A site about nothing...

föstudagur, maí 28, 2004

Busy dagur. Fór og hitti Ástu Siggu sem er nýkominn eftir eitt ár í landi Frans, fór svo í Skífuna í Kringluna að skipta Family Guy DVD sem ég keypti í gær því ég keypti aðra seríu, en ég á hana fyrir, ætlaði að fá mér fyrstu og fékk hana í dag. Svo hringdi ég í Kidda og við fórum á æfingasvæðið hjá Nesklúbbnum og slógum í nokkra bolta og reyndum að forðast að láta skíta á okkur af öllum kríunum þarna.
Ég tók eftir því í dag að móttökuskilyrði símans míns eru eitthvað að hrörna og fór því að velta fyrir mér að fá mér kanski nýjan síma í sumar. Bróðir minn hlýtur að hafa heyrt þessa hugsun því hann bað mig um að hitta sig í Smáralind. Þegar ég kom þangað sagði hann mér að síminn minn væri svo ljótur að ég yrði að fá nýjan, þannig að hann gaf mér Nokia 3100, ekki amalegt að eiga svona bróður.