A site about nothing...

mánudagur, maí 17, 2004

Rakst á þessa snilldarvísu hjá Ljenzherranum af Kaffisterkt. Höfðaði þessi vísa mjög til mín, sökum stærðfræðilegs innihalds hennar.

Slef?í gegn

Ef ég ætti óskastein
yrði óskin aðeins ein
ég er alltaf að reikna
og gröf upp ég teikna
vigrar og framandi föll

Slef´í gegn, slef?í gegn
þú veist ég þrái að slef?í gegn
Af einhverjum völdum
hefir það reynst mjer um megn

Ég gæti glósað, skrudduna
á gula miða, í budduna
og miðinn er málið
þar er svarið við k-lið
sínus af þeta plús pí

Slef´í gegn, slef?í gegn
þú veist ég þrái að slef?í gegn
Af einhverjum völdum
hefir það reynst mjer um megn

Ég myndi gera næstum því
hvað sem er fyrir fimmuna
nema kanski ...
kyssa kennarann

Ó Ó, allt annað fyrir það
ég tegra arctangens afturábak
af opnu mengi fyrir fimmuna

Slef´í gegn, slef?í gegn
þú veist ég þrái að slef?í gegn
Af einhverjum völdum
hefir það reynst mjer um megn