Fyrsti þátturinn af The Apprentice var í kvöld og lítur þetta ágætlega út. Ég er algjör sucker fyrir raunveruleikasjónvarpi og á eflaust eftir að fylgjast spenntur með. Í þættinum var meðal annars sýnd einhver íbúð sem Trump á sem voða fáir fá að sjá og hún var fáránlega hallærisleg fannst mér og myndi ég ekki vilja búa þarna miðað við innréttinguna, alltof mikill íburður og í raun hallærislegt, en kellingarnar sem fengu að skoða þetta misstu sig algjörlega, frekar fyndið að sjá það. Keppnin er semsagt þannig að 16 manneskjur voru valdar úr hópi 215 þúsund umsækjenda og skiptist þetta til helminga meðal kynjanna. Þessum hópi var síðan skipt í tvö lið og voru konurnar látnar keppa á móti köllunum. Svo búa þau öll saman í einhverri íbúð sem á væntanlega að kynda undir svona romance í hópnum. Þetta verður spennandi að sjá.
Síðan prófin og skólin kláraðist hef ég verið algjör sjónvarpsfíkill, eitthvað sem ég er ekki vanalega, því það er nóg að gera í skólanum. Núna horfir maður á allt sem er remotely áhugavert. Æ mér finnst það allt í lagi, maður er jú einu sinni í fríi.
En talandi um frí þá fer að líða að lokum tveggja vikna sumarfrís míns hérna heima á klakanum. Í upphafi hélt ég að þetta yrði ömurlegt og ég hefði ekkert að gera en þetta hefur bara verið fínasta chill og góð leið til að gera sig kláran í það að fara að vinna. Fyrsti dagur er á þriðjudaginn og það verður gaman að gera eitthvað nýtt í sumar.