. Skúrítas verðir voru þarna og sáu til þess að enginn kæmist upp með neitt múður og hótelstjórinn var ansi öflugur líka í að segja mönnum að fara út. Þegar allir voru komnir var boðið upp á fordrykk í boði hönnunar sem er verkfræðifyrirtæki. Einn sem er í stjórn Vélarinnar kynnti til sögunnar einhvern háttsettan innan hönnunar sem flutti stutt ávarp, en það fór ekki betra en svo að hann sagði vitlaust eftirnafn á manninum.
Maturinn og allt var voða fínt, úlfar linnet var veislustjóri og var ansi fyndinn bara. Heiðursgestur kvöldsins var Þórólfur Árnason og maður byrjaði ræðuna sína með 6-8 bröndurum í röð og flutti mjög góða og fyndna ræðu.
Að loknum mati og einhverjum skemmtiatriðum var haldið á eitt herbergi þar sem partý var og þá upplifði maður soldið sem gerist ekki oft, verslópartý. Verslógaurarnir höfðu fengið aðstöðu hjá Gígju og Guðrúnu til að geyma sitt áfengi og gítar. Upp hófst söngur og vildu verslingar helst syngja skímó og íráfár og svona. Þannig að nú hefur maður upplifað þetta.
Svo var haldið á ballið þar sem hljómsveitin englar með Einari Ágústi stóðu sig ágætlega í því að láta mann tjútta og var ansi góð stemmning on the dancefloor.
Fór á tónlistarmarkað í Hagkaup Smáralind í dag og þar var sko hægt að gera góð kaup. Fullt af frábærum diskum á góðu verði. Ég var reyndar rólegur og splæsti bara í 3 diska. Þeir voru Rokkland sem Ólafur Páll Gunnarsson tók saman og hann er helvíti góður í raun svona best of diskur með ýmsum hljómsveitum. Airosmith- Get a grip keypti ég líka því þar eru 4 af mínum uppáhaldslögum með Airosmith og loks Royksopp-Melody A.M. og fyrir þetta allt borgaði ég 2500kr.
Brúarkeppnin var svo líka í gær og þar var mjög gaman að vera og sjá allar mismunandi útfærslurnar á brúm sem fólk kom með. Sumir höfðu lagt ótrúlega mikla vinnu í þetta og þetta var temmileg listasmíð hjá fólki. Eitthvað höfðum við fengið vitlausar upplýsingar um hvernig maður gæti unnið því kom í ljós að sú brú sem væri léttust og kæmist yfir 200N fengi verðlaun auk þess sem hefði hæsta brotstuðulinn. Við héldum að sú brú sem þyldi mest myndi vinna, því okkar brýr hefðu þurft að taka helvíti mikið til að fá háan brotstuðul sökum þess að þær voru um 65g. Allaveganna þá tók Bogi 150N og Böðvar tók 250N og tók t.d. meira en Bender. Bogi eyðilagðist í rauninni en Böðvar var algjörlega heill. Það eina sem fór úrskeiðis þar var að 2 límingar gáfu sig, mjög svekkjandi verður að segjast.
Maturinn og allt var voða fínt, úlfar linnet var veislustjóri og var ansi fyndinn bara. Heiðursgestur kvöldsins var Þórólfur Árnason og maður byrjaði ræðuna sína með 6-8 bröndurum í röð og flutti mjög góða og fyndna ræðu.
Að loknum mati og einhverjum skemmtiatriðum var haldið á eitt herbergi þar sem partý var og þá upplifði maður soldið sem gerist ekki oft, verslópartý. Verslógaurarnir höfðu fengið aðstöðu hjá Gígju og Guðrúnu til að geyma sitt áfengi og gítar. Upp hófst söngur og vildu verslingar helst syngja skímó og íráfár og svona. Þannig að nú hefur maður upplifað þetta.
Svo var haldið á ballið þar sem hljómsveitin englar með Einari Ágústi stóðu sig ágætlega í því að láta mann tjútta og var ansi góð stemmning on the dancefloor.
Fór á tónlistarmarkað í Hagkaup Smáralind í dag og þar var sko hægt að gera góð kaup. Fullt af frábærum diskum á góðu verði. Ég var reyndar rólegur og splæsti bara í 3 diska. Þeir voru Rokkland sem Ólafur Páll Gunnarsson tók saman og hann er helvíti góður í raun svona best of diskur með ýmsum hljómsveitum. Airosmith- Get a grip keypti ég líka því þar eru 4 af mínum uppáhaldslögum með Airosmith og loks Royksopp-Melody A.M. og fyrir þetta allt borgaði ég 2500kr.
Brúarkeppnin var svo líka í gær og þar var mjög gaman að vera og sjá allar mismunandi útfærslurnar á brúm sem fólk kom með. Sumir höfðu lagt ótrúlega mikla vinnu í þetta og þetta var temmileg listasmíð hjá fólki. Eitthvað höfðum við fengið vitlausar upplýsingar um hvernig maður gæti unnið því kom í ljós að sú brú sem væri léttust og kæmist yfir 200N fengi verðlaun auk þess sem hefði hæsta brotstuðulinn. Við héldum að sú brú sem þyldi mest myndi vinna, því okkar brýr hefðu þurft að taka helvíti mikið til að fá háan brotstuðul sökum þess að þær voru um 65g. Allaveganna þá tók Bogi 150N og Böðvar tók 250N og tók t.d. meira en Bender. Bogi eyðilagðist í rauninni en Böðvar var algjörlega heill. Það eina sem fór úrskeiðis þar var að 2 límingar gáfu sig, mjög svekkjandi verður að segjast.