A site about nothing...

mánudagur, maí 24, 2004

Fyrsti leikur FC Kaos fór ekki nógu vel. Spiluðum í grenjandi rigningu, sem var reyndar bara þægilegt, en töpuðum 6-2. Okkar lið var betra en hitt liðið pakkaði svoleiðis í vörn og hafði markmann sem þakti 1/3 af markinu bara með nærveru sinni, þannig að þetta var erfitt fyrir okkur. Svo beittu þeir skyndisóknum og við vorum búnir að vera.
Fór í bíltúr í dag í góða veðrinu með Ömmu og bróðir mínum á Þingvelli. Við vorum eins og verstu túristar og tókum heila gommu af myndum og hluta af þeim má sjá
hér.
Það rifjaðist upp fyrir mér fyrir nokkrum dögum eitt mjög vandræðalegt atvik sem gerðist í lífi mínu þegar ég var yngri og þetta kom ekki bara fyrir mig. Þannig var mál með vexti að ég fór í bíó að sjá Batman og Robin og þetta var frumsýning. Í þessari mynd lék Alicia Silverstone Batgirl eða eitthvað álíka. Svo byrjar myndin og þar sést stinnur rass fara í þröngan leðurbúning og margir í gaurar í salnum hrópa, ú jé babí og aðrir hugsuðu það eflaust líka, því flestir héldu að þarna væri Alicia að klæðast í þröngan leðurfatnað. Kemur ekki ljós að þetta var Robin sjálfur, Chris O´Donnell sem hafði þennan stinna rass og mörgum leið eflaust mjög vandræðalega fyrir vikið.